Fagleg vanhæfni við Háskóla Íslands.

 

Þeir sem ástunda faglegt vændi eins og prófessor Gylfi Magnússon gera sig yfirleitt seka um faglega vanhæfni í faglegu yfirvarpi sínu.

Gylfi fullyrðir að lánþegar hafi engu tapað vegna stökkbreytingar verðtryggðu lánanna eftir Hrunið haustið 2008.  En um leið viðurkennir hann eitthvað sem hann kallar misgengi, sem muni þó leiðréttast með tímanum.  

Skoðum rök Gylfa.

 
Aðalvandinn, fyrir utan skuldasöfnun fyrri ára, er mikil og hröð lækkun raunlauna, þ.e. kaupmáttar launa, þótt hún hafi þegar gengið að hluta til baka. Slík lækkun, sem á níunda áratugnum var kölluð misgengi lána og launa, veldur mestu um skuldavandann. Slíkt misgengi varð reyndar enn meira en nú á níunda áratugnum. ......Sem betur fer eru öll teikn á lofti um að þetta misgengi lána og launa gangi til baka með tíð og tíma. Laun hækka alla jafna hraðar en verðlag þegar til lengdar lætur. Ekki er útlit fyrir annað nú. Fyrir vikið kallar þetta misgengi ekki á niðurfærslu eða leiðréttingu lána. Hins vegar er greiðslujöfnun skynsamlegt úrræði við þessar aðstæður, þ.e. tímabundin lækkun afborgana uns raunlaun hækka að nýju.
 

Nú ætla ég að gefa mér að hann sé ekki vísvitandi að ljúga, að hann viti ekki betur sökum þess hvað hann er lélegur fræðimaður.  Sama vanhæfni og kom fram í ICEsave umfjöllun hans.

Rökvillan í þessu er að það er eitthvað fullyrt út frá fortíð og það heimfært á framtíð, óháð þeim aðstæðum sem voru þá, og þeim aðstöðum sem munu verða.  

 

Tökum fyrst fyrir aðstæður á níunda áratugnum.

Þá var útflutningur þjóðarinnar til tölulega einhæfur, sjávarútvegurinn bar hann uppi.  Vöruþróun og markaðsstarf var þá frumstæð og mikill virðisauki ónýttur í greininni.

Fjárfestingar í innviðum höfðu verið miklar, til dæmis samgöngum og menntun, má segja að Ísland hafi verið nútímavætt á áttunda, níunda og tíunda áratugnum.  Sem þýðir að öðru jöfnu, aukin framleiðni.

Orkuauðlindir voru vannýttar, og miklar fjárfestingar framundan í þeim geira.  Sem að öllu jöfnu skilar sér í auknum hagvexti.

Þegar þetta þrennt er lagt saman, þá skýrir það hækkun raunlauna, raunlaun hækkuðu ekki af því bara.  Fyrir þeim þarf að vera forsendur.

Síðan verður að hafa í huga að á níunda, tíunda og fyrstu árin á þessum áratug, var stöðugur uppgangur í heimshagkerfinu og það skilaði sér í auknum tekjum þjóðarbúsins.

 

Í dag er ekkert af þessu til staðar.

Fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki, markaðsaðstæður eru erfiðar, orkufyrirtækin eru hálfgjaldþrota, atvinnulífið er í skuldakreppu, og heimskreppa er skollin á.

Skuldir ógna hagvexti í heiminum, fjármálakerfi heimsins er hrunið, gjaldmiðlastríð er yfirvofandi, það sér enginn fyrir endann á ástandinu.

Það sem var, þarf ekki að verða, reyndar er fátt sem bendir til áframhaldandi hagvaxtar á meðan skuldakreppan er ekki leyst.

Bara af þessum ástæðum er út í hött að heimfæra fortíðina yfir á framtíðina.

 

En þetta er bara fyrsta atriðið af þremur sem faglegur skussi skautar framhjá.

Hinar háu raunlaun fyrir Hrun byggðust á fölskum forsendum.  Það var þensla sem var fjármögnuð með erlendu lánsfé, það var mikill viðskiptahalli, og það var mikil velta á hlutabréfamarkaði.  Afleiðingin var hágengi krónunnar sem engar forsendur voru fyrir.  

Þetta er staðreynd, ekki fullyrðing því það var þetta sem hrundi haustið 2008.

Í dag þurfa raunlaun ekki bara að taka mið af verðmætasköpun hagkerfisins, heldur þarf líka að draga frá afborganir lána skuldatímabilsins.  

Það þekkja allir þetta samhengi úr heimilisrekstri sínum, aðgangur að lánsfé auka ráðstöfunartekjur umfram launatekjur, en þegar það þarf að borga lánin, þá eru ráðstöfunartekjur laun að frádregnum afborgunum.  Sama gildir um þjóðarheimilið, í dag, og næstu daga, vikur, mánuði, ár, verður það að borga af lánum sínum.  

Það er mjög líklegt að raunlaun fyrir Hrun, náist ekki í bráð, ekki nema þá með öðru þensluskeiði á svipuðum forsendum og með sömu afleiðingum, gjaldþroti.

Þeir sem fullyrða að þetta jafnist út á nokkrum árum, bulla bara á þessari forsendu einni.

 

Og þá er eftir sú þriðja.  Og sú alvarlegast.

Það er eðli fjármálabóla að fjármunir tapast þegar þær springa.  Eignir rýrna, skuldir rýrna í rólegheitum verðbólgunnar, því til lengri tíma þá er ekki hægt að greiða meira en verðmætasköpun stendur undir.  

Verðtryggingin reynir að viðhalda peningalegum eignum fjármálabólunnar, nauðsynleg aðlögun skulda af verðmætasköpun hagkerfisins á sér ekki stað.  Til lengri tíma litið verða skuldirnar ofviða fyrir hagkerfið. Og afskriftir þá óhjákvæmilegar. 

En áður en það gerist, þá tekur fjármagnið til sín æ stærri hlut af verðmætasköpuninni.  Sem þýðir einfaldlega að minna er ráðstöfunar í laun.  Raunlaun eru að öllu jöfnu lægri í skuldsettu hagkerfi, eða hagkerfi þar sem ávöxtunarkrafa fjármagns er há.

Eigið fé þúsunda fyrirtækja á Íslandi þurrkaðist út vegna hinna stökkbreyttu skulda.  Þau hafa verið endurskipulögð, en afraksturinn fer beint í skuldaeigandann, bankana.  Þessi fyrirtæki eru ekki líkleg til að greiða há raunlaun í framtíðinni, þrýstingurinn er allur á að lækka kostnað, og hækka vöruverð.  Hamli launþegar á móti með launakröfum, þá fer það beint út í verðbólguna sem leiðir til stökkhækkunar lána.

Há raunlaun eru draumórar eins og staðan er í dag.

 

Loks má bæta við  að þrotabúin munu sjúga fjármuni út úr hagkerfinu, og það er ekki líklegt að stuðla að hagsæld og hagvexti.

 

Hér að framan hef ég útskýrt af hverju það þarf kraftaverk til að raunlaun hækki mikið á næstu árum.  Þjóðin er föst í vítahring verðtryggingarinnar, vítahring hinna stökkbreyttu skulda.  

Fullyrðing um hækkun raunlauna þarf að eiga svör við þeim rökum sem ég týni til.  

Einu rök Gylfa Magnússonar eru exelæfingar byggðar á aðstæðum í fortíð.  

Slíkt er ekki faglegt, slíkt er fagleg vanhæfni.

Eiginlega fagleg heimska.  

 

En faglegt vændi kallar ekki aðeins á faglega vanhæfni, bein fagleg lygi vill líka fljóta með.

Og um það fjallar næsti pistill.

Kveðja að austan.

 

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Er ekki alger óþarfi að eyða orðum í Kúbu-Gylfa? Hann var nú nýlega tekinn í bakaríið í Fréttablaðinu, sáu menn það ekki?

Helgi (IP-tala skráð) 4.3.2013 kl. 23:12

2 identicon

2.04.2012 skrifar Ólafur Margeirsson svo á www.heimilin.is:

"Raunar er það svo að verðtrygging á Íslandi er, vegna bjaga upp á við í verðlagsmælingum byggðum á neysluverðsvísitölu sem notuð er til verðtryggingar, rúmlega 100% trygging fyrir verðbólguóvissu, þ.e. óvissu um hversu mikil virðisrýrnun gjaldmiðilsins verður. Það er nefnilega ekki svo að „verðtrygging breytir engu um raunvirði skulda” eins og Gylfi Magnússon skrifaði þann 25. febrúar síðastliðinn.

Þetta er einfaldlega því miður kolrangt hjá Gylfa; verðtrygging á Íslandi eykur raunávöxtun verðtryggðra skuldbindinga sé verðtryggingin byggð á neysluverðsvísitölu líkt og svo algengt er á Íslandi."

Almenningur (IP-tala skráð) 4.3.2013 kl. 23:33

3 identicon

Já sæll Ómar.

Þú talar um faglegt vændi..???

Fyrir mér er þetta ekkert annað en "Faglegar hórur".

Tilbúnar að taka hverju sem er, ef vel er borgað.

Samt er þessi  ríkisstjórn helferðar, búin að banna svona vændi.

Vændisdruslurnar, í þessu tilfelli háskólamenntaðir álitsgjafar,

eru búnir að þiggja fullt af greiðslum fyrir sína vændisstarfssemi.

Nú þarf bara að kæra greiðandann. Því samkvæmt lögum

má ekki kæra þiggjendur, einunigis þá sem notfæra sér

svona  þjónustu. Þá liggur það alveg á hreinu, að 

ríksistjórn Íslands er búin að vera uppvís að vændiskaupum..!!??

Nú þarf bara að treysta á, eins og alltaf, að löggjafafinn, sýni

vald sitt í verki og kæri svona ósóma. 

Í þessu tilfelli ríkisstjórnina.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 5.3.2013 kl. 02:20

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Helgi, Kúbu Gylfi tjáir þekkta stefnu Sjálfstæðisflokksins, og honum þarf að mæta.

Hundruð annarra flokkshesta lepja upp rök hans.

Almenningur, almenningur les ekki Ólaf, menn eins og Gylfi fá alla fjölmiðlaathygli.  

Sigurður, ef við kærum ekki, þá gerir það enginn.  Ég vakti athygli á þessu í mörgum pistlum, með nákvæmlega engum undirtektum.

Varðhundar verðtryggingarinnar þurfa aðeins að halda það út fram yfir kosningar, eftir það er enginn second chance.

Það vita þeir, en ekki þeir sem þykjast vera á móti.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.3.2013 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband