Af hverju ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að eyða heimilunum??

 

Ef heimilin eiga að vera í fyrirrúmi??

Er sjóndeildarhringur hans svo þröngur að hann telji að það sé nóg að yfirstéttin, auðstéttin fái skuldir sínar afskrifaðar, að þá sé stefna flokksins uppfyllt. 

Það gengur listi meðal þjóðarinnar um afskriftir þessa fólks sem tók ákvörðun um stefnu Sjálfstæðisflokksins varðandi skuldavanda heimilanna.  Fólksins sem nýtti sér auð sinn og áhrif til að kengbeygja hinn venjulega flokksmenn, til að þurrka út áður markaða stefnu flokksins sem var bæði vitur og skynsamleg.

 

En það sem hefur farið verst í hinn almenna sjálfstæðismann, er hin algjöra fyrirlitning á vitsmunum hans, auglýsingar ætlaðar honum ganga út frá þeirri forsendu að hann sér fífl.

Að hann skilji ekki þversögnina í markaðri stefnu um að ná jafnvægi í ríkisfjármálum, og " Að tryggja grunnþjónustu fyrir alla landsmenn og standa vörð um velferðina. ".  Með því að lækka skatta en á sama tíma nýta skattkerfið svo eigendur verðtryggingarinnar, fái meira upp í þjófnað sinn.

Að hann skilji ekki þversögnina að segjast vera á móti ESB, en boða stefnu Brussel í efnahagsmálum, niðurskurð og niðurskurð, sem er bein ávísun á samdrátt og kreppu.  Það þarf ekki að rífast um það, þetta var stefna flokksbróður Bjarna á Spáni, og þar er atvinnuleysið að ná atvinnuleysi kreppuáranna.  Og kreppa Brussel ráða rétt að byrja.

Að hann skilji ekki að þegar Sjálfstæðisflokkurinn segir að heimilin séu i fyrirrúmi, að þá er í reynd átt við eigendur verðtryggingarinnar, vogunarsjóðina, að þeir séu í fyrirrúmi.  Auk þess að hirða launin af fólki, þá fá þeir líka séreignarsparnað þess, sem þýðir að þegar fólk er komið í þrot, þá á það ekki einu sinni sparnað sinn.  

Fyrir utan ósvífnina að taka pening frá langsveltu heilbrigðiskerfi til að borga hluta af hinni ólöglegu verðtryggingu, sem brýtur á eignarréttarákvæði stjórnarskráarinnar upp á hvern einasta dag.  

 

Fólk er ekki fífl, ekki einu sinni sjálfstæðismenn.

Þess vegna er fylgi flokksins í frjálsu falli.

Fylgið dalar, og dalar.   Kemst ekki mikið lægra.

 

Í þessu samhengi verða menn að gera sér grein fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn á alltaf sitt fasta fylgi.  Þó flokksforystan hefði sett það í stefnuskrá, fyrir utan að eyða fjárhag heimila og fyrirtækja landsins með glórulausum stuðningi sínum við verðtrygginguna, að flokksmenn ættu að vinna kauplaust í þágu vogunarsjóða, við að grafa skurði, um helgar og á öðrum frídögum, að þá færi fylgið ekki mikið niður fyrir 25%.

Jafnvel þó pelsakonurnar hefðu tekið það fram, að fólk ætti að ganga um nakið við þá iðju, fyrst það ætti ekki pelsa, þá hefði 20% múrinn vart fallið.

Eiginlega er ekki hægt að hugsa sér þá heimsku og vanvirðingu sem myndi ofbjóða fastafylgi flokksins.  

 

Þess vegna er 27% fylgi eftir fjögurra ára valdatíð ömurlegustu ríkisstjórnar vestrænnar sögu, ríkisstjórnar dæmdra vaxtaþjófa og fjárkúgara, algjör ósigur þess fólks sem hélt að það gæti svikið heimili landsins.

Að það dygði að kúga landsfundinn, og síðan myndi vænn styrkur frá verðtryggingunni duga til fífla fólk, að auglýsingaherferð gæti fengið fólk til að kjósa svikin.  

Það gat sagt sér að fólk er ekki fífl, það þýddi ekki að fífla það.

Ekki þegar skjól og griðastaður barna þess er í húfi. 

Það dugði á tímum veislunnar miklu, en að reyna slíkt þegar sjálf framtíð þjóðarinnar er undir, það lýsir þvílíku dómgreindarleysi, að einsdæmi má teljast.  

 

Og að kenna ESB stefnunni, eða svikunum í ICEsave um, er aðeins til að toppa heimsku, sem á ekki að vera hægt að toppa.  

Nokkrar greinar í viðbót frá kjaftakerlingum flokksins um lýðskrum og aðra fávisku, og þá mun fylgið sleikja 25% mörkin í næstu skoðanakönnun.

Og ef fram kemur stjórnmálaafl gegn vogunarsjóðunum, gegn skuldaánauð barna okkar, gegn þjófnaði og ránum verðtryggingarinnar, þá mun 20% múrinn falla.  

 

Við upplifum ögurstund þjóðarinnar. 

Og almenningur skilur það.  

 

En stjórnmálamenn okkar ekki.

Þeir halda að fólk sé fífl, og þeir geti þjónað hinu svarta fjármagni og komist upp með það.

En svo er ekki.

 

Svo er ekki.

Kveðja að austan.

 


mbl.is „Heimilin eiga að vera í fyrirrúmi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stundum velti ég því fyrir mér hvort að Bjarni gæti í raun ekki spilað á svart eða rautt í rúllettu 500 sinnum í röð og tapað í öll skiptin. Hann er lygilega gæfulaus stjórnmálamaður.

Sjallarnir grófu sína eigin gröf. Að halda landsfund "fyrir heimilin" og nota hann svo til þess að leggja á ráðin um hvernig eigi að eyða þeim er þrekvirki í kjánaskap.  

Seiken (IP-tala skráð) 13.3.2013 kl. 21:36

2 identicon

Og nú er  lífeyrissjóðsmafían komin í fjölmiðla og byrjuð hóta vinnandi stéttum öllu illu, ef afskrifa á hjá heimilunum. Hún gleymir viljandi því sem þessir glæframenn töpuðu af OKKAR peningum í hruninu, en komu þó út með hagnaði!  Það á að krefjast þess að hún gefi upp bráðabirgðatölur um afkomu lífeyrissjóðanna 2012, og það strax! Það er allt til staðar, þó endurskoðun sé ekki formlega lokið. Á meðan á hún að skammast til að  hætta að urrinu að húsbændum sínum, ef það er þá einhver samviska til staðar þar  á  bæ. Ekki  eru elítan að veita atvinnulausu fólki afborganafrest svo nokkru nemi. 1 og hálft ár max, þó atvinnuleysisréttur sé 3-4  ár!  Það vita allir að þessi mafía græðir á tá og fingri á verðráni og braski, á meðan heimilin hrynja!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 14.3.2013 kl. 00:55

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.3.2013 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 429
  • Sl. sólarhring: 714
  • Sl. viku: 6013
  • Frá upphafi: 1399952

Annað

  • Innlit í dag: 386
  • Innlit sl. viku: 5150
  • Gestir í dag: 374
  • IP-tölur í dag: 371

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband