3.3.2013 | 18:53
Hefur þessi maður ekki gert nóg illt af sér??
Hann er einn af höfundum þess kerfis sem hrundi haustið 2008.
Hann ber ábyrgð á braskvæðingu atvinnulífsins.
Þegar raunveruleg framleiðsla var eyðilögð af fjárglæframönnum.
Allt það sem þjóðin fékk framan í sig haustið 2008 er mönnum eins og Þorsteini Pálssyni að þakka.
Verðtryggingin, ofurskuldsetning sjávarútvegsins vegna kvótabrasks, einkavinavæðingin.
Að ekki sé minnst á vörnina fyrir villta vestrið í fjármálageiranum. Öll aðvörunarorðin voru skotin í kaf af mönnum eins og Þorsteini Pálssyni.
Og hvað hefur þessi maður, með allt þetta á samviskunni, gert eftir Hrun??
Siðblindan og mannfyrirlitning þessa nýfrjálshyggjumanns er slík, að frá fyrsta degi barðist hann fyrir efnahagslegri gjöreyðingu íslensku þjóðarinnar.
Og frá fyrsta degi hefur hann upphafið hörmungar alþýðu þeirra landa evrusvæðisins sem hafa verst orðið úti vegna taumlausri græðgi fjármálamanna. Hluti Evrópu er skilgreindur sem neyðarsvæði og hans helsta og æðsta markmið í lífinu er að koma íslensku þjóðinni þangað.
Í hungurbiðraðir Evrópu, arðrænd og kúguð af vogunarsjóðum og öðrum ófreskjum hins siðblinda fjármagns.
Af hverju er Mbl.is að bjóða lesendum sínum upp á drottningarumfjöllun um mann sem sannarlega gengur erinda vogunarsjóða við að yfirtaka efnahagslíf landsmanna??
Hafa aðrir hag af upptöku evrunnar en þeir sem ætla sér að flytja ránsfeng sinn úr landi og skilja hér eftir sviðna jörð??
Af hverju er Fréttablaðið, snepill útrásarþjófanna, ekki látinn um svona rusl??
Hvaða fyrirlitning er þetta gagnvart fólki sem hefur haldið tryggð við Morgunblaðið því þrátt fyrir allt hefur Morgunblaðið ekki gengið erinda hins svarta fjármagns??
Hvað er að gerast bak við tjöldin, er Morgunblaðið að svíkja þjóð sína líka??
Er næsta skrefið að lýsa yfir stuðningi við ICEsave og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn??
Þegar Morgunblaðið er farin að bergmála Ruv þá er ljóst að Morgunblaðið stendur ekki lengur með þjóðinni.
Það fer ekki saman að vera blað þjóðníðinga og þjóðarinnar.
Jafnvel þó verðtryggingin sé undir.
Kveðja að austan.
Hefði átt að vinnast í haust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.3.2013 kl. 08:16 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Þorsteinn flokkast ekki sem nýfrjálshyggjumaður - hann er sennilega næst því að vera jafnaðarmaður sbr. að skoðanir hans og Sf. Hið opinbera þandist verulega út á árunum fyrir hrun.
Hvað gerði ræfilstuskan hann Þorsteinn sem leiddi til hrunsins? Maðurinn gæti ekki valdið hruni þó hann væri einræðisherra landsins.
Tek undir með þér varðandi það að Mogginn á ekki að eina einu dálksentímetra á Þorsteinn.
Helgi (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 20:11
Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin boða okkur nú í veislu um Bjarta framtíð:
Við undirritun samninga Verne Holdings ehf., Landsvikjunar og fleiri þann 26. febrúar 2008 um gagnaver á Keflavíkurflugvelli. Sitjandi eru Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvikjunar og Vilhjálmur Þorsteinsson stjórnarformaður Verne Holdings. Að baki þeim má m.a. sjá ráðherrana Össur Skarphéðinsson, Kristján Möller og Árna M. Matthiesen. Á bak við þá er Björgólfur Thor Björgólfsson. Mynd af vef Landsvirkjunar.
The Deep Throat (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 20:21
Davíð blessar Friðrik og Friðrik blessar Þorstein og Þorsteinn blessar Össur
og Össur blessar Vilhjálm og Vilhjálmur blessar Árna Pál og Árni Páll blessar Marshall
og Marshall blessar Guðmund og Guðmundur blessar Gnarr og Gnarr blessar Proppe
og þannig heldur sjóvið áfram alveg beinustu leið til helvítis og þar sniffa þeir gull
og Björgólfarnir eru kampakátir með sinn Straum og sinn Landsbanka feng.
The Deep Throat (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 20:41
Auðmanna elítan er komin í harða sókn og básúnar út í allar áttir að það sé ekki hægt að taka af verðtryggingu.
Ég hef ekki skilið af hverju greiðslubirði lána verði þyngri án verðtryggingar sérstaklega í byrjun.
Ég er að skrifa undir 30 ára lán á morgunn og greiðslan er sú sama allar 360 greiðslurnar, engin þingri greiðslubirði allan lánstíman.
Ef ég vill greiða lánið upp á skemmri tíma eins og til dæmis greiða meira en ég þarf mánaðarlega þá eru engin gjöld eða sektir fyrir það og höfuðstóll greiðist niður samkvæmt venjulegri mánaðargreiðslu og umframgreiðsluni.
Það er búið að heilaþvo mikin hluta almenings að það séu ekki til betri lán en verðtryggð lán. Þetta er auðvitað ekki rétt, ef svo væri, væru heimilin ekki að missa húsnæi sín í hundraða tali.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 3.3.2013 kl. 20:47
Sjáið þið ekki veizluna drengir?
Kjartan (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 23:46
Við þurfum engar fjandans kerlingar þegar við beztu karlarnir gerum okkar samninga og seljum svo Landsvirkjun.
Þær fengu Auði Capital á silfurfati (leyfðum þeim að stela ránsfeng undan okkur) og það er fjandans nóg fyrir þær. Drengir, nú seljum við landið og miðin eins og okkur sýnizt og þegi svo allt helvítis röflandi pakkið hohohohohoho.
Skál drengir, Bermúda skál og hoppum drengir, hoppum alveg hífandi kátir á ball með Jóni Ásgeri og fáum okkur sniff.
Kjartan (IP-tala skráð) 4.3.2013 kl. 00:47
Takk fyrir innlitið félagar.
Helgi, þú lærir það þegar þú lærir söguna.
Blessaður þú sem í djúpinu dvelur. Þetta er flottir menn, Hrunverjarnir, brosandi sælir og glaðir. Eitt vil ég samt taka fram, pistillinn sem slíkur er ekki andskotast út í gerðir Hrunverja fyrir Hrun, það þarf ekki að rífast um þær lengur, það hrundi jú allt. En ég geri mikinn greinarmun á þeim sem héldu áfram á ógæfubrautinni, og þeim sem snérust til varnar.
Sem þýðir að félagi Davíð er ekki lengur á skammarlistanum, ekki nema fyrir gunguháttinn að rassskella ekki þá blaðamenn sem vinna fyrir vogunarsjóðanna, þó það sé kölluð ritskoðun, það hefði allavega fyrirmynd hans með vindilinn og whiskýglasið gert.
Jóhann, þú veist að vatn frýs við 30 gráður á Íslandi, gull vex á trjánum, og hér er alltaf sól. Þess vegna höfum við líka verðtrygginguna.
Já Kjartan, það er boðið uppá nýja veislu, nema í þetta sinn er almenningur veisluföngin.
Og ég ætla ekki að skála.
En skammast alveg þar til ég verð hagyrtur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 4.3.2013 kl. 08:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.