14.3.2013 | 08:49
Er þetta trúverðugt??
Svona rétt fyrir kosningar.
Það er ekki langt síðan að það var opinber stefna Seðlabanka Íslands að snjóhengjan svokölluð væri einhvers konar endurfjármögnunarvandamál, að það yrði að stýra að hún færi ekki of hratt úr landi.
Rök sín byggði bankinn meðal annars á algjöru vanmati á krónueign erlendra aðila í hagkerfinu.
Af hverju er rokið til núna rétt fyrir kosningar, og látið eins og það eigi að gera eitthvað??
Er það vegna þess að það tekur seðlabankamenn alltaf 4 ár að fatta einföldustu hluti, þeir séu með svokallaðan 4 ára fattara líkt og stjórnmálamenn, sem fatta alltaf á kosningavetri hverju þeir lofuðu á kosningavetrinum fyrir 4 árum síðan??
Eða er þetta óttinn við kjósendur??
Að kjósendur gætu tekið uppá því að kjósa óvini verðtryggingarinnar??
Og þess vegna verði ýmislegt sagt sem verður ekki gert.
En gæti hindrað að almenningur reyndi að verja framtíð sína.
Staðreyndin er sú að stjórnmálastéttin sveik þjóð sína eftir Hrun.
Hún seldi hana í ánauð vaxta og verðtrygginga, afhenti hana erlendum kröfuhöfum útrásarvíkinganna. Útrásarvíkingarnir settu þjóðina að veði, að henni forspurðri, og stjórnmálastéttin stóð við það veð.
Þó þjóðin hafi verið rænd um hundruð milljarða frá Hruni, þá gekk samt ekki eftir sjálf salan á landinu, ICEsave Nei-ið stöðvaði þau áform.
Stöðvaði þau fram yfir kosningar.
Núna skiptir öllu fyrir vogunarsjóði sem fjárfestu í verðtryggingunni, að réttir flokkar verði kosnir.
Samfylkingin, Dögun, Björt Framtíð, Vinstri Grænir og Sjálfstæðisflokkurinn.
Skoðanakannanir benda til þess að um helmingur þjóðarinnar gætu hugsað sér að kjósa von og réttlæti, að kjósa framtíð fyrir börnin sína. Aðra framtíð en líf skuldaþrælsins.
Aðeins skortur á trúverðug framboði hefur hindrað að það gengi eftir.
Þess vegna eru öll þessi ótal framboð, þau eru kostuð með beinum eða óbeinum hætti af eigendum verðtryggingarinnar.
Kostaður skrípaleikur sem er eins konar framlenging af farsanum, spilum með þjóðina sem leikinn er á Alþingi við engar vinsældir þjóðarinnar. Vinsældir hinnar ótal framboða eru á svipuðum skala, frá 0 uppí 2%, fara minnkandi.
En þau hindra alvöru fólk í að bjóða fram alvöru framboð.
Framboð um réttlæti, framboð um von.
Framboð sem býður fram lausn, en ekki sjálft sig sem lausn.
Hvort vogunarsjóðunum takist ætlunarverk sitt mun tíminn skera úr um.
Þjóðin veit að alvöru fólk býður fram þegar tilkynnt verður um ákæru á hendur þeim Jóhönnu og Steingrími, fyrir landráð. Og í framhaldi að meðreiðarsveinar breta verði ákærðir fyrir hlutdeild í fjárkúgun og vísvitandi blekkingum til að hafa fé af fólki.
Alvöru fólk veit að helstu tæki vogunarsjóðanna eru málaliðar sem beita falsi og blekkingum svo fólk efist um að hægt sé að leiðrétta hinar stökkbreyttu skuldir. Efist svo mikið að það þori ekki að kjósa réttlæti og von, heldur raði sér bugað á færiböndin sem leiða þau í sláturhús verðtryggingarinnar og skuldaánauðarinnar.
Alvöru fólk veit að eina ráðið til að stöðva þessa málaliða valdsins, er að láta þá sæta ábyrgð vegna stuðning sinn við ICEsave fjárkúgunina, því þar varð málaliðunum á, þeir voru ekki lengur á gráa svæðinu, þeir fóru yfir línuna sem skilur að löglegt en siðlaust yfir í að vera siðlaust og ólöglegt.
Þeir eru þjófar, fjárkúgara, glæpamenn. Og munu halda áfram að berjast gegn þjóð sinni fyrir 30 silfurpeningar þar til múrar Litla Hrauns stöðva þá.
Í dag fara þessir málaliðar hamförum í fjölmiðlum, ráðast gegn því fólki sem vill réttlæti og heiðarlegt samfélag, ráðast gegn öllum sem ógna húsbændum þeirra, fjármagninu.
Og þeir munu ná að tryggja flokkum verðtryggingarinnar, Samfylkingunni, VinstriGrænum, Bjartri Framtíð, Dögun og Sjálfstæðisflokknum meirihluta atkvæða.
Nema lögin séu virkjuð. Ennþá getur fjármagnið ekki keypt sig frá þeim.
Þetta vita vogunarsjóðirnir og þess vegna var eitt skrípaframboðið látið tilkynna að það ætlaði að ákæra allt Alþingi fyrir landráð, svo öruggt væri að hlegið yrði og þeir seku myndu síðan sleppa. Ætli Eyjafjallajökull verði ekki ákærðu næst fyrir umhverfisspjöll. Og svona í leiðinni talað um leiðréttingu hinna stökkbreyttu skuldum.
Því eins og horn og hali eru megineinkenni púka, þá þekkjast framboð undan rifjum vogunarsjóðanna á allskonar sérvisku og séráhugamálum viðkomandi frambjóðenda, sem síðan ætla að afla sérvisku sinni fylgi með því að tengja sig við skuldaþrælkun þjóðarinnar.
Allir ætla að tryggja heimilunum réttlæti, en setja samt önnur mál á oddinn. Málum sem hinn almenni kjósandi getur seint eða illa tengt við einhverja nauðsyn eins og staða þjóðarinnar er í dag.
Og bregst við með því að kjósa ekki viðkomandi framboð.
Nei, ekkert í þjóðmálaumræðunni er trúverðugt í dag.
Annarlegir hagsmunir eiganda verðtryggingarinnar stýra henni með stanslausum uppákomum og rugli.
Og skynsamlegar lausnir nokkrum mínútum fyrir kosningar, hjá fólki sem hefur áður talað gegn hinum skynsömu lausnum, eða alltaf brugðist þegar á reynir, þær eru ekki trúverðugar.
Framboð sem boða sig sjálft sem lausn, en ekki lausnina sem slíka, eru ekki trúverðug.
Jafnvel Framsóknarflokkurinn, eins ágæt eins og núverandi stefna hans er í skuldamálum þjóðarinnar, er ekki trúverðugur. Hann er það ekki á meðan núverandi forystu gerir ekki upp við fortíð flokksins og slítur öll tengsl við hið skítuga fjármagn sem öllu réði í flokknum síðustu árin fyrir Hrun.
Það er ekkert trúverðugt því mest af því sem gerist, er hannað af atburðasmiðum í þjónustu vogunarsjóðanna sem keyptu upp þrotabú gömlu bankanna, og mættu hingað strax eftir Hrun með efnahagsböðla sína til að skapa þann jarðveg að þjóðin gæti ekki staðið saman um vörn sína.
Þessir menn stjórna Íslandi í dag á bak við tjöldin.
Og grímulaust munu þeir stjórna eftir kosningar.
Því hinir trúverðugu gáfust upp.
Reyndust ekki meiri menn en það.
Kveðja að austan.
![]() |
Væntir 75% niðurskrifta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 1440134
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.