7.3.2013 | 21:13
Það er ekki úr háum söðli að detta.
Samt tókst Sjálfstæðisflokknum að detta út honum.
Svikin í málefnum heimilanna algjör, vandinn augljós, leiðin líka. Minni á góðar greinar og greiningar eftir þingmennina Kristján Þór Júlíusson og Tryggva Þór Herbertsson.
En á einhvern undraverðan máta tókst forystu Sjálfstæðisflokksins að lesa vitlaust í spilin.
Hélt að það væri hægt að fífla fórnarlömb Hrunsins, sem hlutfalllega eru flest úr kjósendahópi Sjálfstæðisflokksins sbr. að þú þarf að eiga eitthvað til að hægt sé að ræna þig, með ómerkilegu auglýsingaskrumi.
"Nýtum skattakerfið til að auðvelda fólki að borga skuldir sínar!".
Fyrir utan móðgunina að kalla stökkbreytingu lánanna skuld, þá kann fólk að reikna, jafnvel líka kjósendur Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að skera niður til að ná jafnvægi í ríkisfjármálum á næsta ári.
Hann ætlar að lækka skatta.
Hann ætlar að verja velferðarkerfið, "Að tryggja grunnþjónustu fyrir alla landsmenn og standa vörð um velferðina. ", svo ég vitni í stefnuyfirlýsingu landsfundar flokksins.
Á sama tíma ætlar hann að nýta skattkerfið til að auðvelda fólki að borga þjófnað verðtryggingarinnar.
Um hvað margar krónur á ári??? Þrjú hundurð, fimm hundruð??
Samt gengur dæmið ekki upp vegna innbyrðis ósamræmis.
Þess vegna er fylgi Sjálfstæðisflokksins í frjálsu falli.
Þrátt fyrir andstæðing sem getur ekki verið aumari.
Það er rétt að ríkisstjórnin hefur ekkert gert fyrir heimili landsins, annað en það sem gert er við alla þræla, haldið þeim á lífi, svo þau geti þrælað og þrælað fyrir verðtrygginguna, þrælað fyrir vogunarsjóðina.
Svikið allt, öll sín loforð, öll sín fyrirheit.
Samt er fylgið Sjálfstæðisflokksins innan við 30%.
Þó söðull Jóhönnu og Steingríms hafi verið sá lægst sem fundist hefur í þekktri sögu mannsins, þá tókst flokknum samt að klúðra vígstöðu sinni.
Tókst að falla úr söðlinum sem ekki var hægt að falla úr.
Það er einstakt afrek.
Kveðja að austan.
Ekki ein einasta króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 9
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 1412817
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.