Eru þetta öfugmæli dagsins??

 

Vikunnar??, mánaðarins???, ársins???

 

Aldrei hafa eins fáir brugðist eins mörgum og þingmenn Borgarahreyfingarinnar gerðu frá fyrsta degi. 

Við þá var bundin von, von um baráttu gegn Hrunöflunum, gegn skuldaánauð þjóðarinnar, og fyrir Nýju og betra Íslandi.

 

Fyrstur til að svíkja á auðvirðislegasta hátt var Þráinn Bertelsson, gerðist stuðningsmaður ICEsave, stuðningsmaður skjaldborgar auðmanna, stuðningsmaður skuldaþrælkunar þjóðarinnar.

Þingmenn Borgarhreyfingarinnar héldu sjó, breyttu nafni sínu í Hreyfinguna eftir einhvern tíumanna fund, en þeir andæfðu.  Og þeir töluðu um Nýtt og betra Ísland.  Mega eiga það sem þeir eiga.

Svo uppúr þurru fóru þeir að berjast gegn fortíðinni, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn voru alltí einu orðnir gerendur dagsins.  

En ómennskan sem níddist á heimilum landsins, sem vann með erlendu valdi við fjárkúgun þjóðarinnar, sem seldi þjóð sína í þrælabúðir vogunarsjóðanna, var orðinn bandamaður.

 

Bandamaður í að breyta stjórnarskránni, allt hitt var gleymt.

Afsökun Þráins var að hann var orðinn elliær, en Birgitta, Þór og Margrét eiga sér engar málsbætur.

Þau sömdu um það sem má ekki semja um.

Um að styðja ríkisstjórn sem níddist á þjóð sinni.

 

Þegar Margrét Tryggvadóttir heldur því fram að kjósendur hennar hafi kosið hana á þing til að semja um það sem ekki má semja um, þá er hún veruleikafirrtari en Þráinn Bertelson í sínum verstu köstum.  

Hún gerir jafnvel Jóhann Hauksson trúverðugan. 

Dagblaðið að ærlegum stuðningsmanni þjóðarinnar í baráttu hennar gegn skuldaánauðinni.  

Ef þetta er rétt, þá eru steinar farnir að tala, og hverir orðnir kaldari en ís.

 

Og það skrýtna er að það skuli finnast fólk, jafnvel hátt í eitt prósent þjóðarinnar sem tekur mark á öfugmælunum.

Og reynir að telja fólki trú um að Dögun sé valkostur gegn valdinu.

Að svik við vonina sé leiðin til sigurs.

 

Og það er afrek út af fyrir sig.

Það mega þó þingmenn Hreyfingarinnar eiga að þeim er ekki alls varnað.

Kveðja að austan.


mbl.is „Allir hinir svíkja kjósendur sína“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Góður að venju og get ég tekið undir þetta allt.

"En ég lýsi hér eftir hugrekki og heiðarleika á Alþingi og að menn standi við það sem þeir lofa.“

Þetta eru orð Margrétar til þeirra sviksömu á  Alþingi íslendinga.

Heldur er seint í rassinn gripið  hjá alþingiskonunni.

Eggert Guðmundsson, 7.3.2013 kl. 15:42

2 identicon

En hvað hefur þú gert? Annað en vera stóryrtur á kostnað annarra ?

Brynjólfur Tómasson (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 17:58

3 identicon

Ja segðu okkur annann betri Frú Margret .!...nei nu segir þú ósatt og ekki bara i fyrsta ,annað eða þriðja ....það er stólinn ,en hvorki eg eða allir hinir sem þú ert að tala upphátt við og talaðaðir af þer ...far vel !

Ragnhildur (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 18:40

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert.

Reyndar er ég sammála þessum orðum Margrétar, þess vegna eru öfugmæli hennar enn meir æpandi, hún var einmitt kosin til að sýna hugrekki og heiðarleik, ekki svik og baktjaldamakk.

Og jafnvel þó hún hafi ástundað slíkt, sjálfri sér til hagsbóta, þá eru samt takmörk fyrir öllum svikum, og það starfar engin ærleg manneskja með ríkisstjórn Íslands, dæmdum fjárkúgurum, sem hafa enga þá lægð fundið sem þau hafa ekki náð að botna í þágu fjármagnsins sem hefur herjað Íslandsstrendur síðustu árin.

Það er sorglegt að blessaða Dögunarliðið skuli ekki sjá það, líklegast er andófið aðeins tengt nösum þeirra, það skiptir meira máli fyrir þau að vera á móti en að verja framtíð barna sinna.

Og skaðinn sem þau hafa valdið heimilum landsins er óbætanlegur.

Aðeins áður óþekktur aulaskapur gat klúðrað þeirri kröfu að heimilin nyti réttlætis eftir Hrun.

Reyndar er áður óþekktur aulaskapur vandfundinn, vandfundnari en einhyrningur, svo öll spjót standa á efnahagsböðlum sem sérhæfa sig í að splundra öllu andófi gegn arðráni og kúgun vogunarsjóðanna.

Því miður gerðist lítið annað hér en gerðist í Chile í aðdraganda valdaráns hersins.

Hið yfirnáttúrulega á sér yfirleitt ósköp normal skýringar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2013 kl. 19:35

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Brynjólfur.

Þú vaktir forvitni mína með barnaskap þínum svo mér datt í hug að þú værir að nota mynd af pabba þínum.  Svo ég klikkaði á nafn þitt og sá að svo var ekki.

Orðið Bifröst skýrði málið.  

Það er mjög sérstök stofnun sem álítur Eirík Bergmann fræðimann.

Mjög svo.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2013 kl. 19:40

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ragnhildur.

Þú heldur það, að Margrét tali við stóla.  

Hún hefði allavega mátt komast að þessari niðurstöðu vegna baráttu sinnar fyrir heimili landsins.

Henni var treyst, og hún brást.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2013 kl. 19:44

7 identicon

Það má deila um það hver er barnalegur :) Ég legg ekki í vana minn að reyna að rakka niður fólk til að upphefja sjálfan mig svo ég spyr af hverju þú þarft þess?

Brynjólfur Tómasson (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 20:17

8 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þú skefur ekki af því
Úpps ég var þarna inni og kynnti mér aðstæður

Guðni Karl Harðarson, 7.3.2013 kl. 20:18

9 identicon

Annars var ég bara að stríða þér, þú mátt haga þér eins og þú vilt og skrifa það sem þú vilt. Sé þú átt nóg af leikfélögum.

Brynjólfur Tómasson (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 20:32

10 identicon

Sæll æfinlega Ómar; sem og aðrir gestir, þínir !

Brynjólfur Tómasson !

Þú ættir ekki að dirfast; að kasta þessum ómerku hnjóðsyrðum þínum, að hinum mæta Austfirðingi, Ómari Geirssyni.

Ég hygg; að hann hafi lagt / og leggi meira, til íslenzks samfélags - en ég og þú, sem fjöldi annarra, til samans.

Ómar er óbilandi í; að stappa stálinu, í þessi vesælu Norðurhjara flón, sem Íslendingar kallast, og hefði mátt; að verðugu, mátt uppskera drjúgum, í samræmi við það, Brynjólfur.

Ég þakka fyrir; að vera ekki Íslendingur til fulls - verandi Mongóli að 1/16, og þakka forsjóninni fyrir, í ljósi þess viðbjóðslega ástands misskiptingar og spillingar mykju, sem umvefur þetta samfélag hér, nú um stundir, og ekki einasta gerpi, sem orsakaði það ástand, sem hér varð, Haustið 2008, hefir ENN hlotið makleg málagjöld.

Þú ættir Brynjólfur; að biðja Ómar síðuhafa afsökunar, á ódrengilegu skenzi þínu, í hans garð.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi / 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 20:41

11 identicon

Bíddu má ég sem sagt ekki svara fyrir mig og spyrja hvað hann hafi gert. Vænti þess Óskar Helgi Helgason að hann geti svarað fyrir sig sjálfur og ef þér fannst hann hafa fengið slæm orð frá mér hvað var það þá sem hann sagði. Kann ágætlega við Ómar og var bara að stríða honum, við höfum talast við áður og svo ég legg til að þú lesir þetta yfir aftur og frábært að heyra að réttlætið byggist á því að rakka aðra niður í þínum augum og ef einhver svarar á móti þá er hann agalegur.

Brynjólfur Tómasson (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 20:48

12 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Brynjólfur !

Þér til upplýsingar; hafa heipt og hefndarþorsti undirgrafið, í mínu hugskoti, frá hinu vesala ári 2008, og af því kemur skýringin á, hversu snar ég geti enn, þrátt fyrir lýju vaxandi, að verða til ýmissa andsvara, á ýmsum vef síðna sem; og hjá mér sjálfum (svarthamar.blog.is.).

Vitaskuld; er Ómar fullburðugur sinna andsvara, og vil ég biðja ykkur báða forláts, á þessarri óundirbúnu framhleypni minni, sem öngvu að síður, skyldi skoða, í ljósi allra aðstæðna.

Það er víst óprenthæft; hversu ég vildi skipa málum þess illþýðis, sem ábyrðgina ber, á ástandinu hérlendis, Brynjólfur minn.

Sízt lakari kveðjur; hinum fyrri - og áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 21:00

13 identicon

Takk fyrir þetta Óskar, en ég veit að Ómar getur heldur betur svarað fyrir sig og ætlaði bara að koma honum í einhvern ham því mér finnst gaman að skrifum hans og var að lesa hjá þér og hafði gaman að. Já það er margt sem þarf að bæta í þessum heimi okkar og það þarf einmitt svona menn eins og ykkur til að vekja á því athygli. Ég hef ekki verið nógu aktífur í því sjálfur en er smá að æfa mig og hver veit nema ég geti bent á eitt og annað sem þarf að bæta, en það er bara svo margt að ég veit varla hvar á að byrja. Lifið heilir félagar og takk fyrir góða pistla.

Brynjólfur Tómasson (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 21:07

14 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Mér finnst þessi skrif Ómar hitta fyrir neðan beltisstað og veit ekki hvort þú hefur farið öfugt framúr eða hvað. Betra að hafa einn heiðarlegann mann á þingi en tíu óheiðarlegar. Mér sýnist við hafa mátt þakka fyrir að hafa þetta fólk sem þú valtar yfir á þinginu. Stjórnarskár málið er okkar stærsta mál og Hreifingin hefur gert það þau gátu til að hjálpa þeim fáu sem kalla má heiðarlega á þingnu að koma henni í lög.

Nú vonandi þrátt fyrir svik og pretti þingmanna virðist hylla undir jákvæða niðurstöðu í Stjórnarskrármálinu. Þá hafa þau öll 4 unnið fyrir laununum sínu og þessi ríkisstjórn þar með fara til helvítis fyrir mér.

Ólafur Örn Jónsson, 7.3.2013 kl. 21:25

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Brynjólfur minn, það er gott að þú skulir ekki rakka niður fólk til að upphefja sjálfan þig.  En hvað viltu að ég segi við þig???  Átti ég að hrósa þér fyrir að þú skulir kunna að setja saman setningu??  Að þú þekkir til sagnarinnar að rakka einhvern niður??

Eða vildurðu að ég væri svo illkvittinn að benda fullorðnum manni að hann þekkti ekki til merkingar þeirra orða sem hann notar???

Hvers ætlar þú eiginlega til þegar þú kemur inná svona síður???

En ég skal fúslega leiðrétta þig ef þú vilt.

Ég hélt því aldrei fram að þú væri barnalegur.  Það var barnaskapur þinn sem fékk mig til að efast um aldur þinn, á þessu tvennu er mikill munur.  Svo fann ég eitthvað sem mér datt í hug að væri skýring.  Sú skýring tengist ekki á nokkurn hátt að ég teldi þig vera barnalegan.  

Það að ég áliti einhvern sýna skort á vitsmunum, get ég tengt við barnaskap, ekki að viðkomandi sé barnalegur.

Meira get ég ekki sagt, og þetta sem ég er að upplýsa þig, er aðeins vegna þess að þú varst að böggast í þeim ágæta bloggvini mínum, Óskari Helga. 

Ef þú vilt hinsvegar að einhver svari þér á eigin forsendum, þá þarftu að vera svaraverður.

Þannig er nú það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2013 kl. 21:49

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Ólafur.

Ég efast nú sjaldan  um orð mín, en þér tókst að fá mig að efast um það sem ég sagði við Eggert hér að ofan, að áður óþekktur aulaskapur væri sjaldgæfari en einhyrningur. 

Svei mér þá hvort ég sé ekki að vera vitni að honum?

"Stjórnarskár málið er okkar stærsta mál".

Hvað get ég sagt??

Að ég deili ekki þessari skoðun þinni. 

Sem skýrir það sem ég sagði hér að ofan, og færði fyrir því rök.  

Þar sem ég deili ekki þessari skoðun þinni, þá áttu um tvennt að velja, að færa frekari rök fyrir máli þínu, láta kjurt liggja, eða taka slaginn við þau sjónarmið sem ég byggi rökfærslu mína á.

Valið er þitt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2013 kl. 21:58

17 identicon

Skal taka þetta til greina Ómar og aldrei skrifa orð á þína síðu aftur og lifðu heill.

Brynjólfur Tómasson (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 21:59

18 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Óskar Helgi.

Langt síðan leiðir okkar hafa legið saman.  

Lognmollan ætlar allt að kæfa eftir að Jóhanna og Steingrímur voru  dæmd sem fjárkúgarar.  

Sjáum til hvort þjóðin nýti sér ekki lögbrot þeirra til að losna við kúgun fjármálamafíunnar.  

Spilaborg hennar hrynur ef það verður gert.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2013 kl. 22:01

19 Smámynd: Ómar Geirsson

Hættu þessu skæli Brynjólfur.

Vandaðu þig aðeins betur næst.  

Og ef þú vilt að ég yrki um þig drápu, nýttu þá þekkingu þína og semdu fyrir mig eina ákæru um landráð á hendur Jóhönnu og Steingrími.  Ég skal svo senda hana inn.  

Ef þú hinsvegar fylgir henni eftir fyrir Hreyfingu lífsins, þá skal ég bæði sýna á mér betri hliðina, jafnvel einn lofgjörðarpistil á dag um hið merka framlag þitt til varnar framtíðar barna minna, sem og að segja ekki styggðaryrði framar um Margréti, Þór, Birgittu og Dögun.  En mörkin eru við Þráinn Bertelsson, hann brenndi allar brýr, og allt efni til brúarsmíðar þegar hann gekk í VG.

Taktu gleði þína og spáðu í þetta.

Mundu að það sem ég sagði hér að ofan var aðeins uppröðun orða, tækni sem krefst aðeins smá æfingar.  

Verð að láta svona því annars drukknar bloggið mitt í svona athugasemdum.

Ekkert illa meint.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.3.2013 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 339
  • Sl. sólarhring: 712
  • Sl. viku: 5923
  • Frá upphafi: 1399862

Annað

  • Innlit í dag: 304
  • Innlit sl. viku: 5068
  • Gestir í dag: 297
  • IP-tölur í dag: 295

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband