14.3.2013 | 18:11
Er hvíta duftið skýringin??
Eða gamla góða brennivínið sem fylgt hefur svona samkundum í gegnum tíðina.
Hvað annað getur útskýrt þversögnina???
Sem kemur fram í þessu orðum, sem er mikil fegrun á ástandinu á evrusvæðinu, því það sér ekki fyrir endann á kreppunni. En sættumst samt á þessa lýsingu:
Hún sagði skiljanlegt að margir væru efins um að aðild væri rétta skrefið, atvinnuleysi væri mikið og viðvarandi í flestum evrulöndum, Evrópa yrði væntanlega svæði hægs vaxtar næstu áratugi miðað við til dæmis Asíu og Norður-Ameríku og rekstur evrunnar kallaði á miklar breytingar, svo sem að reka björgunarsjóði og bræða saman ríkisfjármál evrulandanna.
En hvernig það rímar við þessa framtíðarsýn, er ofvaxið hverjum manni, sem er edrú, að skilja.
Þar kæmi fram viðleitni til að búa íslensku atvinnu- og þjóðlífi betri skilyrði og jafna samkeppnisstöðuna.
Hver vill jafna samkeppnisstöðu sína í átt að viðvarandi atvinnuleysi og samdrætti??
Bogi, Örvar??
En gjáin sem myndaðist er bein afleiðing af stefnu AGS, hávöxtum og niðurskurði.
Slík óráð draga alltaf úr fjárfestingu, alltaf úr framleiðslu.
Og þessi óráð voru meðal annars í boði Samtaka Iðnaðarins.
En það er gott að kenna öðrum um.
Kveðja að austan.
Gjá milli atvinnulífsins og stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 22
- Sl. sólarhring: 629
- Sl. viku: 5606
- Frá upphafi: 1399545
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 4779
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er satt hjá þér Ómar.
Þvílík fíflafrásögn þetta er og hún er birtingarmynd mikillar lítilsvirðingar gangvart fólkinuá "gólfinu" sem stendur og skapar útflutningsverðmæti okkar íslendinga væði í fiskiðnaði, áliðnaði og öðrum framleiðslugreinum. Þetta fólk "hangir" í vinnunni og getur framleitt meiri verðmæti ef það fer í háskólann og lærir raunvísindi.
Ég fékk mér einn Dimple og las þessa grein aftur og varð enn sannfærðari að þessi kona sé fífl þ.e.a.s er rétt er eftir henni haft.
Eggert Guðmundsson, 14.3.2013 kl. 21:21
Þér finnst sem sagt ekki líklegt að hún hafi verið undir áhrifum Eggert??
En það sorglega er að svona bull veður uppi, sérstaklega hjá fólkinu sem telur sig svo menntað, að það geti búið um sig á háum hesti.
Það er eins og það hafi menntað frá sér allt vit, og sjái ekki raunveruleikann, aðeins það sem það vill sjá.
Og vitglöp þess ætla að kosta okkur sjálfa framtíðina.
Ekki nema fólk telji framtíð í skuldaánauð og helsi ofreglunar.
Þar sem stórfyrirtækin ráða öllu, og öllu er útvistað sem hægt er að útvista.
En vill fólk virkilega slíka framtíð??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.3.2013 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.