9.3.2013 | 09:21
Af hverju ræða menn augljósan hlut??
Líffæragjafir er ákveðið kerfi þar sem forsenda úttektar er að eitthvað sé sett inn.
Á meðan fyrirkomulagið er þannig að allir geti heimtað, en sett fyrirvara á gjafir, þá er eins og með allt annað sem viðkemur velferð og samneysla, viðvarandi skortur á gæðum til dreifingar.
Samfélagslegur þroski er forsenda samfélagslegs kerfis.
Á meðan skattsvikarar, Tortilluræflar komast upp með að taka úr samfélaginu, þrátt fyrir athæfi sitt, þá sjá þeir enga ástæðu til að láta að siðleysi sínu.
Það er aðeins ein lækning við sjálftöku og græðgi, og hún er ekki að banna Sjálfstæðisflokkinn og aðra frjálshyggjuflokka, heldur að ábyrgð fylgi gjörðum. Að sá sem vilji vera með í kerfinu, leggi til þess á móti.
Eða verði ekki með.
Tortillaafæta er skóggangsmaður, og á að vera rekinn til skógar.
Hann á ekki að komast upp með að halda úti stjórnmálaflokkum sem upphefja sjálftöku og siðlausa græðgi.
Líffæraþegi, á að vera líffæragjafi.
Þetta kerfi á að vera frjálst.
Þegar einstaklingur verður lögráða á hann að verða spurður um hvort hann vilji vera líffæragjafi, og ef svo sé, er það skráð, og þar með öðlast hann rétt til að þiggja líffæri.
Ef ekki nær það ekki lengra.
Þetta er ákvörðun sem hver og einn tekur, ákvörðun sem á að virða.
Þetta er ákvörðun sem kemur í veg fyrri líffærabrask, því líffæri úr óskráðum einstaklingi er ólögleg vara, og glæpsamlegt að nýta hana.
Að baki þessari ákvörðun á að vera fræðsla og upplýsingar, menn eiga að fá bækling um hana ásamt upplýsingum um ítarefni.
Þetta er eina aðferðin sem tekur á öllum siðferðilegum álitamálum, hún losar lækna og hjúkrunarfólk að leggjast á aðstandendur á sorgarstund, hún losar aðstandendur við að taka ákvörðun sem getur látið þá sitja uppi með samviskubit og vanlíðan, ofaná sorgina sem fylgir ástvinamissi.
Vissulega er það sorglegt að líffæri sem gæti bjargað öðru lífi, er ekki tekið vegna þess að viðkomandi vill ekki vera í kerfinu, en það er bara gangur lífsins, ekkert við því að gera.
Hvort fleiri eða færri líffæri verða í þessu kerfi en er í dag, veit ég ekki. Ég vona það, en það er ekki málið.
Málið er að þetta er frjáls ákvörðun, og það er ekki siðlegt að svipta fólki valdi yfir sínum eigin líkama, slíkt er aðeins eitt form mannsals.
Ég veit hvað ég myndi gera, ég veit hvað ég myndi ráðleggja börnum mínum að gera, ef þau spyrðu mig ráða. En ég hef engan rétt til að beita aðra þrýstingi í þessu máli.
Mín skoðun er að fólk eigi að bjarga lífi ef það getur því líf er forsenda lífs.
En það er bara mín skoðun.
Í þessu máli eiga menn ekki að hafa skoðanir fyrir aðra.
Ef málstaðurinn er góður, þarf ekki að óttast niðurstöðu niðurstöðu fjöldans.
En jafnvel þó aðeins brotabrot fólks vilji vera með, þá er það bara svo, og læknar verða að grípa til annarra ráða til að berjast við ótímabæran dauða sjúklinga sinna.
Sama hversu kerfi er gott, þá er það aldrei gott ef fjöldinn er þvingaður til að taka þátt í því.
Almannaheill geta krafið slíkra þvingunar, en líffæragjafir geta seint talist flokkast undir slíkt.
Treystum fólki, upplýsum það.
Og látum Tortillaafæturnar ekki trufla dómgreind okkar.
Kveðja að austan.
Leggst gegn ætluðu samþykki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 449
- Frá upphafi: 1412811
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 388
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Ómar. Algjörlega sammála þér. En tekurðu samt ekki eftir
einu í þessari frétt. Það á enn einu sinni að skipa nefnd.
Hvað ætli séu margar nefndir í gangi sem sjúga pening frá
þjóðinni sem ekkert gagn gera, nema veita handónýtu
löngu úrsérgengnu spilltu stjórnmálapakki smá bitling.
Þetta sýnir hversu mikill óþurftalýður er þarna á þingi.
M.b.kv.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 9.3.2013 kl. 09:43
Jú Sigurður, ég hjó eftir því, og pistillinn spratt í kjölfarið.
Takk fyrir innlitið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.3.2013 kl. 09:46
"nefnd skipuð til að kanna hvernig fjölga megi líffæragjöfum frá látnum einstaklingum"
Þetta er snilldarsetning og hægt að túlka hana á margan veg.
Sjálfur hef ég ekkert við það að athuga þó lög um ætlað samþykki til líffæragjafar yrðu samþykkt. Hef sjálfur þá skoðun að líffæragjöf sé einhver stæðsta gjöf sem nokkur einstaklingur getur gefið.
En hugmynd þín er jafnvel enn betri, Ómar. Að í raun kaupi fólk sér tryggingu fyrir aðgengi að líffæri og iðgjaldið er að svara í sömu mynt, þ.e. gefa öðrum aðgang að eigin líffærum. Einfaldar og betra gæti þetta ekki orðið og auðvitað á þessi ákvörðun hvers einstaklings að liggja fyrir eins fljótt og hugsast getur, eða jafn skjótt og hann er lögráða.
Gunnar Heiðarsson, 9.3.2013 kl. 10:36
Ég sé smávægilegan galla á hugmyndinni - þeir sem ekki geta, heilsu sinnar vegna, gefið líffæri... hvað með þá? Eiga þeir að lofa því að þeir myndu gefa líffæri ef þeir gætu það, en þeir geti það ekki (kannske vegna þess að þá vantar líffæri)? Verður hægt að neita fólki um líffæragjöf ef það hefur logið því að líffæri þeirra hentuðu til gjafa?
Þetta er ekki alltaf sami hópurinn, margir líffæraþegar geta ekki orðið líffæragjafar þó þeir glaðir vildu.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja (IP-tala skráð) 9.3.2013 kl. 14:13
Blessuð Tinna.
Um það snýst ekki málið.
Ef þú gefur samþykki þitt, þá ertu með, alveg óháð því hvort þú telst heppilegur líffæragjafi eða ekki.
Upplýst samþykki er forsenda þess að fólk tilheyri þessari samtryggingu.
Það vill enginn þurfa á líffæragjöf að halda, og enginn að lenda í þeirri stöðu að verða líffæragjafi.
Fólk neitar oft fyrirfram að vera líffæragjafi, aðstandendur hindra oft líka slíka gjöf til lífsins.
En einhvern veginn finnst þér það líklegt að ef sama fólk þarf sjálft að þiggja, eða náinn aðstandandi þess, að það myndi ekki neita í slíkri stöðu.
Ég veit það samt ekki, ég veit ekki af hvaða ástæðum menn segja nei.
En með þessu kerfi þarf ekki lengur að vera rífast um það, menn taka sjálfir upplýsta ákvörðun.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.3.2013 kl. 15:05
Takk fyrir innlitið Gunnar.
Ég held að þetta sé eina leiðin til að losna við allar deilur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.3.2013 kl. 15:06
Það, að ætla að allir sem ekki taka annað fram, vilji gefa úr sér líffæri, held ég að sé of stór biti að kyngja. Hitt er annað mál, að upplýsa þarf fólk betur svo að það átti sig á að þetta er kostur -og það góður kostur. Það má alveg hugsa sér herferð þar um, einnig að á læknastofum og sjúkrahúsum liggi frammi upplýsingapésar á áberandi stöðum. Ég geng með kort í veskinu með upplýsingum um mig og vilja minn til að gefa nothæf líffæri, sé þess kostur að mér látinni. Ég fékk svona kort í apóteki, en veit ekki hvort þau fást þar enn. Ég hef af og til tekið mér nýtt kort til að hafa ekki of gamlar dagsetningar. Því nýrri yfirlýsing, því öruggara að fara eftir.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 9.3.2013 kl. 15:16
Blessuð Anna.
Það sem einu finnst sjálfsagt, finnst kannski öðrum ekki.
Og að sjálfu sér hafa menn ekki rétt að setja sig á háan hest gagnvart þeim sem hugsa öðru vísi.
Þess vegna er upplýst samþykki lykilatriði, það tryggir aðgang að kerfi, og það er engin iðrun eftir á. Það er fyrir þá sem ekki vilja vera með.
Líffæragjöf er ein af mörgum aðferðum læknavísindanna til að leika á dauðann, það að vilja ekki vera með í þessu kerfi, þýðir einfaldlega að læknar reyna aðrar leiðir.
Einfalt, skilvirkt, öll álitamál úr sögunni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.3.2013 kl. 09:31
Sammála Ómari. Ef við fáum upplýsingar, helst bæði varðandi læknavísindin og siðferðishliðina, verður málið einfalt, þú veist af hverju þú gefur eða gefur ekki kost á þínum líffærum. Svo eru líka margar ástæður fyrir því að fólk kýs þessa leiðina eða hina og við eigum að virða ákvörðun hvers og eins.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 10.3.2013 kl. 14:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.