Hvaða siðleysi er þetta??

 

Að upphefja svona kaldrifjað morð.

Hvaða forsendur hefur blaðamaður Morgunblaðsins til að kalla mann á hestbaki, uppreisnarmann??

Eru allir menn á hestbaki réttdræpir eða gildir slíkt aðeins um menn í norðvesturhluta Pakistan??

Ertu sem sagt réttdræpur ef þú ert á hestbaki í norðvesturhluta Pakistan??

Dugar morðingjanum að segja að viðkomandi hestamaður hafi verið uppreisnarmaður til að morðið á honum sé réttlætanlegt??

 

Er blaðamaður Morgunblaðsins svo skyni skroppinn að hann trúi að ómannað loftfar sé með útbúnað sem greinir hvort maður sé hestamaður eða uppreisnarmaður.

Er hann svo siðlaus að hann telji að þar með sé viðkomandi maður réttdræpur ef hin sjálfvirka greining sem greinir uppreisnarmenn frá öðru fólki, greinir viðkomandi sem uppreisnarmann.  Má drepa hvern sem er með köldu blóði ef þú skilgreinir viðkomandi sem óvin??

 

Er þetta ekki einmitt réttlæting þeirra manna sem flugu þotunum á Tvíburaturnana??

Var þetta ekki réttlæting morða bolsévika á saklausu fólki á meðan borgarastyrjöldinni stóð í Rússlandi?  Eða á öllum aftökunum eftir að þeir náðu völdum í landinu. 

Eða þegar þeir drápu 20.000 Pólverja í Katalynskógi??

 

Ákæra: óvinur, dómur: aftaka.

Við mikið uppklapp kommúnistablaða eins og Þjóðviljans.

 

Menn ættu aðeins hugsa og íhuga áður en þeir lepja upp fréttir morðingja.

Kveðja að austan.


mbl.is Skotið á hestamann úr ómannaðri flaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

innilega sammala hverju orði Ómar

 

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 10.3.2013 kl. 10:27

2 identicon

Sæll.

Þú virðist ekki þekkja meira til þessa máls en blaðamaðurinn sem ekki getur einu sinni skrifað fréttina á óbrenglaðri íslensku.

Það virðist enginn hugsa hlutina í gegn. Heldur þú að þeir sem eru drepnir sé með þessum hætti séu drepnir vegna þess að þeir fóru bara á eitthvað svæði? Eru þeir drepnir vegna þess að þeir eru í sérstökum gerðum af skóm? Hvers vegna heldur þú að viðkomandi hafi verið drepinn? Bara af því?  Hvað búa margir í Waziristan? Hvernig hegða uppreisnarmenn sér? Er hegðun þeirra frábrugðin þeim sem þarna búa og ekki eru uppreisnarmenn?

Getur verið að maðurinn hafi kannski notað farsíma áður en hann var drepinn og það símtal hafi gefið ákveðnar upplýsingar? Getur verið að fylgst hafi verið með manninum í 1-2 daga, jafnvel meira, áður en látið var til skrarar skríða? Getur verið að hann hafi notað talstöð sem síðan gaf nægar upplýsingar til að hægt væri að ráðast gegn honum? Getur verið að á bak við þetta atvik sé margra mánaða vinna margra aðila, líka pakistanskra? Veistu það?

Það sem þú og fleiri gleymið algerlega, viljandi eða óviljandi, er að Pakistanar hafa ekki dug í sér til þess að gera neitt í málunum - þessir öfgamenn eru látnir algerlega óáreittir á svæðinu og margir þeirra njóta sennilega stuðnings ISI. Hvað á að gera í því máli? Bara láta þá vera? Þeir sem vilja það bera óbeina ábyrgð á illverkum þessara manna.

Þú segir: "Er blaðamaður Morgunblaðsins svo skyni skroppinn að hann trúi að ómannað loftfar sé með útbúnað sem greinir hvort maður sé hestamaður eða uppreisnarmaður." Veistu nákvæmlega hvað þessi ómönnuðu för eru fær um að gera? Þekkir þú flugþol þeirra? Veistu hvers kyns nema þau eru með? Veistu hvað þetta ákveðna ómannaða flugfar gerði áður en það skaut á þennan mann? Veistu úr hvaða flughæð skeytinu var skotið?

Hvort þessi dráp eru réttlætanleg eður ei er svo önnur umræða en þú ert að taka hér. Veistu fyrir víst hvort ekki hafi verið réttað leynilega yfir manninum þar sem honum var skipaður verjandi? Þú veist það ekki. Þetta ferli allt saman má án efa bæta en það er svo önnur umræða, umræða sem snýst um grundvallaratriði en ekki einstök atvik.

Nei, réttlæting þeirra sem flugu á Tvíburaturnana var önnur en þessi.

Skógurinn hét Katyn skógur :-)

Helgi (IP-tala skráð) 10.3.2013 kl. 10:28

3 identicon

Er núna hryðjuverkamaður á hestbaki, orðinn hestamaður sem er drepinn. ;)

Jæja....

Einar (IP-tala skráð) 10.3.2013 kl. 12:21

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Hestamaður sem er uppreisnarmaður, er bæði hestamaður og uppreisnarmaður.

Ekki það að ég sé að réttlæta glæpinn en það að maðurinn sé á hesti gerir hann ekki sklausan af ætluðum glæp.

En ég held að þú gerir þér ekki grein fyrir stöðu málsins Ómar.

http://www.youtube.com/watch?v=WcRuEiiN_vs

Guðmundur Jónsson, 10.3.2013 kl. 13:10

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

http://www.youtube.com/watch?v=nMh8Cjnzen8

Guðmundur Jónsson, 10.3.2013 kl. 13:40

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi hestamaður hlýtur að hafa riðið á harðastökki viefandi riffli í átt að landamærum Bandaríkjanna.

Á mjög ógnandi hátt þarna austur í Pakistan. Svei þessi hestur hlýtur að vera mikill gæðingur.

Hversu miklar skræfur eru Bandaríkjamenn orðnir, að þurfa að nota fjarstýrð fljúgandi vélmenni sem kosta skrilljónir dollara, til að granda einum gaur á hestbaki hinumegin á jörðinni?

Mikið er ég því feginn að vera almennt ekki svona hræddur við annað fólk.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2013 kl. 16:22

7 identicon

@6: Mjög efnisleg athugasemd - þú ert greinilega mjög vel inni í þessum málum þarna. Ef Kanarnir vissu hve vel þú ert að þér myndu þeir ábyggilega borga þér skrilljón dollara fyrir ráðgjöf þína.

Halli (IP-tala skráð) 10.3.2013 kl. 17:21

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.3.2013 kl. 22:56

9 Smámynd: Elle_

Glæpir sem hrottafengnir öfgamenn eru að fremja í friði eða undir vernd ISI eða pakistanskra stjórnvalda, gegn Afganistan, Bandaríkjunum og almennt gegn vestrænum löndum, koma bandarískum stjórnvöldum mikið við, Guðmundur.  Og skiptir engu hvað mönnum kann að vera illa við bandarísk stjórnvöld.

Elle_, 12.3.2013 kl. 23:49

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég er samt feginn því að finnast ég ekki þurfa að vera svo hræddur við annað fólk að ég vilji senda drápsvélmenni á eftir því.

Það held ég hljóti að vera heilbrigt lífsviðhorf. Svo hef ég ekkert á móti Bandaríkjamönnum, flestir þeirra eru ágætis fólk.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.3.2013 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 745
  • Sl. sólarhring: 767
  • Sl. viku: 6329
  • Frá upphafi: 1400268

Annað

  • Innlit í dag: 676
  • Innlit sl. viku: 5440
  • Gestir í dag: 642
  • IP-tölur í dag: 628

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband