7.3.2013 | 10:47
Þegar bjánar tjá sig.
Þá hættir þeim til að gera sig að fífli.
Morgunblaðið hefur verið iðið við að vekja athygli á slíkum bjánagreinum í þágu verðtryggingarinnar. Greinum sem í besta falli tekst að fara rangt með staðreyndir, en yfirleitt þurfa greinarhöfundar að gefa sér einhver atriði sem þeir rífast svo við og reyna að afsanna.
Líkt og drengurinn sem nennti ekki að læra eðlisfræðina sína og svaraði því á prófi að kenning Newton um þyngdarlögmálið væri röng því í henni hefði Newton fullyrt að 2+2 væru 66 og 3*3 væru 31 og út frá því hefði hann fengið út það rugl að epli og appelsína féllu á sama hraða til jarðar út frá einhverjum þyngdarkrafti sem væri algjörlega ósannaður en hins vegar vissu allir að 2+2 væru 4 og 3*3 væru níu og epli væru ekki appelsínur.
Grein Arnars Sigurðssonar fetar þessar slóðir óröksemdarfærslunnar. Hvet alla til að lesa hana.
Rök hans eru marghrakin, forsendurnar sem hann gefur sér eru rangar.
Mig langar samt að vekja athygli á tvennu.
Í fyrsta lagi siðblindunni sem kemur fram í þessari setningu; "Kostnaðurinn við þessa aðgerð yrði varlega áætlaður um 200 milljarðar;", svona í ljósi þess að stórfyrirtæki, auðfjölskyldur hafa fengið hundruðmilljarða afskrifaða, og ríkisvaldið lét Seðlabanka Íslands bakka upp peningamarkaðsreikninga gömul bankanna, svo ríka fólkið sem þar átti fjármuni, tapaði ekki öllu sínu. Að þegja yfir þessu en ráðast gegn réttlæti handa heimilum landsins er aðeins á færi fólks sem þekkir ekki muninn á réttu og röngu, er siðblint eins og það er skilgreint í fræðunum.
Síðan vekur þessi setning alvarlegar efasemdir um vitsmuni greinarhöfundar; Verðtrygging hefur verið tilefni umræðu að mestu út frá tilfinningarökum, segir Arnar og eins og oft vill verða ef rökhyggja er víðs fjarri, er hætt við að afraksturinn verði einhverskonar lestarslys.
Þjóðfélagið er sundurtætt eftir Hrunið. Tugþúsundir heimila berjast í bökkum, endar ná ekki saman.
Verðtryggingin hefur sogið eigið fé frá heimilum og fyrirtækjum með ólögmættum hætti. Og Arnar talar um tilfinningarrök þar sem rökhyggjan er fjarri lagi.
Með skýrum rökum hafa stuðningsmenn þjóðarinnar sýnt fram á hvernig verðtryggingin hefur tekið fjármuni af heimilum landsins langt umfram verðbólgu. Sigurbjörn Svavarsson rekstrarfræðingur sýndi fram á þetta í grein sem heitir Reiknuð eða raunveruleg verðbólga, með rökum sem hafa ekki verið hnekkt. Enda ekki hægt, tölurnar tala sínu máli.
Hækkun VNV á þessu árabili nam 38% eða talsvert minna en verðlag, sem skýrist aðallega af lækkun húsnæðisliðar í vísitölunni (reiknuð húsaleiga). En Hagstofan gerir fleira en að mæla verðlag. Hún gerir reglulegar kannanir á raunverulegum útgjöldum heimilanna og þar kemur samdráttur heimilanna í neyslu fram. Þrátt fyrir þessa miklu hækkun á verðlagi höfðu útgjöld heimilanna einungis hækkað um 12% á þessum fjórum árum (Tafla 2.), sem er í takt við meðalhækkun launa á þessum tíma:
Hvernig stendur á þessum mismun á milli hækkunar VNV og hækkana raunverulegra útgjalda heimilanna? Jú, ástæðan er sú að VNV er byggð þannig upp að hún mælir einungis verðbreytingu á vörum í neyslukörfunni en ekki magnbreytingu. Þessi útreikningur á verðbólgu gefur ranga mynd af efnahagslegum raunveruleika frá hruni. Þessi vísitala er ekki að mæla aukna eftirspurn almennings eftir vörum, hún mælir einungis verðhækkanir, m.a. vegna gengisfalls krónunnar og hækkana opinbera aðila á gjöldum og sköttum en tekur ekki tillit til mikils neyslusamdráttar almennings. Hún er því ekki verðbólga í hagfræðilegum skilningi heldur einungis tilbúin kreppuverðbólga.
Heimilin reyna að mæta þessum þjónaði með kaupkröfum, óháð afkomu fyrirtækja. Verðtryggingin er því orðin sjálfstæður verðbólguvaldur, vinnur gegn upprunalegu markmiði sínu að skapa stöðugleika og jafnvægi í efnahagslífinu.
Þessi þjófnaður og óstöðugleikinn sem hann veldur, er annar af hennar höfuðglæpum.
Hinn höfuðglæpurinn er hvernig hún hefur leikið eigið fé fyrirtækja eftir Hrun. Munum að Hrunið var alfarið af völdum fjármálageirans, sem gat sýnt óvitahegðun í trausti þess að verðtryggingin tryggði hann gegn afglöpum sínum.
Ég ætla að vitna í grein eftir Sævar Þór Jónsson, lögfræðing, grein sem heitir Skuldatímasprengja bankanna.
Um 700 lítil og meðalstór fyrirtæki fengu skuldafrest til þriggja ára í gegnum Beinu brautina. Nokkur þúsund til viðbótar fengu mismunandi útgáfur af svipaðri fyrirgreiðslu í bönkunum. Flest eiga þessi fyrirtæki sameiginlegt að skulda meira af stökkbreyttum skuldum en þau ráða við.
Á þriðja þúsund fyrirtækja glímir við tifandi tímasprengju í boði bankanna. Þetta eru fyrirtækin sem fengu hluta af skuldum frestað vegna þess að þau réðu ekki við afborganir af þeim að fullu eftir efnahagshrunið. Meinið er að stór hluti þessara fyrirtækja getur ekkert frekar ráðið við að greiða biðlánin þegar kemur að gjalddögum á þessu ári og því næsta. Biðlánin hanga yfir fyrirtækjunum eins og fallöxi. Þetta leiðir til stöðnunar, því forráðamenn fyrirtækjanna treysta sér ekki í uppbyggingu eða annan vöxt. Þeir vita ekkert hvað tekur við þegar kemur að gjalddögum á lánum sem þeir geta ekki borgað. Fyrirtækin eru heldur ekki söluvænleg með ósjálfbæran skuldaklafa.
Alls staðar er sama sagan, bankarnir gera ýtrustu kröfur um afborganir lána. Þeir mergsjúga fyrirtækin, sem reyna af bestu getu að standa undir greiðslum. En þau geta ekki meir. Bankarnir hafa eignfært kröfur á litlu og meðalstóru fyrirtækin sem þeir vita fyrirfram að þeir geta aldrei innheimt að fullu. Samt ætla þeir að halda þessu ferli til streitu.
Staðan er ekki aðeins slæm fyrir viðkomandi fyrirtæki, heldur ekkert síður fyrir þjóðarbúið í heild sinni. Alkunna er að fjölgun starfa er mest hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þar er gróskan, hreyfanleikinn og sveigjanleikinn. Öll stórfyrirtæki byrjuðu sem lítil fyrirtæki. Ef fjármálastofnanir ætla að halda fjórðungi íslenskra fyrirtækja í spennitreyju ósjálfbærra skulda, þá mun seint bóla á þeim hagvexti sem allir telja nauðsynlegan fyrir viðreisn eftir hrunið.
Þetta er hin blákalda staðreynd verðtryggingarinnar.
Hún hefur rúið fyrirtæki landsins inn af skinni og hamlar gegn hagvexti framtíðarinnar.
Þetta er þjóðnýting í sinni svæsnustu mynd.
Nema hún er í þágu vogunarsjóðanna sem eiga verðtrygginguna.
Fyrir þá gera bjánar sig að fífli í dag.
Kveðja að austan.
Verðtrygging | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 42
- Sl. sólarhring: 623
- Sl. viku: 5626
- Frá upphafi: 1399565
Annað
- Innlit í dag: 35
- Innlit sl. viku: 4799
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 34
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er AS ekki bara að koma til dyranna eins og hann er klæddur? Hann var titlaður fjárfestir í Viðskiptablaðinu 19.09.2013. Nú er hann sagður "starfandi á fjármálamarkaði". En AS mætti hafa litið upp frá millifærslum á rafkrónunum í musteri víxlaranna og lesið nýjustu grein Ólafs Margeirssonar hagfræðings og doktorsnema, sem og öll hans skynsamlegu og vel rökstuddu skrif.
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/hvernig-a-ad-afnema-verdtryggingu
Hrúturinn (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 11:13
...Viðskiptablaðinu 19.09.2012...óverðtryggt...
Hrúturinn (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 11:17
Almáttugur hvað þetta eru mikil flatjarðarfræði. Það sem bankamaðurinn Arnar Sigurðsson skilur ekki (kannski viljandi) er að trygging fyrir jákvæðri raunávöxtun í kreppu ER fjárans hagnaður! Það er svona álíka og að vera með tryggingu fyrir hagnaði alveg sama þó það komi uppskerubrestur, eða að þegar vatnsbólið tæmist megi sumir fá vatn frekar en aðrir. Auðvitað eru slík fríðindi mikill ávinningur fyrir viðkomandi!
Guðmundur Ásgeirsson, 7.3.2013 kl. 12:32
Æi já svo er aulinn Jón Steinar að úttala sig á svipuðum nótum á Eyjunni. Talar um frjálsa samninga tveggja aðila og að menn eigi að greiða skuldir sínar. Sínar eru þá greinilega í merkingunni það sem kerfinu hefur hugkvæmst að smyrja á.
Svona verðtrygðir lifeyriskerfiskallar eins og t.d. Jón Steinar og um daginn Sighvatur Björgvinsson, minna mann á nauðsin þess að skerða ríkistryggðan lífeyri til jafns við meðalskerðingu almennu lífeyrissjóðanna. Fyrir utan að það er sanngjarnt að allir taki þátt í byrðunum þá hafa þessir gaurar tekið þátt í að skapa það samfélag misréttis sem þeir ætla að fleyta rjóman ofan af!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 7.3.2013 kl. 18:14
Blessaðir félagar og takk fyrir innlitið.
Hér eru allir svo sammála, að ég ætla líka bara að vera sammála, þó það sé ekki gott til afspurnar um þessa síðu.
En það er bara ekki hægt að gera ágreining um bjánaskap þessa heiðursmanna.
Blessuð hróin,.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.3.2013 kl. 19:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.