Þjóðin gegn verðtryggingunni.

 

Þjóðin gegn hinu blóðsjúgandi fjármagni sem skilur efnahagslífið eftir í verra ásigkomulagi en engisprettufaraldur sem fer yfir blómlega akra.

Þjófatæki sem hefur rænt heimili landsins yfir 400 milljarða frá Hruni. Þá er verið að tala um hækkun lána umfram verðbólgu.

Lýðskrum kallaði Jón Steinar Gunnlaugsson neyðaróp þjóðarinnar.  Afhjúpaði sig sem smásál umræðunnar, kaus skrum Sjálfstæðisflokksins fram yfir staðreyndir mála.  

Fulltrúar þjóðarinnar, fulltrúar almennings, svöruðu skrumi Jóns í Morgunblaðinu í dag.  Tökum dæmi staðreynda gegn skruminu.

 

Samfélagið sem við búum í er grundvallað á sanngirnisreglum, skráðum og óskráðum og rof á þeim samfélagsgriðum leiðir til þess óskapnaðar í mannlegum samskiptum sem við verðum vitni að nánast daglega nú um stundir. Og mér er fúlasta alvara þegar ég fullyrði, að samfélag okkar eins og við þekkjum það bezt, mun ekki þola ójöfnuð eða misskiptingu af því tæi, sem gulltrygging réttinda einstakra hópa meðal okkar er. Mér þykir lakara, að það skuli vera Framsóknarflokkurinn en ekki okkar gamli flokkur sem stendur fyrir því að bjóðast til að leiðrétta óréttlætið. (Pétur Kjartansson lögfræðingur)

 

En samningar eru með þeim ósköpum gerðir að þeir hljóta að eiga við báða aðila sem við samningaborðið sitja. Það getur ekki verið eðlilegt að annar aðilinn geti hagað sér með þeim hætti að hann geti með hegðun sinni og gjörðum kollvarpað öllum þeim grunni sem samningurinn grundvallaðist á. Þá komum við að þeirri spurningu hvort það geti verið eðlilegt að sá sem lánar einhverjum eitthvað geti þegar honum sýnist breytt öllum forsendum og raunar hagað sér eins og bandít. .......Í þeim hremmingum sem gengið hafa yfir okkur á síðustu árum og þeim lygum og svikum sem bankarnir hafa sýnt þjóðinni, þá er fyrir mér alveg ljóst, að bankarnir eiga að bera mestan kostnað við lánin sem veitt voru á fölskum forsendum um þeirra eigin stöðu.  .......Eins og alkunna er, þá fóru bankarnir allir á hausinn og nú sigla þeir áfram á nýjum kennitölum og láta sem þeir hafi aldrei átt sér neina fortíð. Þeir hafa hins vegar ekki gleymt sínum gömlu viðskiptavinum, því nú sýna þeir milljarða hagnað ár eftir ár, sem grundvallast að mestu á að uppreikna þau stökkbreyttu lán sem þeir veittu þeim á fölskum forsendum. (Guðmundur Oddsson fyrrv. skólastjóri)

 

 

Formaður Jóns Steinars, annars ágætur maður, hefur tengst fyrirtækjum sem einnig hafa þegið milljarða niðurfellingu skulda sinna. Það er öllum ljóst að peningaöflin í þessu þjóðfélagi okkar hafa þegið niðurfellingar svo skiptir hundruðum milljarða svo ekki sé talað um framlög úr ríkissjóði. Nú er svo komið að meira en helmingur fjölskyldna í landinu er nánast kominn á vonarvöl vegna ófyrirséðra hækkana á húsnæðislánum vegna verðtryggingarinnar. Það eru miklar líkur á því að útlán með þessum hætti séu ólögmæt, en öllum má vera ljóst að þeir sem sitja uppi með verðtryggð lán eru fastir í vítisvél sem hefur læst klónum sínum svo fast í heimilin í landinu að fólk sér ekki til sólar. Fjölskyldur eru sviptar von um bættan hag og mörgum er gert ókleift að lifa venjubundnu og heilbrigðu lífi vegna þessa.

Það eru tvær þjóðir í þessu landi, þeir sem eru með verðtryggðan skuldaklafa og sjá ginnungagapið vaxa um hver mánaðamót og hinir sem eru firrtir allri ábyrgð með axlabönd og belti í verðtryggri veröld. Það verður að gera hér breytingar á. Forsendubrestinn þarf að afmá. Það verður að skipa málum hér þannig að fjölskyldur í landinu sjái út úr þessu basli og hér verði komið á kerfi sem afnemur það mikla ranglæti sem fjölskyldur búa við.

Jón Steinar segir í grein sinni að frelsinu fylgi ábyrgð og það er sannarlega rétt. En hvar er frelsi þeirra fjölskyldna sem hafa verið blekktar til að taka þátt í flóknum ólöglegum afleiðuviðskiptum? Frelsi eins nær ekki lengra en að landamærum annars. Ranglæti verðtryggingarinnar og stökkbreyttu lánanna er himinhrópandi. Við þekkjum fjölmörg dæmi um harðduglegt reglusamt fólk sem býr við aðstæður sem eru algjörlega óásættanlegar.

Fólk sem hefur tekið yfirvegaðar og skynsamar ákvarðanir fyrir fjölskyldur sínar, en löppunum hefur verið kippt undan þeim. Menn hlupu til með litlum fyrirvara og settu hundruð milljarða í hítina eftir fjármálafyrirtækin. Það þurfti ekki mikla yfirlegu, en þegar kemur að hinum almenna borgara er eins og menn finni því allt til foráttu að gera sjálfsagðar breytingar. (Jónína Benediktsdóttir framkvæmdarstjóri).

 

Og loks vil ég vitna í Sigurð Lárusson kaupmann, stjórnmálabarátta á að snúast um réttlæti.

Þeir sem lesið hafa ævisögu Ólafs Thors vita að þessi lífsskoðun var rauði þráðurinn í stjórnmálabaráttu hans.  

Núna er vík milli Ólafs og Sjálfstæðisflokksins.

 

Sú vík er ekki af völdum Ólafs.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 609
  • Sl. sólarhring: 635
  • Sl. viku: 6340
  • Frá upphafi: 1399508

Annað

  • Innlit í dag: 522
  • Innlit sl. viku: 5377
  • Gestir í dag: 478
  • IP-tölur í dag: 472

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband