Hvað skýrir öfugmælin??

 

Hvernig getur fullorðið bláedrú fólk bullað svona eins og fram kemur í þessari fyrirsögn, "Fyrirheit í þágu heimila".   Og klykkt út með þessu "Að ráðast að rót vanda íslenskra heimila með skulda- og skattalækkunum."  Þegar rótin er hinar stökkbreyttu skuldir verðtryggingarinnar.

Þetta er ekki landsfundur Norður Kóreska kommúnistaflokksins þar sem þrælkunarvist býður þeirra sem klappa sig ekki sára.

Er verið að reyna að slá Samfylkingarháðið, Skjaldborg um heimilin, út með ennþá meiri öfugmælum??

 

Skoðum staðreyndir um hinar stökkbreyttu skuldir.

 
"Samtals 445 milljarða sem hafa bæst við skuldir heimila án þess að þau hafi á nokkurn hátt skapað þær skuldir með aðgerðum sínum. Slík lögbundin eignatilfærsla frá almenningi án verðmæta á móti er líklega einsdæmi í veröldinni. " (Sigurbjörn Svavarsson rekstrarfræðingur).

 

Þetta eru skuldirnar  sem heimilin eiga ekki að greiða og standa ekki undir.  Vítisvél þjófatryggingarinnar hækkar skuldirnar sama hvað fólk gerir.  

 

Gegn þessari vítisvél og hinum stökkbreyttum skuldum stefnir Sjálfstæðisflokkurinn þeirri lausn að skera niður almannaþjónustu svo eigendur hinna verðtryggðu skulda fái hærra endurgreiðsluhlutfall, og að þeir fái séreignasparnað fólks, eitthvað sem þeir geta ekki gengið að við gjaldþrot fólks.  Og síðan þegar síðasti blóðdropinn hefur verið kreistu út úr fólki, þá felst náðin í að fólk má yfirgefa húsin sín án eftirmála, en búin að tapa öllu, því fé sem það lagði upphaflega í húsnæðiskaupin, séreignarsparnaði sínum, og öllu því sem það hefur borgað uppí lánið.

Allslaust, slippt og snautt fær það að byrja uppá ný í anda hinna kristilega gilda sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur svo mikla áherslu á.

Og þetta er kallað Fyrirheit í þágu heimila.

 

Önnur öfugmæli, ekki síðri vitglöp sem bláedrú fólk gerir sig ekki sekt um er að lofa á sama tíma, tafarlausum aðgerðum til að ná jafnvægi í ríkisfjármálum, lækka skatta, nýta skattkerfið til að vogunarsjóðirnir fái meir upp í hinar stökkbreyttu skuldir, og um leið lofa þessu.

 

Að tryggja grunnþjónustu fyrir alla landsmenn og standa vörð um velferðina.

 

Hvar ætla menn að fá peningana??

 

Gatið er 80 milljarðar sem flokkurinn segist ætla að stoppa uppí einn tveir og þrír.

Og á sama tíma lækka skatta.  

Og á sama tíma nýta skattkerfið til að auðvelda fólki að greiða hinar stökkbreyttu skuldir.

 

Jafnvel blindfullir menn eftir stanslaust  þriggja ára fyllerí, sæju að eitthvað er bogið við þessa framsetningu.

Þeir hafa jafnvel fengið fréttir um afleiðingar þessa stefnu Sjálfstæðismanna fyrir þau ríki Evrópu sem glíma við efnahagserfiðleika og ríkissjóðshalla.

 

En hinir bláedrú fulltrúar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins kynna þessa stefnu fyrir þjóðinni án þess að blikna eða roðna.

Hvað er að, hvað veldur.

 

Hvað fær skýrt hin algjöru vitglöp???

Vill flokkurinn þurrkast út af þingi eins og VG??

 

Eða verður hann að hlýða???

Kveðja að austan.


mbl.is Fyrirheit „í þágu heimilanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Þessir aular eru ekki að skilja almúgan enda borðar almúginn ekki gull í morgunmat líkt og þessir fáráðlingar glætan að þeir fái mitt atkvæði. Verðtrygginguna burt strax síðan er hún líka ólögleg svona til að bæta gráu ofan á svart.

Elís Már Kjartansson, 24.2.2013 kl. 18:36

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Elís.

Vissulega er verðtryggingin ólögleg, en ólög er jafn röng þó þau séu lögleg.

Siðuð þjóð lögbindur aldrei þjófnað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.2.2013 kl. 22:26

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er ekki siðað fólk, heldur þykist bara vera það, sem er eitt versta form siðleysi sem til er.

Svo eru slagorðin stolin og í engu samræmi við málefnaáherslurnar. Niðurstaða: falsmynd.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.2.2013 kl. 08:48

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Nei Guðmundur, enda sáu þau að sér.

Slagorðin eru stolin, rétt er það, enda liggja þau óvarin á víðavangi.

Er ekki Dögun að þessu líka í atkvæðasnapi sínu??

Og eru ekki Hagsmunasamtök heimilanna í vasanum á Dögun??

Þjófar komast upp með þjófnað, á meðan fórnarlömb þjófanna leita skjóls hjá útsendurum þjófanna.

Það ættu einhverjir að vera farnir að kveikja eftir fjögurra ára árangurslausa baráttu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.2.2013 kl. 09:12

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er á svona samkomum og í vinnunni sem fábjánar fá frábærar hugmyndir, jafnvel blá edrú. Þetta myndi ekki nokkrum manni detta í hug að láta út úr sér heima hjá sér.

Magnús Sigurðsson, 25.2.2013 kl. 14:55

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús, sniðugt að þú skulir kíkja við núna á þessum pistli sem hefur orðið öfugmæli í heiti sínu.

Ég var einmitt að kíkja á pistil eftir þig sem ég geymdi í fælum mínum, sem heitir Öfugmæli.

Þar rakst ég á þessi orð sem gætu útskýrt öfugmæli þess að hinn sjálfstæði maður ákvað að ganga sjálfviljugur í þrælakistu fjármagnsins að boði flokksforystu sinnar.

"Þó við viljum trúa því að ríkinu sé ætlað að gæta jafnræðis meðal þegnanna, þá er því ætlað að flokka þá og hafa að tekjulind.  Þetta er gert á skipulegan hátt sem viðgengist hefur um aldir.  Óendanlegar reglur hafa verið settar um hvernig samskipti fólks skulu vera.  Hvert viðvik, greiði eða velvild í samskiptum þegnanna skal verðleggja í gegnum vinnu og gefa upp til skatts.  Innræting ríkisins er svo öflug að við trúum því að þannig fáum við réttlátari skiptingu gæðanna og við sjálf séum höfundar kerfisins.  Jafnvel eftir hrun þar sem ríkisvaldið stendur strípað, líkt og keisarinn forðum, er ætlast til að afrakstur vinnu okkar renni í formi skatta til glæpamanna sem brutu öll siðferðisviðmið náungakærleikans.   Allir trúa á eigið sakleysi og þeir sem gerðu rangt eru einhverjir aðrir."

Það er einhver blinda í gangi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.2.2013 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband