Faglegt vændi við Háskóla Íslands.

 

Birtist í því að gegn ávinningi ljá meintir fræðimenn ýmsum ómálum fræðilegan búning.

Nýjasta dæmið eru skrif prófessorana Gylfa Magnússonar og Þórólfs Matthíassonar gegn kröfu þjóðarinnar um leiðréttingu á hinum stökkbreyttu skuldum.

Efnisleg uppbygging á skrifum þeirra, blanda af hálfsannleik og lygi, er sú sama og þegar þeir þáðu ávinning vegna ICEsave fjárkúgunar breta, og þegar þeir börðust gegn leiðréttingu gengislánanna.  

Þórólfur gerði sig að fífli þegar hann fór gegn reiknivél Landsbankans en Gylfi hefur passað betur uppá staðreyndarvillurnar, látið hálfsannleik skrumskældan leiða rökfærslu sína áfram.

 

Þar sem lítið er um að vera á vígvelli þjóðmálaumræðunnar þá langar mig að pistla um grein Gylfa í Fréttablaðinu sem hét Vaxtaverkir.  Til hliðsjónar vil ég vísa í pistil minn frá því í gær sem hét Vaxtaverkir verðtryggingarinnar.

Tökum púls á Gylfa.

 

Fyrst er rétt að benda á það, sem oftast gleymist, að verðtrygging breytir engu um raunvirði skulda. Lánveitendur högnuðust því ekkert á verðbólguskotinu, sem varð í kjölfar hruns krónunnar 2008. Af sömu ástæðu töpuðu þeir, sem voru með verðtryggð lán, engu vegna verðbótanna. Þeirra skuldir stóðu í stað að raunvirði. Á móti hverri krónu, sem bættist við vegna verðbóta, rýrnuðu krónurnar, sem fyrir voru. Verðtryggð lán stökkbreyttust því ekki, sama hve oft er klifað á því í fjölmiðlum.  

 

1.  Það er rangt að það hefði verið verbólguskot eftir Hrun.  Laun hækkuðu ekki í kjölfar gengisfallsins, þau eltu ekki hækkanir vegna gengisbreytinganna.  Gengisbreytingarnar urðu vegna hruns fjármálakerfisins.  Bæði lækkuðu þjóðartekjur, sem og að viðskiptahallinn var ekki lengur fjármagnaður með erlendu lánsfé.  Og það var ekki hægt að rúlla erlendum lánum á undan sér með sífelldri endurfjármögnun.  Sveiflan frá viðskiptahalla yfir í vöruskiptaafgang var yfir 200 milljarðar.  

Hækkun vísitölunnar á þessum forsendum er því óeðlileg og ekki hægt að réttlæta með víxlhækkun launa og verðlags.

2.  Það er rangt að halda því fram að lánþeginn hafi sömu stöðu eftir þessa stökkbreyttu hækkun.  Miðað við sama kaupgjald þarf hann fleiri vinnustundir til að borga lán sitt.  

3.  Það er rangt að lánveitendur hafi ekki hagnast af stökkbreytingu skuldarinnar vegna gengisbreytinganna.  Eign hans í krónum hækkaði, og þar sem annað í hækkaði ekki í krónum, til dæmis fermetraverð íbúðahúsnæðis, þá var hægt að kaupa fleiri fermetra fyrir lánið eftir stökkbreytingu, en fyrir.  

 

Það sem ég er að benda er að viðmið verðtryggingar er engin vísindi, það er pólitísk ákvörðun sem ræður hvað viðmið eru notuð, og sú ákvörðun er tekin út frá vægi hagsmuna þess sem tekur ákvörðunina.  Viðmiðið hefði alveg eins getað verið brennivínsflaska, McDonalds hamborgari eða launavísitala, fyrir eða eftir skatta.  

Núverandi vísitala mælir verðhækkanir, ekki verðbólgu, og þegar gengisbreytingar eru af öðrum ástæðum en víxlhækkunum verðlags og kaupgjalds, þá hagnast lánveitandinn.  Staðreynd sem Gylfi þekkir alveg, en kýs að þegja því það hentar ekki þeim hagsmunum sem hann þiggur ávinning sinn af.  

Þeir sem eiga lánin segðu annað ef kaupgjald hækkaði sjálfvirkt við gengisbreytingar en nafnverð lána stæði í stað, og það mætti ekki einu sinni hækka nafnvexti, því það væri verðbólguhvetjandi.  Þá myndi þeir segja að það hallaði á þá, og ekki kaupa þau rök að þeir væru í sömu stöðu fyrir og eftir vísitöluhækkun launa. 

Sá sem lýgur fyrir hagsmuni gleymir oft að rétt er rétt, óháð hvernig staðreyndir snerta viðkomandi hagsmuni.

 

Og Gylfi má eiga að þrátt fyrir allt þá viðurkennir hann þetta misgengi milli launa og lána, og ber ekki á móti því að einhver hópur fái þetta misgengi ekki bætt.  

En þetta gerir hann út frá þekktri hundalógík stórglæpamannsins með því að játa á sig smáafbrot, þræta fyrir hinn stóra glæp, og reyna að afvegleiða rannsóknina með því að kenna öðrum um.

 

Gylfi viðurkennir að það þurfi að leiðrétta lánin hjá þeim sem keyptu sína fyrstu íbúð á bóluárunum, aðrir fái sitt til baka með tímanum. 

Og þetta er allt krónunni að kenna.

Niðurstaða, stökkbreyttu lánin eiga að standa en það á að skipta um gjaldmiðil.

 

Og um þá rökfærslu málaliðans ætla ég að fjalla um í næsta pistli.

Kveðja að austan.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Ég held að HÍ nái ekki að verða einn af 100 bestu með þvílíka snillinga eins og þessa varðhunda helferðarstjórnarinnar, innanborðs.

Hreinn Sigurðsson, 4.3.2013 kl. 14:12

2 identicon

Vitaskuld eru þeir Þórólfur og Gylfi ríkisreknar pútur, það vita allir, en hver er pimpinn?

Svínin sem maka varalit á stút sinn, en hver borgar þeim bónusinn?

Varla er það Castro og varla er það Kim.

Er það þá kannski Þorvaldur, sem erindreki ESB og International Monetary Fund?

Er að reyna að grilla í þetta

en prófessora púturnar hafa sullað varalit og vessum sínum út í vatnið og það er gruggugt mjög.

The Deep Throat (IP-tala skráð) 4.3.2013 kl. 14:21

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er ekki alveg rétt með farið hjá þér Ómar. Þórálfur "gerir" sig ekki að fífli, hann er það.

Ef ég man rétt þá var orðrómur uppi um að hinu viðundrinu hefði verið forðað úr ráðherraembætti áður en það sannaðist upp á hann lygin.

Þetta eru náungar sem sunda ekki "vændi" þeir þurfa þess ekki þeir eru ríkistryggðir í bak og fyrir með launum sem skattgreiðendur borga þeim þrátt fyrir að á þá hafi sannast landráð.

Það er því það eina sem þeir gætu hugsanlega haft sér til málsbóta er að vera hreiræktuð idiot.

Magnús Sigurðsson, 4.3.2013 kl. 17:33

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Með annarri fyrirsögn og sterkari sem vísar beint til verðtryggingarinnar og bullið þeirra hefðir þú vakið verulega eftirtekt með svona greinargóðri og fínni útskýringu á villu þeirra.

Legg til að þú setjir link á þennan pistil þinn ínn á facebook hópinn: "Nú er nóg komið - Réttlæti strax og verðtrygginguna burt"

Guðni Karl Harðarson, 4.3.2013 kl. 17:37

5 identicon

Nú grilli ég í þetta: 

Þeir eru komnir skítugir upp úr og græða nú á fullu gasi á daginn og grilla hrossakjötbökur á kvöldin.

The Deep Throat (IP-tala skráð) 4.3.2013 kl. 17:52

6 identicon

Menn hafa verið reknir fyrir minna. En, þegar róið er á fullu á landráða-mið, eiga

menn að gjalda fyrir það. Þeirra var heimskan og mistökin og ekki mun

ég kæra mig um  neina ræður eða pistla frá þessum ódómum í komandi

framtíð.  Þetta var það stórt mál að það á ekki bara að slá puttana og segja

ekki gera þetta aftur. Hér þarf að axla ábyrgð á gjörðum.

M.b.kv

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 4.3.2013 kl. 18:17

7 identicon

Þórólfur er hvorki meira né minna en forseti hagfæðideildar Háskóla Íslands.  Hann hefur algjörlega fyrirgert rétti sínum til að kallast akademískur maður.  Það er hörmulegt til þess að vita að þannig maður útskrifi nemendur á færibandi eftir að hafa heilaþvegið þá.  Gangi um gólf í Háskólabíói og reigi sig eins og hani, íklæddur skikkju við útskrift.  Þessi hörmungar maður helferðar almennings. 

Ég tek svo undir þau orð Sigurðar að Þórólfur hafi róið á landráða-mið.  Sem slíkur er það óþolandi landi og lýð ef Þórólfur verður ekki látinn axla ábyrgð ills hugar og framkvæmda gegn landi og lýð.

Demos (IP-tala skráð) 4.3.2013 kl. 18:46

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hreinn.

Ég held að það sé öruggt.

Pólitísk rétthugsun, pólitísk hræðsla, er ekki jarðvegur fyrir akademíska hugsun.

Stefán Már Stefánsson er eini prófessorinn sem þorði eftir hrun.  

Hinir eru annaðhvort hræðslupúkar, meðvirkir, eða mútuþegar.

Vona háskólans vegna að síðasti liðurinn skýri mest.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2013 kl. 18:46

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður þú sem ógnar valdinu úr leynum Djúpsins.

Fjármagnið er melludólgurinn, gættu að hagsmunum, og þá sérðu þræðina.

Sem enda allir hjá hinu svarta fjármagni.

Grillmeistarinn er aðeins spriklandi brúða.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2013 kl. 18:50

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Það er vissulega alltaf spurning um hvort fífl geti gert sig að fífli, en ég lét þá spurningu alveg liggja milli hluta í pistlinum.

En ég ítreka, ekkert gerist af sjálfu sér, samhengi hlutanna er augljóst.

Þeir töpuðu vissulega fjármunum, sem lánardrottnar þeirra þurftu að afskrifa, en í staðinn þurrkuðu þeir upp eigið fé heimila og fyrirtækja.  

Eignuðust í raun samfélagið.

 

Og það er þessi eign sem barist er um eftir Hrunið.

Fjársterkir aðilar, sem má kenna við vogunarsjóði þó slíkt sé einföldun á flóknum veruleik, ætla sér að eignast bankana til að geta drottnað yfir íslensku samfélagi og auðlindum þess.  

Þetta er Stríðið um Ísland sem Michael Hudson lýsti svo vel í góðri grein sinni í Fréttablaðinu  vorið 2009.

 

Þetta eru vaxtaverkir verðtryggingarinnar, að erlent fjármagn ætlar sér að yfirtaka samfélag okkar, sér til góðs en okkur til tjóns.

Um þessa vaxtaverki verðtryggingarinnar snúast næstu kosningar. 

Að sjálfsögðu er ég að vitna í sjálfan mig, en þetta er kjarni málsins, þó hægt sé að orða hann á mismunandi vegu.

Hið svarta fjármagn ógnar íslensku þjóðinni.

Hið svarta fjármagn ógnar almenningi Vesturlanda.

Hið svarta fjármagn ógnar sjálfri siðmenningunni.

Og það þarf að stöðva.

Illskan stöðvar sig aldrei sjálf.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2013 kl. 19:10

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðni.

Bloggið mitt lítur sínum eigin forsendum, þessi pistill er hluti af þríleik í fjórum pörtum, og er innlegg fyrir þá sem þora að taka rökræðuna.  Von mín er að einhver rök hér gagnist þeim.

Þessi ágæti hópur sem þú vitnar í er fyrir utan og ofan áhugasviðs þessa bloggs, ég er ekki frampotari að bjóða fram mitt egó.  Ekki frekar en þú Guðni.

Einhverjir þurfa að vera öðruvísi, einhvers staðar þurfa vondir að vera.

Hins vegar kvarta ég ekki yfir lestrinum, það eru komnar yfir 200 ip tölur í hús á þennan pistil, það gerist mjög sjaldan þegar ég tengi ekki við frétt, og reyndar þarf fréttin að vera heit svo pistill eftir mig fái slíkan lestur.

Sem segir mér að einhver hiti er í verðtryggingunni fyrst fólk kemur hér að fyrra bragði.

Held jafnvel að það sé að sjóða uppúr.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2013 kl. 19:16

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Krafan um að þessir menn axli ábyrgð, og slíkri kröfu er framfylgt með kæru vegna augljósra lögbrota þeirra, mun vera stjarnan sem vísar á vonina.

Að það sé komið fram framboð sem snýst um framtíð barna okkar, um framtíð þessarar þjóðar, en ekki um egó þeirra einstaklinga sem bjóða fram.

Framboð gegn verðtryggingu, sem snýst ekki um leið gegn verkfærum fjármagnsins, er í besta falli nytsamur gagnslaus sakleysningi.

En líklegast liggur þráður til efnhagsböðla á vegum vogunarsjóðanna sem sérhæfa sig í sundrungu og glundroða, að ýta undir að það sé haldið í austur, þegar sótt er að í vestri, að ýta undir þras sem engu máli skiptir, eða menn berjist við drauga fortíðar, eða annan bjánskap sem í besta falli lýsir alvarlegum dómgreindarbresti.

Svo ég vitni í þig.

 En, þegar róið er á fullu á landráða-mið, eiga

menn að gjalda fyrir það. Þeirra var heimskan og mistökin og ekki mun

ég kæra mig um  neina ræður eða pistla frá þessum ódómum í komandi

framtíð.  Þetta var það stórt mál að það á ekki bara að slá puttana og segja

ekki gera þetta aftur. Hér þarf að axla ábyrgð á gjörðum.

Menn hafa verið kærðir fyrir minna.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2013 kl. 19:22

13 identicon

Mér er það heitt í hamsi, sem flestum landsmönnum, að ég vil ítreka orð mín hér að ofan:

"Ég tek svo undir þau orð Sigurðar að Þórólfur hafi róið á landráða-mið.  Sem slíkur er það óþolandi landi og lýð ef Þórólfur verður ekki látinn axla ábyrgð ills hugar og framkvæmda gegn landi og lýð."

Og ég vil bæta við nöfnum Gylfa, Steingríms og Jóhönnu og fleiri sem þú hefur áður nefnt Ómar að ætti að ákæra.  Hópákæra minnir mig að þú hafir nefnt það.  Skækjuháttur þessa fólks í garð erlendra aðila og algjör vanvirðing þess er varðar íslenska hagsmuni ætti að fyrirgera öllum rétti þeirra til að þiggja laun frá almennum skattborgurum landsins.

Demos (IP-tala skráð) 4.3.2013 kl. 20:01

14 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Demos.

Staða Þórólfs innan háskólans vekur spurningar um hvaðan Háskóli Íslands telur sig vera fjármagnaðan.

Spurningar sem ég ætla að enda þennan þríleik á. 

Fjármagnar þjóðin eða fjármagna bretar hann, fjármagnar þjóðin eða fjármagna vogunarsjóðir??

Hverra hagsmuna er hann að gæta??

En varðandi þetta með hin beinu landráð, þá er augljóst samkvæmt skýrum texta laganna að allavega þrír aðilar eru beint sekir um slíka hegðun.

Það eru  þau Jóhanna, Steingrímur og Sigrún Davíðsdóttir. 

Þau sannarlega unnu í þágu erlends valds.

Varðandi aðra ráðherra þá er það Landsdóms að meta, mér finnst samhengið ekki augljóst, en ekki mitt að meta.

Síðan eru mjög margir sekir um hlutdeild í fjárkúgun, það er að hafa að eigin hvötum logið, blekkt, falsað staðreyndir í þágu fjárkúgara.  

Loks má ekki gleyma að vísvitandi blekking til að fá einhvern til að skrifa undir fjármálagjörning, sem ICEsave þjóðaratkvæðið sannarlega var, sem honum ekki ber, er líka alvarlegt lagabrot.

Þar með erum við að tala um alla ICEsave áróðursvélina, fæstir eða engir voru að þessu í góðri trú.  

Og það vill svo skrýtilega til að þetta er sama fólkið og ver núna verðtrygginguna með kjafti og klóm, og barðist gegn leiðréttingu gengislána, og vill núna að þjóðin gerist þrælar vogunarsjóða, því eins og Gylfi segir, ekki má vera vondur við útlendinga.  

Þess vegna segi ég, að framboð sem segist berjast gegn verðtryggingunni, en snýst ekki gegn verkfærum andstæðingsins, er ekki í raun á móti.

Heldur er það í atkvæðasnapi, í leit að öruggum tekjum þingmannsins.

Sumt er bara svo augljóst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 4.3.2013 kl. 20:42

15 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Blessaður Ómar. Mér bara svona datt þetta í hug. Tel að þú sést ekkert með hátt egó til að senda þetta þangað. Líka hefur hún Rakel að koma með linka á flottar greinar þínar á facebook. Og hef ég þá hoppað hingað inn til að lesa Svo er flott fyrirsögn oft líka málið með

Mikið er ég svo sammála þér varðandi þetta hérna númer 14 hjá þér! Sérstaklega með atkvæðasnapið.

Guðni Karl Harðarson, 5.3.2013 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 609
  • Sl. sólarhring: 634
  • Sl. viku: 6340
  • Frá upphafi: 1399508

Annað

  • Innlit í dag: 522
  • Innlit sl. viku: 5377
  • Gestir í dag: 478
  • IP-tölur í dag: 472

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband