5.3.2013 | 18:28
Aðeins eina brú þarf að byggja.
Brú fyrir heimili landsins, brú yfir hinar stökkbreyttu skuldir.
Hinar stökkbreyttu skuldir sem löggjafarvaldið ber ábyrgð á.
En Alþingi, í vasa fjármagnseiganda, ætlar að byggja brú fyrir aðförina að stjórnarskránni, svo hægt sé að eyða tíma þingsins í klára vitleysu á meðan heimili landsins brenna.
Á meðan fyrirtæki landsins brenna.
Á meðan kjósendur Bjarna Ben brenna.
Það er skýring þess að það þarf að hreinsa út af Alþingi.
Þjóðin hefur ekkert að gera við þingmenn í vasa fjármagns.
Þjóðin þarf fólk á þing.
Venjulegt fólk.
Kveðja að austan.
Brú byggð yfir á næsta kjörtímabil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Öndvegismaðurinn síra Halldór Gunnarsson í Holti hefur nú stigið fram og bendir nú á
gjána sem hefur myndast milli Sjálfstæðisflokksins og þjóðarinnar:
„Sjálfstæðisflokkurinn, sem ég ungur hreifst af, er ekki lengur flokkur samhygðar, réttlætis, jafnræðis og frelsis á jafnréttisgrundvelli.
Hann er orðinn tæki auðmanna og þeirra, sem þeir velja til þjónustu, - í þágu auðvaldsins.
Það er því með eftirsjá og hryggð, að ég kveð flokkinn, vegna þess fólks, sem ég hef átt samleið með lengi. Þau hafa verið misnotuð til varðstöðu um hagsmuni auðs og valds í landinu, eins og ég fram að þessu, síðustu ár. Ég kveð því minn gamla flokk með hryggð, sem er orðinn annar flokkur.
„Gjör rétt, þol ei órétt“ eru orð sem hljóma enn fyrir eyrum mér jafn skýrt og þegar ég heyrði þau fyrst fyrir um 50 árum og gekk í Sjálfstæðisflokkinn. Þau eru enn í gildi hjá mér. Því verður áfram barist fyrir góðum málstað í þágu heimila, bænda og minni fyrirtækja.“
Demos (IP-tala skráð) 5.3.2013 kl. 20:33
Blasir það ekki bara við??
Frjálsir Frakkar vissu hvað átti að gera.
Halldór er greinilega frjáls.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.3.2013 kl. 21:12
Kryddlegin ríkisstjórnar-spilling (áramóta-spilling) í boði rændra kjósenda/skattborgara?
Hvenær varð Björt Framtíð lýðræðislega kjörinn stjórnarflokkur í ríkistjórn hringborðsins? Hvers konar brúarsmíði er í gangi? Kannski brú milli ríkisstjórnar-ræði og lýð-ræði? Þurfum við alþingiskosningar, þegar svindlað er með lögin og leikreglurnar?
Þarf ekki aðeins að hrista upp í lýðræðiskosninga-"eitthvað" á Íslandi?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.3.2013 kl. 22:20
Blessuð Anna.
Segir þetta ekki allt??
Og engin breyting í sjónmáli.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.3.2013 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.