5.3.2013 | 22:17
Arfur Stalíns lifir.
Góðu lífi, til dæmis í verðtryggingunni á Íslandi.
Hún sýgur til sín eignir fólks, gerir fólk að þrælum kerfis, líkt og var í Sovétríkjunum í den.
Stalín náði líka að raungera draum frjálshyggjunnar, stórfyrirtæki réðu framleiðslunni, engin samkeppni, hámarks hagkvæmni stærðarinnar.
En ólíkt frjálshyggjunni, þá gaf hann fólk að éta, vissulega vonda mat, en mat engu að síður. Og hann byggði skóla, reisti sjúkrahús.
Þó hann hataði margt, þá hataði hann ekki velferðina.
Enda var hann ekki frjálshyggjumaður, heldur hin hliðin á peningnum, kommúnisti sem byggja trúarsetningar sínar á Kommúnistaávarpinu eftir Marx, sem aftur byggði sína bók upp á Auðlegð þjóðanna eftir Adam Smith. Svona eins og Múhameð sem vann út frá Biblíunni.
Stórfyrirtækið er sameiginlegt, mannhatrið líka.
En meðhöndlunin á kostnaðinum, sem kallast vinnuafl er ólík.
Frjálshyggjan byggði á hungri, kommúnisminn á velferð.
Hungurvofan var svipan í verksmiðjum frjálshyggjunnar á nítjándu öld, verkafólk var vannært og lifði ekki lengi. Ef það veiktist, þá mátti það deyja drottni sínum. Há fæðingartíðni sá um nýliðun.
Kommúnistar kusu frekar að nýta vinnuafl kvenna, og þar með varð að halda lífi í mannskapnum. Velferðarkerfið var praktísk lausn á því vandamáli, mötuneyti voru í verksmiðjum og starfsmenn höfðu aðgang að heilsugæslu.
En bæði kerfin byggðust á kúgun og arðráni, bæði voru mannfjandsamleg.
Arfur Stalíns lifir, ekki bara í Norður Kóreu, stórfyrirtæki hafa dafnað í skjóli nýfrjálshyggjunnar.
Nærumhverfi er víða í rjúkandi rúst á Vesturlöndum, æ stærri hluti framleiðslunnar kemur úr þrælabúðum alþjóðavæðingarinnar.
Og nýfrjálshyggjunni tókst það sem Stalín tókst aldrei, en reyndi mikið til, að rústa fjármálakerfi Vesturlanda.
Og eins og Stalínisminn var helsta ógn lýðræðisþjóða á sínum tíma, þá er Stórfyrirtækjaisminn helsta ógn þeirra í dag.
Stalín féll frá hálfkláruðu verki en arftakar hans undir merkjum Friedmans og Hayek hafa haldið áfram þar sem frá var horfið.
Hvort þeim takist ætlunarverk sitt, að eyða frelsinu, að gera fólk að þrælum, kostnaði sem má missa sig, mun tíminn leiða í ljós.
En viljann vantar ekki, spurning hvort fólk nái að stöðva skrímslið í tíma.
Rauði herinn stöðvaði Stalín í tíma, aflífaði hann eins og óðan hund.
Leyfði honum ekki að hefja nýtt tímabil ofsókna og morða.
Hver aflífar nýfrjálshyggjuna er aftur á móti spurning. Óð er hún, stjórnlaus, siðblind, ill. Og heldur um valdatauma Vesturlanda í dag.
Ekkert virðist ógna henni í dag. Almenningur sættir sig við ránið og ruplið.
Og þó, undiraldan er þung.
Einn daginn gæti allt sprungið.
Kannski verður fall íslensku verðtryggingarinnar neisti sem fær almenning í Evrópu til að losa sig við evru og auðskrípi.
Hver veit.
Stalín féll.
Arfur hans mun líka falla.
Kveðja að austan.
Sextíu ár liðin frá dauða Stalíns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 396
- Sl. sólarhring: 749
- Sl. viku: 6127
- Frá upphafi: 1399295
Annað
- Innlit í dag: 335
- Innlit sl. viku: 5190
- Gestir í dag: 309
- IP-tölur í dag: 305
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ertu ekki að verða esb sinni eins og ég - allavega minni þrældómur þar en hér
Rafn Guðmundsson, 5.3.2013 kl. 23:18
Sjálfstæðisflokkurinn er Stalínistaflokkur líkt og Samfylkingin og VG.
Valdaklíka þeirra allra vill í EUSSR.
Framsóknarflokkurinn er búraflokkur og er því laumu Stalínistaflokkur.
Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 6.3.2013 kl. 00:36
Blessaður Rafn.
Eiginlega var nú sæluríki þitt hvati þessara skrifa, sem og í bland fingraþjálfun gegn stórfyrirtækjaisma a la nýfrjálshyggju. Var að festa í minni hugmynd sem kviknaði af spjalli við frænda minn þegar munurinn á Norður og Suður Kóreu kom til tals. Missti þá út úr mér að Norður Kórea væri endastöð frjálshyggjunnar.
Greip svo gæsina þegar minnst var á félaga Stalín.
Vissulega skipta svona greinar engu máli í dag því fólk heldur að hlutir gerist af sjálfu sér, eða þetta sé slys sem má kenna einstaka afglapa eða vondum manni um.
En þetta er kerfislægt, og orsakirnar eru hugmyndafræðilegar.
Þetta vissu stórfyrirtækin, og fundu upp nýfrjálshyggjuna.
Einn daginn Rafn muntu sjá að við erum í sama liði.
Það kemur, það kemur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.3.2013 kl. 09:25
Blessaður Litli landsímamaður.
Þú mátt ekki tala svona illa um arf okkar Hriflunga.
Framsóknarflokkurinn er búandaflokkur, ekki búraflokkur. En honum var óvart rænt, og ránsfengnum hefur ekki ennþá verið skilað.
Finnur er nefnilega eins og Nenni Níski, heldur fast í það sem hann kemst höndum yfir.
En Stalín, hann var frjálshyggjumaður, skyldi í raun út á hvað hún gekk.
Hagkvæmni stærðarinnar með lágmarksútgjöldum í fólk.
Ef það gengur eftir sem allt bendir til að muni gerast, að frjálshyggjan gangi að þjóðinni dauðri, þá mun stytturnar af Jón og Ingólfi verða teknar niður og nýjar styttur, úr endingargóðu og ryðlausu efni, fjarðaráli, reistar, og það af þeim Friedman, Hayek, Hannesi og Stalín.
Það er að spámanninum og guðunum hans.
Ég ætla samt ekki að segja sannaðu til því við smáfuglarnir munum sigra stalínismann, frjálshyggjan mun ekki eyða þjóðinni.
Sannaðu til.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.3.2013 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.