4.3.2013 | 08:30
Gáta.
Hvort skyldi uppgangur umferðar í febrúar tjá uppgang efnahagslífsins í þeim sama mánuði eða uppgang sumarblíðunnar sem hrjáði veturinn í febrúar, og hvað eru mörg öpp í því??
Veit ekki, það er með öppin, á ekki appsíma, en hins vegar veit ég að Hrannar hefur þegar samið stúf fyrir Jóhönnu að flytja um allar hinu skýru vísbendingar um uppbata efnahagslífsins eftir farsæla uppgangstjórn hennar síðustu fjögur ár.
Og mig rennir grun í að Jóhanna muni flytja stúfinn stolt, trúandi hverju orði sem Hrannar ljær henni í munn.
Og jafnvel Stefán Ólafsson mun semja pistil.
Um uppgang. Eða öpp.
Eða frjálshyggjuna fyrir Hrun.
Um allt nema þá bitru staðreynd að tugþúsundir heimila eru á síðustu metrunum.
Áður en gjaldþrotið eitt blasir við.
Kveðja að austan.
Mesta aukning í sjö ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:54 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 45
- Sl. sólarhring: 625
- Sl. viku: 5629
- Frá upphafi: 1399568
Annað
- Innlit í dag: 38
- Innlit sl. viku: 4802
- Gestir í dag: 37
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll félagi
Ég held að ég sé með svarið á gátunni. Niðurgangur og það ekki smá.
Afsakaðu en ég þurfti að hlaupa út eftir fersku lofti, það er eitt af því fáa sem blessuð velferðarstjórnin hefur ekki (enn) fundið upp á að skattleggja til heljar.
Kær kveðja að austan
Es. Sendi þér meil fljótlega þar sem ég segi þér svolítið af af mínum ferðum í austurvegi og nágrenni.
Umrenningur, 4.3.2013 kl. 19:20
Hlakka til að heyra frá þér Umrenningur góður.
En þetta er rétt hjá þér, það var ekkert app í þessu, en hvort þetta er iðrakveisa veit ég ekki.
Heyrumst.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.3.2013 kl. 20:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.