25.2.2013 | 08:36
Bjarni boðar baráttu gegn þjóðinni.
Boðar skjaldborg um hinar stökkbreyttu skuldir.
Það er gjald forystunnar fyrir hinar afskrifuðu skuldir sínar.
Og sjálfstæðismenn fylgja eftir, búnir að gleyma hvað felst í því að vera sjálfstæður maður. Búnir að gleyma að sjálfstæður maður berst gegn kúgun, ofríki, ánauð.
Því frelsi er forsenda sjálfstæðis.
Við lifum einstaka tíma, aldrei áður hefur siðlaust fjármagn reynt að setja manninn í hlekki. Og þá ekki einstaka menn, heldur mannkyn allt.
Siðleysi, sérhyggja, innri aumingjaskapur eru þeir lestir sem fjármagnið höfðar til.
Hagtrúarbrögðin, frjálshyggjan er verkfærið til að ná markmiðum hinna ofurríku sem vilja gína yfir öllu mannlífi, með fólk sem kostnað, ekki manneskjur.
Afleiðingin er ögurstund mannsins, ef hann snýst ekki til varnar, verða samfélög hans brotin niður.
Fólk skuldaþrælkað, arðrænt, örbirgð og fátækt verða reglan, ekki undantekning.
Velferðin sem batt enda á stéttastríðin, verður brotin niður, verður markaðsvara, ekki samtrygging. Ekki lím sem heldur samfélaginu saman.
Óhjákvæmilega mun hinn þrælkaði arðrændi maður snúast til varnar líkt og hann gerði á dögum stéttastríðanna.
Tími sundrungar, átaka, ofbeldis.
Þetta er sú framtíð sem hinn sjálfstæði maður í Sjálfstæðisflokknum býður glaðbeittur börnum sínum uppá.
Svo mikil er firring hans.
En einu sinni voru sjálfstæðir menn í sjálfstæðisflokknum, sjálfstæðismenn.
Þekktu muninn á réttu og röngu, fylktu liði undir kjörorðinu, Gjör rétt, þol ei órétt.
Þeir skyldu hvað fólst í hinni fornu speki, að vera öll á sama báti.
Þeir skildu inntak þess sem ég sagði í pistlinum Tími hinna hefðbundnu lausna er liðinn.
Þeir skildu inntak hans því hann var í anda þess eðlis sem kennt er við sjálfstæði.
Og sama hvað þeir segja, sama hvaða stóryrði sem þeir nota til að kæfa sinn innri mann, þá skilja þeir hann ennþá.
Því þó forystan hafi þurft að semja um skuldir sínar, og þurft að selja þjóð sína í staðinn, þá samdi hún ekki um sálirnar.
Ekki vegna þess að viðsemjandinn, hið svarta fjármagn, hafi ekki viljað kaupa þær, heldur vegna þess að hún bauð þær ekki til sölu, hún hafði ekki yfirráð yfir þeim, og ég held að innst inni hafi það heldur aldrei komið til greina.
Sál sjálfstæðs manns er ekki föl og hún mun brjóta af sér hlekki skuldaoksins, hún mun rjúfa samkomulag hinna afskrifuðu.
Til að hjálpa henni við það, því nokkrar sjálfstæðar sálir lesa þetta blogg að staðaldri, ætla ég að birta á eftir pistil minn um samstöðu þeirra sem eru á sama báti og þola ei órétt.
Eins er ætlunin að slá saman örpistil um af hverju frjálshyggjan hatast við kristnina, því kristnin er andstæða hennar og höfuðandstæðingur. Ekki langt, ekki ítarlegt, aðeins að drepa á grunnstaðreyndir mála.
En meir um það seinna.
Kveðja að austan.
Við sjáumst í baráttunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 500
- Sl. sólarhring: 684
- Sl. viku: 6231
- Frá upphafi: 1399399
Annað
- Innlit í dag: 423
- Innlit sl. viku: 5278
- Gestir í dag: 389
- IP-tölur í dag: 383
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjallarnir boða fyrirsát um heimilin.
Seiken (IP-tala skráð) 25.2.2013 kl. 09:23
Hvað sagði ekki stórsöngvarinn Egill Ólafsson um Icesave?
Jú, nú stefnir hin íslenska pólitíska elíta að því að senda íslensk börn í kolanámur heimsveldisins.
Það er hin bjarta framtíðarsýn sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur.
Minnir helst á Krónos sem át börnin sín ... tekst mæðrunum að koma börnunum undan í skjól?
Eða ríkis hér ískalt feðraveldi Krónosanna með Hönnu Birnu sem gluggaskraut og tálbeitu
í fyrirsátinni um íslensk börn almennings?
The Deep Throat (IP-tala skráð) 25.2.2013 kl. 12:11
Blessaðir félagar.
Ef þið viljið fræðast, lesið þá nýjasta pistil minn.
Ef einhver les hann, þá gæti ég alveg tekið uppá því að skrifa annan.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 25.2.2013 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.