Loksins reis upp maður.

 

Sem á er hlustað og sagði sannleikann, sannleikann og ekkert annað en sannleikann.

 

Vilhjálmur Birgisson, eini verkalýðsleiðtogi landsins sem þorir gegn samtryggingu stjórnamálaflokkanna, skrifað grein á Pressunni, Sanngirni, lýðskrum og hver á að borga?, sem sagði sannleikann um íslenskt þjóðfélag í dag.

Alþýða þessa lands, hinn stritandi maður, á engan málsvara.

Heimili hins venjulega manns, sem elur upp framtíð landsins, á engan málsvara.

Almenningur, eða sá hluti hans sem tilheyrir ekki valda eða sérhagsmunahópi, á engan málsvara.  

Ég og þú, og við öll hin, eigum engan málsvara. 

 

Við eigum bara skuldirnar og allan kostnaðinn við óráðsíu sérhagsmunahópanna.

Valdaklíkan gaf vinum sínum bankana, valdaklíkan gaf vinum sínum allan óveiddan fisk við landið, valdaklíkan selur útlendingum orku landsins á gjafvirði, valdaklíkan varði ekki þjóð sína gegn ásælni og fjárkúgun erlendra ofríkismanna, valdaklíkan seldi þjóð sína í þrælabúðir vogunarsjóðanna.

Og þegar einhver bendir á óréttlætið, bendir  á misþyrminguna á heimilum landsins, á svívirðuna sem veður uppi, þá er hann hæddur og svívirtur af varðhundum valdsins, af Snötum stjórnmálaflokkanna, og sakaður um lýðskrum.

Réttlæti, sanngirni, heiðarleiki er lýðskrum í eyrum valdhafanna.

 

Grein Vilhjálms er linkuð í athugasemdum, en þetta er byrjun hennar.

 

Það er nöturlegt og dapurlegt að heyra hvernig alltof margir stjórnmálamenn tala um vanda skuldsettra heimila þessa dagana. En oft á tíðum er talað um lýðskrum ef deila á byrðum hrunsins jafnt á milli alþýðunnar og þeirra sem eiga fjármagnið hér á landi og öllu vilja ráða.

Þessir sömu stjórnmálamenn spyrja hver eigi að borga leiðréttinguna á forsendubrestinum hjá heimilunum? Ég heyrði ekki þessa stjórnmálamenn spyrja hver ætti að borga þegar 427 milljarða voru settir á herðar skattgreiðenda til bjargar fjármálakerfinu, eða þegar leggja átti jafnvel hundruð milljarða skuldbindingu á skattgreiðendur vegna Icesave samninganna.

En þegar kemur að leiðréttingu á forsendubresti heimilanna þá standa menn á öskrum og kalla lýðskrum og hver eigi að borga. Ég spyr því: er það sanngjarnt:

 

Allt ærlegt fólk les hana, allt heiðarlegt fólk tekur undir hana, og svarar af innstu sannfæringu þeirrar mannúðar og mennsku sem ömmur okkar kenndu með breytni sinni og framkomu.

Nei, þetta er ekki sanngjarnt.

 

Og við skulum gera eitthvað í því.

Við skulum ekki lengur láta bjóða okkur þessa ósvinnu.

Kveðja að austan.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 identicon

Á afar erfitt með að skilja afhverju eftirlitsstofnanir fjármálageirans svo sem Seðlabankinn og FME sinna ekki eftirlitsskildu sinni.

Lög 38/2001 um vexti og verðtryggingu 13.gr. lögin eru alveg skýr, verðbæta skal greiðsluna, en ekki höfuðstólinn, það er bannað að hlaða hluta af verðbótum og vöxtum ofan á Höfuðstólinn,á sínum tíma sendi HH fyrirspurn til Seðlabankans, og fengu eitthvert hálvitasvar til baka, um það að það væri svo flókið að útskýra anuatetslán,Hélt að lög væru til að fara eftir þeim, en það gildir greinilega bara fyrir suma.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.3.2013 kl. 15:55

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ef ég má

Hér er listi yfir gildi sem allir stjórnmálamenn ættu að hafa með sér.

Allt sem góður stjórnmálamaður þarf að hafa:

http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1286824/

Guðni Karl Harðarson, 8.3.2013 kl. 17:26

4 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ER einhver stjórnmálamaður eftir- ef hann fer í þetta próf ??

Erla Magna Alexandersdóttir, 8.3.2013 kl. 17:38

5 identicon

Ætli það skýrist ekki af því að SÍ á hluta af lánasöfnunum sem verið er að innheimta Halldór Guðmundsson. M.ö.o. að stofnunin sem vissi trúlega lengi að gengistryggð lán væru ólögleg og hefði getað komið lántakendum til aðstoðar við að vinda ofan af þessari vitleysu, á hluta af þessum lánum og ákveður á þeim vextina.

Og það væri stílbrot í þessum farsa ef að SÍ væri ekki aðili að hötuðustu innheimtustofnuninni sem er þessi dægrin að bjóða ofan af fólki húsnæðið. 

Seiken (IP-tala skráð) 8.3.2013 kl. 20:27

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2013 kl. 09:24

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

 Vilhjálmur á heima í Dögun, er einn flokka, vill gefa almenningi frelsi til handfæraveiða, allt árið...

Aðalsteinn Agnarsson, 16.3.2013 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 767
  • Sl. viku: 5564
  • Frá upphafi: 1400321

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 4780
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband