2.3.2013 | 08:34
Fallisti í fegrun.
Verður eftirmæli síðasta landsfundar flokksins.
Þar var reynt að útbúa grímu yfir þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn hefur í reynd verið þriðji stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar, því stefna ríkisstjórnarinnar, stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er stefna Sjálfstæðisflokksins.
Að slá skjaldborg um fjármagn.
Eini sýnilegi ágreiningurinn hefur verið áherslumunurinn á hvernig skepnunni, þjóðarskepnunni væri slátrað.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lagði til blandaða leið, hækkun skatta og niðurskurð, en gaf ekki upp hlutfallið í forskrift sinni.
Um það hafa staðið linnulausar deilur allt kjörtímabilið þar sem sitthvor fylkingin í áhangandahópi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur deilt hart um túlkun á spámannsins orðum.
Við viljum minni skatthækkanir, meiri niðurskurð segja Sjálfstæðismenn, við viljum hærri skatta og minni niðurskurð segja flokkarnir sem formlega eru í ríkisstjórn.
Niðurstaðan sú sama, mismunandi sár á þjóðarlíkamanum þar sem blóðið seytlar hægt og hljótt út við undirleik Hörpunnar eins og í öðrum búðum forðum.
Þegar spámaðurinn tekur af skarið og sendir út þann boðskap að ríkisstjórninni hafi gengið vel að framfylgja undirritaðri (af Sjálfstæðisflokknum) efnahagsáætlun sjóðsins, þá hefur viðkvæðið verið hjá forystu Sjálfstæðisflokksins að taka það skýrt fram, að það sé það eina góða við störf núverandi ríkisstjórnar.
Í ljósi þess að ríkisstjórnin hefur ekkert annað gert en að lúta orðum og fyrirmælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þá er ljóst að gjáin er ekki mikil á milli þessa tveggja fylkinga stuðningsflokka AGS á Íslandi. Vart stærri en strik á blaði.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var hugsaður sem einhvers konar fegrun á þessari staðreynd.
Þar komu konurnar í pelsunum, sem þær höfðu fengið afskrifaðar, og sögðu fólkinu með sultardropana í nefinu, smá atvinnurekendum, milli atvinnurekendum, stór atvinnurekendum, að aðalatriðið væri að borga sínar skuldir, eins og þær höfðu gert með því að fá þær afskrifaðar gegn því gjaldi að þáverandi stærsti flokkur landsins stæði með verðtryggingunni, og þær myndu auðvelda þeim að borga hinar stökkbreyttu skuldir.
"Við auðveldum ykkur að borga skuldir ykkar."
Og fólkið með sultardropana snýtti sér og hélt heim.
Gaf síðan upp stuðning við Sigmund Davíð í næstu könnun Gallup.
Vanvirðingin við vitsmuni þeirra gekk ekki upp.
Kveðja að austan.
Töluvert samræmi á milli kannana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.