Aðeins hálf sagan sögð, og varla það.

 

Það eina sem er nákvæmlega rétt hjá í þessari grein Þorsteins er sú fullyrðing að það var rétt að láta bankana falla.  Jafnvel þó það sé ekki vitnað í þá Stiglitz og Krugman.  Kallast kommon sens, svipað og að stinga ekki hendi inní óvarða rafmagns innstungu eða synda í fiskabúri fullu af piranha fiskum.

Og vissulega tók ríkisstjórn Íslands þessa ákvörðun, Geir Harde mátti eiga að hann lét ekki undan þrýsting Evrópusambandsins um ofurskuldsetningu íslensku þjóðarinnar.   Og Össur má eiga að hann viðurkenndi vanþekkingu sína, og lagðist ekki gegn þessari ákvörðun Geirs. 

En restin af ráðherrunum var úti af aka, og vissu varla að það hefði orðið hrun, hvað þá að þeir hefði komið nálægt undirbúningi neyðarlaganna.  

Neyðarlögin voru unnin í Seðlabankanum, og þó það sé ofsalega vinsælt að skíta út þá stofnun þá er það staðreynd að sjálfstæði okkar í dag eigum við forystu hans að þakka. 

Ríkisstjórnin flæktist ekki fyrir, hún var of  vönkuð til þess.

 

En eftir að Evrópusambandið kippti í spotta sína, og fyrstu útsendarar vogunarsjóðanna komu til landsins, þá var Seðlabankinn borinn ofurliði, stjórnmálastéttin seldi þjóð sína í hendur AGS og þjóðin átti að borga fyrir skuldir útrásarinnar.

Glæpir stjórnmálastéttarinnar voru þrenns konar.  Hver fyrir sig tilræði við þjóðina.

 

1.  Í samkomulaginu við AGS voru skýr ákvæði um að ríkisstjórn Íslands semdi við breta og Hollendinga um uppgjör á ICEsave reikningum Landsbankans, á þann hátt að breta og Hollendingar væru ánægðir með það samkomulag.  Hvað sem má segja um afglöp Steingríms þá byggði hann þau afglöp á því sem þegar hafði verið samið um.

2. Í samkomulaginu við AGS var skuldbinding um að ríkisstjórn Íslands tryggði Seðlabankanum nægan gjaldeyri svo erlendir krónueigendur gætu skipt krónum sínum í gjaldeyri án þess að gengi krónunnar félli meir en þegar var orðið.  Þess vegna voru lánin hjá AGS og Norðurlöndum tekin, til að mynda þann gjaldeyrisvarasjóð sem þurfti til að hindra gengisfall krónunnar.  Það er aðeins ein ástæða fyrir því að þessi risalán féllu ekki á þjóðina strax, AGS frestaði að greiða út lánin vegna andstöðu þjóðarinnar í ICEsave.  Annars værum við gjaldþrota í dag, réðum ekki við að greiða þessi lán til baka.

3. Ofurskuldsetning þjóðarinnar var niðurjörfuð.  Aðeins átti að afskrifa lán hjá þeim sem sannarlega gátu ekki borgað (fyrirtæki auðmanna).  Bankarnir áttu að ráða endurfjármögnun hinna stökkbreyttu skulda.  Ofurskuldsett þjóð nær sér aldrei uppúr skítnum, efnahagur hennar smán saman fjarar út.  Hávextir gera svo illt verra.  Öll verðmætasköpun í þjóðfélaginu fer í vasa fjármagnseiganda. 

 

Þess vegna eru það algjör öfugmæli að besta leiðin hafi verið farin.

Hið rétta er að Seðlabankinn knúði í gegn neyðarlögin og hindraði þar með tafarlaust gjaldþrot þjóðarinnar.

Síðan þá hefur stjórnmálastéttin markvisst unnið í þágu fjármagns gegn þjóðinni.

Hún réði bara ekki við Bessastaði, annars væri allt búið.

 

Og það verður allt búið eftir kosningar ef þjóðin snýst ekki til varnar.

Ofurskuldsetningin mun sjá til þess.  

Vogunarsjóðirnir fjárfestu í verðtryggunni og þeir ætla að hirða hana.

Markvisst er unnið að því að koma krónueignum braskara í erlendan gjaldeyri, gjaldeyri sem þjóðin er skuldsett fyrir.

 

Kosningarnar eru okkar síðasta vörn.

Og það vill enginn manna varnarmannvirkin.  

Sameiginlegt framboð þjóðarinnar um réttlæti og von hefur ekki litið dagsins ljós.

Því hinn venjulegi maður hefur ekki stigið fram.

 

Eins og enginn eigi líf sem þarf að vernda.

Útrásin rændi okkur mörgu, eignum og æru, en versta ránið var ránið á manndómi þjóðarinnar.

Hún snýst ekki gegn ICEsave fjárkúgurunum og verðtryggingarþjófunum.  

Hún snýst ekki gegn vaxtaþjófum bankanna sem ástunda útburð fátæks fólks eins og nýhafin sé 20. öldin en ekki 21. öldin.  

Hún snýst ekki gegn hinu svarta fjármagni vogunarsjóðanna sem ætlar að skuldaþrælka börnin okkar um ókomna tíð.

Hún snýst ekki gegn ómennum sem svelta almannaþjónustu, löggæslu, sjúkrahús, en nýta skattfé þjóðarinnar í ofurvexti handa fjármagninu.  

 

Eins og karlæg gamalmenn hanga heimilisfeður á tuðinu og sjálfsvorkunni, eins og örvisa kerlingar horfa mæður á eyðingu framtíðar barna sinna.

Horfa á eyðingu þess samfélags sem fóstrar börnin þeirra.

Lægra getur ein þjóð ekki lotið.

 

Að kjósa yfir sig skuldaánauð barna sinna.

Stjórnarskrá hvað???

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Var besta leiðin valin?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 535
  • Sl. sólarhring: 655
  • Sl. viku: 6266
  • Frá upphafi: 1399434

Annað

  • Innlit í dag: 454
  • Innlit sl. viku: 5309
  • Gestir í dag: 416
  • IP-tölur í dag: 409

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband