7.3.2013 | 09:11
Svo orti Skáld lífsins.
Þeir sem stinga höfðum sínum ofan í sandinn og vilja ekki sjá neyð annarra samborgara sinna eru verstu bræðurnir og verstu systurnar:
MESTU FURÐUVERKIN Á JÖRÐINNI.
Þú ert eins og sporðdreki, bróðir,
lifir í þínu huglausa myrkri
eins og sporðdreki.
Þú ert eins og spörfugl, bróðir,
alltaf á sífelldu flökti.
Þú ert eins og skeldýr, bróðir,
lokaður í skelinni, sjálfum þér sæll.
Þú ert skelfilegur, bróðir,
eins og munnur gígsins, útbrunninn.
Ekki einn,
ekki fimm,
því miður, þú ert einn af milljónum.
Þú ert eins og sauður, bróðir,
flykkist í hjörðina,
þegar smalinn hóar ykkur saman
og hleypur svo fagnandi,
jarmandi stoltur,
beinustu leið til slátrunar.
Þú hlýtur að skilja orð mín.
Þú ert mesta furðuverkið á jörðinni,
meira að segja furðulegri en fiskurinn
sem sér ekki hafið fyrir dropunum.
Kúgun valdhafanna er vegna þín, bróðir.
Og ef hungrið, sárin og nagandi þreytan
sækja okkur heim
og við erum kramdir í spað,
eins og berin í víni okkar,
er það vegna þín, bróðir.
Ég get varla fengið mig til að segja það,
en mestu sökina kæri bróðir - átt þú.
N. Hikmet þýðing: Pétur Örn Björnsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 477
- Sl. sólarhring: 711
- Sl. viku: 6208
- Frá upphafi: 1399376
Annað
- Innlit í dag: 405
- Innlit sl. viku: 5260
- Gestir í dag: 372
- IP-tölur í dag: 367
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.