Hefnd ESA er aðeins rétt að byrja.

 

Í dag á að eyðileggja landbúnaðinn, á morgun ???

Lið fyrir lið mun öll lagasetning Alþingis verða vefengd, gerðar athugasemdir, krafið úrbóta, hótað lögsókn.  

Staða okkar sem sjálfstæðrar þjóðar verður aumari en aumasta leiguliða á hjáleigu stórbýlis á þeim tímum þegar þjóðin var í hlekkjum hugarfarsins.

Enginn segir Nei við Brussel.

 

Hvað ætlum við að láta bjóða okkur þetta lengi???

Munum að EES samningurinn var upphaflega hugsaður til að losna við nokkra tollflokka á verkaðri saltsíld, sem við framleiðum vart lengur, síldin dó mest öll í Kolgrafafirði eða hvað sem sá grútarpyttur heitir. 

Hvaða ávinningur er að EES, hvað hefur EES samningurinn fært okkur annað en eitt bankahrun???

 

Á meðan við spyrja okkur þessara spurningar, sem er svipuð eðlis og sú spurning sem var borin upp við konuna sem skar  alltaf sitthvorn endann af hangikjötinu án nokkurrar sýnilegrar ástæðu, þá eigum við láta hart mæta hörðu.

ESA tók þátt í fjárkúgun.

Kærum bastarðan, látum þá verjast.

 

Bjánaprikin hjá Samtökum verslunarinnar eiga að þegja, það er ekki til gjaldeyrir fyrir öllum þessum innflutningi.  Við þurfum að efla innlendan landbúnað, við þurfum að efla alla þá framleiðslu sem tök er á.

Ekki brjóta hana niður eins og hér sé ennþá 2007, allt tekið að láni, og enginn ætlar sér að borga erlendu lánin.

Eitt hrun er nóg, þúsund og eitt fífl frjálshyggjunnar eru þúsund fíflum of mikið.  Hannes dugar ágætlega, alveg eins og síðast geirfuglinn á náttúrugripasafninu.

 

Hafi bjánaprikin ekki vit á að þegja, þá á líka að kæra þá fyrir þátt þeirra í ICEsave fjárkúgun breta.

Reyndar er þögn þeirra ekki skilyrði, glæpamenn eiga að sæta ábyrgð.

Ekki leggja ný drög að öðru gjaldþroti þjóðarinnar.

 

Munum að varðhundar verðtryggingarinnar og ICEsave fjárkúgararnir eru sami hópur, því sem næst uppá haus.

Sami málflutningurinn, sömu rökin, sama auðnin ef þeir eru ekki stöðvaðir í tíma.

Wasteland verður hið nýja nafn Íslands ef þetta lið fær vilja sínum framgengt.

 

Verjum kjötið okkar, verjum landbúnaðinn.

Verjum allt sem er gott, og bragðgott í þessu landi.

Kærum ESA, kærum ICEsave fjárkúgarana.

Leiðréttum hinar stökkbreyttu skuldir.

 

Og spörkum vogunarsjóðunum úr landi.

Til vara, vil ég benda á stórgóða grein eftir Vilhjálm Birgisson, á síðum hans á Eyjunni,

Sanngirni, lýðskrum og hver á að borga?.

 

Það er allavega byrjunin.

Kveðja að austan.

 

PS. linkurinn er í fyrstu athugasemd.

 


mbl.is Máttu ekki banna innflutning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ert þú ekki örugglega með það á hreinu að það var einmitt ESA sem hreinsaði okkur af öllum ásökunum í Icesave málinu og sendi breta og hollendinga heim á nærbuxunum einum klæða...?

Sigurður (IP-tala skráð) 8.3.2013 kl. 08:59

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Usss, suss, hvað asi er á þér Sigurður, ég var ekki búinn að henda inn linknum á Birgi.  Er ekki vanur svona snöggum viðbrögðum við háalvarlegum pistlum mínum.

En varðandi fyrirspurn þína þá held ég að þú ættir aðeins íhuga hana betur.

ESA er ekki sama og EFTA dómurinn.

ESA gekk erinda breta, beint, með fordæmalausum hætti.

EFTA dómurinn kvað úr um að það giltu lög í Evrópu.

Þar með var einhliða krafa breta skýr fjárkúgun.

Sem er glæpur, og enginn á að komast upp með slíkan glæp. 

Auswitch var endastöð glæps sem byrjaði einmitt á svipuðum nótum, og var látin líðast.

Í upphafi skal maður endinn skoða.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.3.2013 kl. 09:13

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sigurður, þekkir þú ekki mun á ESA og EFTA dómstólnum. Það var ESA, sem er eftirlitsstofnun EFTA sem fór í mál við Ísland vegna icesave, en EFTA dómstóllinn skar síðan úr um að krafa ESA var ekki á lögum byggð.

Sú athugasemd sem ESA gerir nú er einungis þeirra túlkun, með smá hjálp frá Brussel og enn sem fyrr hóta þeir að fara með málið fyrir dómstól ef ekki verður gengið að þeirra túlkun þegjandi og hljóðalaust.

Auðvitað eiga stjórnvöld ekki að sinna þessari athugasemd ESA og láta þá fara með málið fyrir EFTA dómstólinn. Hann verður að dæma samkvæmt þeim samning sem gerður var milli EFTA og ESB. Sá samningur átti að tryggja að Ísland og önnur lönd EFTA héldu fullu sjálfsforræði yfir sínum málum. Hann átti að standast íslenska stjórnarskrá. Seinna þegar þrjú af fjórum löndum EFTA gerðu EES samninginn við ESB, átti sama að gilda áfram, sá samningur átti einnig að standast íslenska stjórnarskrá.

Því er tækifærið núna að láta á þetta reyna. Láta EFTA dóminn skera úr um hvort þessir samningar hafi tekið sjálfstæðið af íslensku þjóðinni. Ef dómurinn staðfestir þessa athugasemd ESA, hefur hann staðfest að sjálfstæði landsins er ekki lengur til staðar. Þá verðum við að endurskoða aðild okkar að þeim samning.

Ef hins vegar EFTA dómstóllinn dæmir eftir þeim samningum sem gerðir voru, mun hann dæma þessa athugasemd ESA, staðlausa stafi!

Gunnar Heiðarsson, 8.3.2013 kl. 10:04

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Gunnar.

Góður rökstuðningur, rökrétt niðurstaða.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.3.2013 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 693
  • Sl. sólarhring: 760
  • Sl. viku: 6277
  • Frá upphafi: 1400216

Annað

  • Innlit í dag: 633
  • Innlit sl. viku: 5397
  • Gestir í dag: 601
  • IP-tölur í dag: 587

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband