Hvaða maður er þarna á myndinni??

 

Finnst ég eitthvað kannast svo við hann??

Skeggið minnir mig svo á myndir sem voru uppá vegg hjá eldri bróðir mínum, þegar hann þóttist vera kommúnisti í menntó.

Minnir mig á Árna Pál, en yfir honum einhver íhugull svipur, sem ber vitni um djúpa hugsun og jafnvel skarpskyggni.

 

Svo ekki getur þetta verið Árni Páll.

 

Djúphugull  maður bullar ekki svona um krónuna eins og Árni gerði í formannsslagnum.

"Krónan tekin af gullfætinum 1920" vegna þess gráðugir útgerðarmenn vildu ráðskast með launafólk.  Þetta var árið sem síldin skemmdist á hafnarbakkanum í Kaupmannahöfn, og seldist síðan á hrakvirði.  Þá skaffaði síldin svipað og álver í dag.  

Hvernig heldur fólk að gengi krónunnar héldist ef allur útflutningur á áli stöðvaðist??  Myndi innflutningurinn greiða sig sjálfur, til dæmis með Hekluvikri??

 

Árni Páll hefur ekki sést eftir að hann lét þessa vitlausu út úr sér.  

Það man enginn eftir honum, menn muna varla hvaða flokkur kaus hann sem formann.

Photoshoppuð mynd af einhverjum sem gæti verið Árni, en er hann samt ekki, kveikir á engum perum.

Þessi fyrrum vonarstjarna Samfylkingarinnar er einfaldlega ekki í umræðunni lengur.  

 

Hann vanvirti vitsmuni almennings, með hreinræktuðu bulli, hann fær ekki annað tækifæri.

Fólk spyr um efndir, hvar er skjaldborgin sem Jóhanna sveik okkur um??

Hvar er vörnin gegn handrukkurum hins alþjóðlega fjármagns sem eru langt komnir með að eyða innviðum samfélagsins?

Af hverju gáfuð þið vogunarsjóðunum bankanna?

Umræða um úldna síld á hafnarbakka í Kaupmannahöfn fyrir um 90 árum síðan, er ekki umræða sem fólk veitir athygli í dag.

 

Flokkarnir sem lugu að þjóðinni eru í frjálsu falli.

Ný gríma um gömlu lygarnar munu þar engu breyta.  

Fólk vill réttlæti.  

Núna, í dag.

Í þessu lífi.

 

Sá sem ætlar ekki að leiðrétta stökkbreyttu skuldirnar.

Sá sem ætlar ekki að skila almenningi aftur því sem bankarnir stálu.

Sá sem hugsar um dautt fjármagn en ekki fólk.

Sá sem talar um stjórnarskrá þegar fólk vill brauð.

 

Sá er maðurinn sem fer ekki á þing í næstum kosningum.

Kveðja að austan.


mbl.is Klárast ekki á kjörtímabilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: rhansen

Þakka frábærann pistil að vanda Ómar ....

rhansen, 2.3.2013 kl. 17:19

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Þakka fyrir þennan ágæta pistil Ómar.

Ég er nú búinn að vera að hvetja fólk áfram um að krefjast réttlætis. Það er kominn tími til að fólk standi saman!

Guðni Karl Harðarson, 2.3.2013 kl. 18:50

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Getur verið að þetta sé 110% maðurinn í dulargerfi sem prýðir photoshoppuð myndina?

Magnús Sigurðsson, 2.3.2013 kl. 20:56

4 identicon

Þetta er sami skeggjaði gaurinn og skemmtarinn í Bjartri framtíð.

The Deep Throat (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 22:41

5 Smámynd: Sandy

Ég er þeirrar skoðunar eftir að hafa rýnt í myndina nokkuð lengi að þarna sé maðurinn sem setti á lögin um breytilega vexti aftur í tímann á gengislánin,lögin sem dæmd voru ólögleg í Hæstarétti og enginn innan bankaelítunnar skilur.

Sandy, 3.3.2013 kl. 07:55

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið gott fólk.

Það eru líkindi með þessum tveimur mönnum, og hugsanlega hefur tæknin  náð það langt að hægt sé að Photoshoppa Árna Pál svo hann líti gáfulega út.

En samt, ég hélt að tæknin réði ekki við allt.

Spurningin er hvort þetta sé ekki bara leikari, einhver sem á að leika formann í flokki án fortíðar, flokki sem heldur að ennþá sé ástandið gott í Evrópu og evran allra meina bót.

Eða minnislaus maður þar sem fortíðin hefur verið þurrkuð út.

Sem kannski skýrir að hann sé að tala um stjórnarskrána í dag, en ekki verðtryggðu lánin.

En Árni Páll, nei andskotinn.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.3.2013 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 449
  • Frá upphafi: 1412811

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 388
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband