21.2.2013 | 19:40
Drög að aftöku þjóðar undir merkjum háðs.
Sjálfstæðisflokkurinn samdi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um gjaldþrot íslensku þjóðarinnar.
Áætluð greiðslubyrði var þannig að þjóðin reis ekki undir því.
Heimild, viðskiptablað Morgunblaðsins.
Eftir að forystu flokksins mistókst að fá samþykkta tillögu um aðild að Evrópusambandinu, ákvað fjármagnið að skipta flokknum út, og amtörar fengnir í staðinn inní ríkisstjórnina.
Þeim mistókst að gera þjóðina gjaldþrota.
Í dag hófst landsfundur Sjálfstæðisflokksins þar sem frjálshyggjuarmur hans leggur beint til aftöku þjóðarinnar.
Efnahagsáætlunin sem forysta flokksins leggur til, er þrautreynd hjá Evrópusambandinu, 30% samdráttur, yfir 50% atvinnuleysi hjá ungu fólki, 20-30% atvinnuleysi almennt, launalækkanir, örbirgð.
Stefna sem heitir að ná jafnvægi í ríkisfjármálum með niðurskurði.
Í henni er reyndar viss miskunnsemi fólgin, amatörarnir sem núna stýra þjóðinni, hafa verið sakaðir um að taka heilbrigðiskerfið af lífi á hægan og kvalafullan hátt, Sjálfstæðisflokkurinn ætlar bara að taka það af lífi, strax, án kvala, án þess að um hægfara dauðastríð verði að ræða.
Fá plúss fyrir að þykjast ekki vera annað en þeir ætla vera.
"Gjöreyðing efnahagslífsins" blasir við ef ekki er tekist á við vogunarsjóðina sagði Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður flokksins í alvöru grein, ekki froðusnakki, og uppskar pólitíska aftöku. Vogunarsjóðirnir kunnu ekki að meta sannsögli hans.
Forysta Sjálfstæðisflokksins segir að snjóhengjan sé ekkert vandamál, vogunarsjóðirnir séu ekki svo vondir, og svo ég vitni í gúrú flokksins, þá eykur það hagvöxt á heimsvísu að fjármagn sé flutt úr íslenska hagkerfinu og fjárfest fyrir það í hinu alþjóðlega hagkerfi, þrælabúðum Kína eða Víetnam.
Hannes sagði þetta reyndar þegar sægreifarnir sugu fé úr sjávarútveginum og skildu skuldir sínar eftir, en rökvísi hans á líka um það athæfi vogunarsjóða að ryksuga upp hagkerfi, það fé sem þeir sjúga til sín, kemur fram sem fjárfesting fyrr eða síðar á öðrum stöðum þar sem blóðarðs er von.
Svo hefði efnahagsstefna Evrópusambandsins sett landið hvort sem er á hausinn, svo ég vitna aðeins í Bjarna formann, í viðtali við Sigurjón Egilsson, "vandinn er ekki eins alvarlegur og af er látið".
Og það er stefna flokksins gagnvart vogunarsjóðunum, stefna sem framkallaði þessi alvarlegu orð Tryggva.
En hæðnin nær áður óþekktum hæðum, slær við húmornum í Sovétinu þegar auðn sveita Úkraínu var kölluð framþróun, þegar flokkurinn setur Heimilin í brennidepli.
Verðtryggingin er að sliga heimili landsins, og Sjálfstæðisflokkurinn kann ráð við því.
Beita skattakerfinu og auðvelda fólki að taka út lífeyrissparnað sinn svo það geti greitt hinar stökkbreyttar skuldir.
Stalín rændi bændur og seldi afurðir þeirra á erlendum mörkuðum, því honum vantaði skotasilfur til að fjármagna fyrstu 5 ára áætlun sína um uppbyggingu stóriðnaðar. Og kallaði það rán, og þau hungurmorð sem því fylgdu, framþróun, uppbyggingu, en samt, iðnaðurinn var í brennidepli, hann fékk peningana, sveitirnar voru bara í framþróun minnkandi framleiðslu og óáran.
Sjálfstæðisflokkurinn afhendir vogunarsjóðum heimi landsins sem beitarlönd verðtryggingarinnar, og til að það sé öruggt að þeir fái sitt, þá er ríkissjóður fenginn til að létta heimilum landsins að standa í skilum með það sem sjálfstæðismenn kalla, "skuldir" fólks, en er klár þjófnaður rangra verðbólguútreikninga.
Og ef ske kynni að það ætti einhvern aur inná reikning, sem vogunarsjóðirnir gætu ekki náð í við gjaldþrot fólks, þá er fólki gert kleyft að framlengja dauðastríð sitt með því að tæma þessa reikninga og afhenda vogunarsjóðunum það sem inná þeim er.
Og hæðnin er algjör, auðnin og dauðinn er í þágu heimilanna. Þau er í brennidepli, ekki sá sem hirðir aurinn eins og var hjá Stalín.
Svona er framþróun áróðursins, eitt skrímslið lærir af öðru.
Og forysta Sjálfstæðisflokksins getur sagt með sanni, að á eftir stóð EKKI hnípin þjóð í vanda.
Það stóð engin þjóð eftir.
Hún var tekin af lífi í útrýmingarbúðum fjármagnsins.
Þannig endaði arfleið Bjarna Benediktssonar og Ólafs Thors.
Endaði í skrímsli sem eirði ekki þjóð sinni.
Eða hvað??
Er ennþá fólk í Sjálfstæðisflokknum.
Fólk sem er sjálfstætt, sem er heilt, sem er ærlegt, og sem er mennskt.
Fólk sem hefur alið af sér líf, og vill að það lífi eigi rétt til lífs.
Sem frjáls maður, sem sjálfstæður maður.
Sem Íslendingur, búandi í landi feðra sinna.
Í landi sem er frjálst og sjálfstætt.
Úr því verður skorið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins núna um helgina.
Svo ég geri orð Leifs Muller af einkunnarorðum þessa mikilvæga landsfunds.
"Býr Íslendingur hér".
Ég held það, en ég get haft rangt fyrir mér.
Kveðja að austan.
Heimilin í brennidepli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 1653
- Frá upphafi: 1412767
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1473
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er hressandi dúndra Ómar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 22:52
Blessaður Pétur.
Þetta er rammi um næstu pistla.
Greining á helför þjóðarinnar sem verður þegar núverandi forysta Sjálfstæðisflokksins leiðir næstu ríkisstjórn.
Til að geta sagt, sagði ég ekki.
Svo kemur eftir helgi, og þá eru verkefni bloggsins búin í bili, lítt gaman að skamma án þess að geta bent á valkost.
Framboðsdvergur er ekki valkostur, aðeins ávísun á að færri atkvæði þurfi að safna fyrir flokka vogunarsjóðanna, til þess að þeir ráði öllu.
Allavega, þrír pistlar í viðbót um íhaldið mitt, þeir koma um helgina.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.2.2013 kl. 23:38
Framþróun áróðursins? Átt þú bara ekki eftir að sitja nokkra tíma í hagsögu í viðbót?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.2.2013 kl. 08:50
Nei Elín, ég hef lifað nútímann, en af hverju spyrðu??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.2.2013 kl. 12:19
Þú sast í hagsögutíma síðast fullur skilnings. Núna talarðu um skrímsli og framþróun. Kannski vantar bara smá leiðsögn - til skilningsauka.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.2.2013 kl. 13:51
Já Elín, það eru aðeins skrímsli sem gera þjóð sína viljandi gjaldþrota í þágu fjármagns.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.2.2013 kl. 13:59
Þannig endar sú saga. Þjóðin sem Bjarni übermensch Benediktsson leiddi úr torfkofunum varð einhverju skrímsli að bráð.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.2.2013 kl. 14:23
Ómar, ég er ekki endilega sammála öllu í þessum pistli þínum, en tilvísun þín til hagstjórnar í Ráðstjórnarríkjunum er réttmæt. Þú hafðir rétt eftir Bjarna:
Þessi aðferð er nákvæmlega sú sem Steingrímur J. Sigfússon boðaði fyrir nokkrum dögum. Ríkisvaldinu er ætlað að hafa alla þræði í hendi sér og beita sértækum ráðum við skuldavanda heimilanna. Ætlunin er að lofa meiru en efnt verður og einangra einstaklingana, þannig að þeir verði fullir þakklætis fyrir brauðmolana. Við munum áfram búa við kommúnisma í boði Sjálfstæðisflokks og VG, samanber Seðlabankann og torgreindu peningastefnuna. Munu þessir flokkar mynda helmingastjórn að loknum kosningum?Loftur Altice Þorsteinsson.Samstaða þjóðar, 22.2.2013 kl. 14:27
Blessuð Elín.
Þú mátt hafa eyðingu vestrænna samfélaga í flimtingum, en ég geri það ekki.
Loftur, það væri lítt gaman í þessum heimi, ef menn yrðu sammála um allt.
En það sem menn eiga að vera sammála um, er að samfélög okkar séu fyrir fólk, og í þeim ríki hagsæld og velmegun.
Það var það sem sameinaði okkur í andófinu gegn ICEsave.
Ég spái reyndar samstjórn Samfylkingar, bæði þeirrar litlu og stóru, og Sjálfstæðisflokksins, og endirinn verði smánuð þjóð í vasa Brussel.
Sama fólkið og þú barðist gegn Loftur á auka landsfundinum sem haldinn var í janúar 2009, stjórnar flokknum í dag.
Það hefur ekki breytt um skoðun, aðeins taktík.
Og furðulegt að svona skýr maður eins og Davíð Oddsson skuli ekki sjá í gegnum þetta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.2.2013 kl. 15:17
Ég er að vísa í hagsögulegar staðreyndir Ómar. Maðurinn leiddi heila þjóð út úr torfkofunum eins og þú sagðir. Það er sannkallað þrekvirki. Og skrímslið er alfarið þitt. Varstu kannski að grínast? Ég hélt að þetta væri hagfræði.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.2.2013 kl. 15:33
Nei Elín, rangt að öllu leiti.
Bjarni Benediktsson eldri var einn af fjöldamörgum mönnum sem leiddi þjóðina út úr torfkofunum.
Skrímslið er raunverulegt og lét fyrst á sér kræla uppúr 1970.
Náði völdum yfir akademíunni með skipulagðri kostun hagtrúar sem kennd var sem hagfræði.
Yfirtók vestræn stjórnmál um og uppúr 1990.
Leiddi að lokum til hrun fjármálakerfa Vesturlanda 2008.
Hvað þessu skrímsli gengur til má segja með mögum orðum, á margan hátt. Ein sú betri í fáum orðum er þessi tilvitnun í Peter Joseph;
Ómar Geirsson, 22.2.2013 kl. 15:57
Málflutningur Bjarna Benediktssonar um peningastefnu fyrir Ísland er óskaplega rýr. Hann fullyrðir að það sé »mikið hættuspil að taka upp nýgjan gjaldmiðil þegar nauðsynlegar forsendur skortir«. Bjarni er greinilega búinn að gleyma efnahagshruninu 2008, þegar gallar flotgengisins komu í ljós með skýrum hætti. Raunar hefur torgreinda peningastefnan verið stóri bölvaldur almennings í nærstum 100 ár. Höfðingjarnir hafa hins vegar sópað til sín eignum í hverri gengisfellingunni á fætur annari. Bjarni ætti að láta aðra um að ræða peningamálin, því hann hefur ekkert vit á þeim. Sérstaklega ætti hann að taka tillit til viðhorfa Viðskipta og efnahagsnefndar Sjálfstæðisflokks, sem einróma lagði til að Landsfundurinn beitti sér fyrir upptöku fastgengis. Allar forsendur eru fyrir hendi til að taka upp erlendan gjaldmiðil eða koma á fót myntráði. Hvort tveggja er öruggt fyrirkomulag fastgengis. Að fullyrða að það sé hættuspil að taka upp nýgjan gjaldmiðil er alger þvættingur. Loftur Altice Þorsteinsson.
Samstaða þjóðar, 22.2.2013 kl. 16:47
Ég er 100% ósammála þér hvað Bjarna og þjóðina varðar. En jú, við munum örugglega fá nýtt höfuð á sama búk.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.2.2013 kl. 16:51
Það ærir óstöðugan og vafalaust fleiri þetta með Bjarna Ben. og Bjarna Ben. Annar verður að kallast hér Bjarni Ben. Sr. og hinn Bjarni Ben. Jr.
Eða þá bara Sr. Bjarni og Jr. Bjarni sem þó er ekki alls kostar rétt því þeir eru frændur, en ekki feðgar.
The Deep Throat (IP-tala skráð) 22.2.2013 kl. 18:57
En nýsumsk hins og fræðumsk þess, að svo er einnig Sr. Halldór í Holti að pota í helgidæmi Jr. Bjarna.
The Deep Throat (IP-tala skráð) 22.2.2013 kl. 19:01
Ég þóttist að þú værir það Elín þó þú hafir gefið þér tíma til að segja mér það. Hinsvegar er erfitt fyrir þig að vera bæði 100% ósammála mér um bæði Bjarna og þjóðina, því ég reikna með að þjóðin kjósi Bjarna sem næsta forsætisráðherra.
Loftur, það þýðir ekkert annað fyrir þig en að hamra á þessu, menn verða vera fylgnir sér.
Blessaður þú sem í Djúpinu dvelur.
Óstöðugleiki er hin hliðin á peningnum, annað höfuðelement sköpunarinnar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 22.2.2013 kl. 20:01
Frá mínum bæjardyrum séð var það ekki Bjarni Benediktsson sem kom þjóðinni út úr torfkofunum Ómar. Þar er ég 100% ósammála þér. Þjóðin sá alfarið um það sjálf. Ég hef ekki hugmynd um hver verður næsti forsætisráðherra. Einhver verður það. Við getum verið 100% sammála um það.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.2.2013 kl. 20:51
'Eyðing þess sem koma skal sjáum við gleggst í Grikklandi, Portúgal og á Spáni' Það mun aldrei ske. Spánverjar voru ekki 100.000 árið 1900.
kristjanerl (IP-tala skráð) 23.2.2013 kl. 02:27
Blessuð Elín.
Ég sagði nú reyndar fleiri en Bjarni, og þeir fleiri voru á fleirum sviðum þjóðfélagsins en í pólitík, og í fleiri flokkum en í Sjálfstæðisflokknum.
En þó forysta spretti upp úr því umhverfi sem hún tilheyrir, þá er það forysta sem teymir, forysta sem leiðir, og það gerist ekkert af sjálfu sér.
Uppbygging íslensk þjóðfélags á síðustu öld, þar sem í upphafi þeirrar uppbyggingar var ekkert til í þjóðfélaginu annað en nokkrar bækur, er einstök, og að baki lá skýr sýn um sjálfstæða þjóð sem stæði öðrum þjóðum jafnfætis.
Eins er aumingjaskapurinn eftir Hrun einstakur, að svara ekki árás erlends valds, og skilja náungann eftir í skítnum eftir með sínar stökkbreyttu skuldir.
Aðeins aumingjar í forystu eru skýring þess.
Genin eru þau sömu hjá þjóðinni í báðum tilvikum.
En það er gott að vera sammála Elín, jafnvel við Vaðlvíkingar ráðum við það, já það verður einhver forsætisráðherra eftir kosningar.
En maður verður það ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.2.2013 kl. 07:43
Blesaður kristjanerl.
Eyðing þjóða, eða samfélga, eða efnahagslífs, er ekki tengd við tölur, talan 100.000 getur haft eitthvað gildi í talnaspeki, en ekki í þessu samhengi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.2.2013 kl. 07:44
Ómar. Trúirðu því virkilega að ráðandi stéttir hafi breyst í frelsandi engla þegar skríllinn flutti á mölina en síðan hafi einhver andskotinn gerst einhvern tímann upp úr 1970? Hvaða spunatrúður andskotans laug því að þér?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.2.2013 kl. 11:10
Veit það ekki Elín, hef aldrei hugsað út í það eða haldið því fram.
Notaði ekki orðið skríll yfir breytinguna sem varð á atvinnuháttum eða hið gamla orð úr stéttarbaráttunni, hinar "ráðandi stéttir". Hvað þá að ég talaði um frelsandi engla eða einhver andskotinn hafi gerst einhvern tímann upp úr 1970.
Ég talaði um forystu, og ef þú átt við að hin ráðandi stétt sé borgarastéttin, þá kom forystufólk þjóðarinnar víðar að, og sú þróun sem átti sér stað átti sér víðar rætur.
Og það er bara þannig Elín að fólk leiðir sig ekki sjálft, mannfræðingar kunna engin dæmi um það, þó hafa þeir ná að rannsaka einangraða ættbálka sem hafa lítt samneyti haft við umheiminn í árþúsundir.
Og varðandi þróun íslensks samfélags, þá gerðist reyndar mikið uppúr 1970, en þá var endanlega lögð drög að nútímavæðingu þjóðarinnar með stórátaki í atvinnuuppbyggingu, fjárfestingu í menntun, heilsugæslu og samgöngum.
Afrakstur þess er síðan þau lífskjör sem þjóðin hefur búið við á síðustu árum, og eiga nú undir högg að sækja vegna afráns.
Og Elín, ég læt ekki ljúga að mér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.2.2013 kl. 15:07
Þú ert að búa til helgimynd úr spillingu. Ef það er ekki gargandi háð þá veit ég ekki hvað.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.2.2013 kl. 16:05
Blessuð Elín?
Um hvaða spillingu ertu að tala, og hvaðan hefur þú heimild um slíkt??
Ertu ekki að rugla saman hugtökum, til dæmis um völd versus spillingu??
Eða ójöfnuði eða ójafnri tekjudreifingu??
Ekki ætla ég að halda því fram að heimurinn sé fullkominn, hann er eins og hann er.
En ákveðin hugtök eru notuð til að lýsa honum, sum eru mælanleg, önnur ekki.
Spilling er eitt af því sem hefur verið mælt lengi og þjóð okkar kemur ekki illa út úr því dæmi.
Og ég get ekki að því gert, mig langar að vita við hvaða gögn eða heimildar þú notar þegar þú notar orðið helgimynd þegar ég bendi á þá einföldu staðreynd að engin dæmi eru í nútímasögu um önnur eins umskipti hjá einni þjóð, úr algjöri örbirgð, þar sem ekkert var til, hvorki húskostur, tæki, innviðir, eða atvinnuhættir sem voru að stofni til frá nýsteinöld, á ekki skemmri tíma.
Umskiptin hófust með aldamótakynslóðinni uppúr 1900.
Veistu önnur dæmi eða heldurðu að eitthvað svona gerist á sjálfu sér á harðbýlu skeri langt út í ballarhafi þar sem eina sem nóg er af, er grjót??
Hvað þá í fámenni sem taldi rétt um 100.000 þegar umskiptin urðu.
Útskýrðu nú mál þitt, þú hlýtur að gera þér grein fyrir að fullyrðingar stjórnast af orðum, og öllu er hægt að slá fram.
Spáðu í það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.2.2013 kl. 16:27
Ég benti þér á bókina Þjóð í hafti. Þar er víða talað um spillingu og óréttlæti sem þreifst og hefur þrifist í skjóla stjórnmálaflokkanna. Þú sýndir hvoru tveggja - furðulegt nokk - mikinn skilning. Skrímslið sem þú talaðir um er skilgetið afkvæmi spillingar. Það varð ekki til úr engu.
“Skattfríðindi samvinnufélaganna voru mjög á döfinni á þessum árum þegar verslunarálagning var lækkuð niður úr öllu valdi. Á [...] fundi kaupsýslumanna 1948 sagði Eggert Kristjánsson m.a.: ‘Verslun samvinnumanna er rekin með þeim hætti í dag, að ég sé lítinn mun á henni og rekstri hlutafélaga í verslun, eða einstaklinga, þar sem þeir selja jafnt og sækjast jafnt eftir viðskiptum við utanfélagsmenn sem félagsmenn. Þess vegna sé ég ekki annað en fullt réttlæti sé í því að samvinnufélögin lúti sömu skattalögum eins og aðrir, sem fást við kaupsýslu eða iðnað. Við skulum taka nærtækt dæmi. S.Í.S. rekur iðnaðarfyrirtæki. Það er rekið hliðstætt fyrirtæki af öðrum aðila, nákvæmlega í sömu grein. En með þeirri skattlagningu, sem nú er, þá vitum við það, að það er ekki lítill verðmismunur, sem þarf að vera á vörum þessara tveggja aðila, miðað við sömu afkomu, ef annar er skattfrjáls, en hinn á að greiða fulla skatta. Kaupfélögin sitja við sama borð, hvað verslunarálagningu snertir, eins og við, sem stundum kaupsýslu. Hví ekki að þeir greiði sömu skatta? Mér finnst að það hljóti að vera mál málanna að það gildi ein skattalög í landinu, hverjir svo sem skattarnir eru.
Skattfríðindi Sambandsins fólust m.a. í því að tekjuskattur samvinnufélaga fór ekki stighækkandi og var aðeins 8% í stað allt að 22% hjá öðrum. Þá máttu samvinnufélög leggja 33% tekna sinna í varasjóð í stað 20% sem hlutafélögunum var heimilt, en einstaklingar sem ráku verslun höfðu alls enga heimild til slíks varasjóðsfrádráttar.”
Þjóð í hafti:197-198.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 23.2.2013 kl. 16:43
Elín.
Tengsl stjórnmálaflokka við hagsmunaöfl var normið á þessum tíma, og ekkert land heims var án slíkra tengsla.
Mismunandi skattameðhöndlun ólíkra rekstraforma var ekki íslensk uppfinning.
Styrkir til atvinnugreina, byggða eða hópa var ekki íslensk uppfinning.
Við vorum eins og heimurinn var, þróuðumst úr því sem var í það sem er.
Ekkert af þessu kallaðist spilling á þessum tíma, hvorki hér eða annars staðar, og þú leggur ekki gildismat dagsins í dag á fortíðina, þú ræðir fortíðina á hennar eigin forsendum.
Það sem kallast spilling í dag, þótti eðlileg vinnubrögð þá, og það sem þykir eðlileg vinnubrögð í dag, mun örugglega kallast spilling á morgun.
Sá tími sem þú ert að fjalla um, hafði ákveðin viðmið, og ég endurtek, við komu ekki illa út úr þeim samanburði.
Síðan sé ég ekki samhengi þessa við þá fullyrðingu mína að Bjarni Ben, og Ólafur Thors (nefndi þá því þessi pistill er sjálfstæðismönnum til heiðurs) ásamt fleirum höfðu leiðsögn um umbreytingu þjóðar úr örbirgð atvinnuhátta sem áttu kjarna sinn í tækni nýsteinaldar, yfir í nútíma þjóðfélag.
Leiðsögn sem er ekki sjálfgefin enda getur þú ekki, þó þú legðist yfir sögubækur, ekki komið með nein önnur sambærileg dæmi.
Hvað er að því að viðurkenna staðreyndir Elín þó þér misgeðjist pólitískar skoðanir þessara manna eða þú hafir einhverjar hugmyndir um að þjóðfélagið hafi átt að vera einhvern veginn öðruvísi??
Og svo eitt að lokum, skrímslið sem kom til tals, og vitnað er í í pistlinum hér að ofan, er ekki skilgetið afkvæmi spillingar.
Heldur hömlulausrar græðgi og mannvonsku.
Kveðja austan.
Ómar Geirsson, 23.2.2013 kl. 17:10
Þarna komstu með það. Skrímslið er ekki séríslenskt. Það er alþjóðlegt. Skrímslið mun sjálfsagt smjatta á einhverjum og spýta þeim út úr sér en í fyllingu tímans mun Bjarni hljóta viðurkenningu og heiður fyrir sína framgöngu - miðað við aðstæður. Þannig er lífsins gangur.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.2.2013 kl. 09:14
Já Elín, skrímslið er alþjóðlegt, frjálshyggjan er ekki séríslenskt fyrirbrigði, og hún er angi af hinni eilífu baráttu mannsins við hina tæru illsku.
Og Bjarni fær ekki viðurkenningu, þeir sem tapa fá hana aldrei.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.2.2013 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.