Hver er Baltasar Garzon??

 

Fyrir utan að vera maðurinn sem bar ábyrgð á að Pinochet mætti ekki í afmælið hjá Hannes Hólmsteini.

Jú, hann er maðurinn sem tilkynnti heimsbyggðinni að valdsmenn væru ekki hafnir yfir lög.  Að glæpir þeirra og ódæði fyrndust ekki.

Heimsbyggðin hváði, hvað var spænskur saksóknari að krefja  breskt dómsvald að framselja mann sem framdi glæpi sína í heima fyrir??  En fall Pinochets fólst í þeirri staðreynd að hann lét drepa spænska ríkisborgara, og þar með hafði spænski saksóknarinn lögsögu yfir honum.  Og í milli Spánar og Bretlands var samningur um gagnkvæmt framsal á glæpamönnum.

Og lögin giltu, sama hvað bresk stjórnvöld reyndu að humma málið af sér, sama hvað þarlendir frjálshyggjumenn hneyksluðust á að fyrrum bandamaður þeirra væri látinn sæta slíkri meðferð.

 

Baltasar Garzon sýndi heimsbyggðinni að lög giltu, ekki geðþótti stjórnmálamanna.

 

Baltasar Garzon er þörf áminning þeirra stjórnmálamanna sem heykjast á því að kalla saman Landsdóm og láta rétta í landráðum þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar.  

Lagatextinn er það skýr að það þarf ekki að skeyta orðinu "meint" fyrir framan orðið landráð.  

Með hótunum og þvingunum reyndu þau að knýja fram samning um ICEsave, sem var bein fjárkúgun samkvæmt laganna hljóðan, í þágu erlends valds, og í þeim samningi voru ákvæði sem sviptu landsstjórnina sjálfræði yfir fjármálum ríkisins, og ef forsendur samningsins þróuðust á verri veginn, þá batt samningurinn endi á sjálfstæði þjóðarinnar.

Alvarlegri geta landráðin ekki verið.

 

Glæpir Pinochet gagnvart chilönsku þjóðinni gátu heldur ekki verið alvarlegri, en hann nýtti sér hervald til að komast hjá lögsókn.

ICEsave fjárkúgararnir nýta sér ógnvald fjármagnsins yfir fjölmiðlum og framkvæmdarvaldinu til að sleppa við lögsókn.  

Það þorir enginn málsmetandi maður að rísa upp og segja satt.

 

En alveg eins og Margrét Thatcher gat ekki þaggað niður framsalsbeiðni Baltasar Garzonar, getur ógnarvaldið sem heldur þjóðinni í heljargreipum, ekki þaggað niður réttarríkið.

Þó ríkislögreglustjóri bregðist skyldu sinni við að hindra hryðjuverkaárás breta á landið með því að handtaka ekki útvarpsstjóra og helstu stuðningsmenn breta innan stofnunarinnar, og ríkissaksóknari bregðist skyldu sinni með því að ákæra ekki helstu áróðursmeistara breta fyrir hlutdeild í fjárkúgun, og tilraun til að blekkja fólk til að skrifa undir fjárskuldbindingar sem því ekki bar, þá eru þeir aðeins að skipa sér á sakabekk þegar þar að kemur.

Vegna þess að það þarf aðeins eina kæru, með réttri tilvísun í skýra lagatexta.

Jafnvel í Rússlandi eru embættismenn ákærðir fyrir að bregðast skyldu sinni vegna þrýstings frá stjórnmálamönnum eða mútugreiðslna.  Því jafnvel í spilltustu ríkjum gilda lög.

 

Þegar kæran berst, loksins þegar einhver lögfræðingur þorir að stíga fram, þá verður réttarríki ekki stöðvað.

Dómsstólar taka efnislega afstöðu, lesa lög, alveg eins og þeir lásu lögin um verðtrygginguna sem bönnuðu önnur viðmið en lánskjaravísitöluna, alveg eins og þegar þeir lásu lög um framkvæmd kosninga og dæmdu þjóðaratkvæðið um stjórnlagaráð ógilda, alveg eins og þegar EFTA dómurinn las lögin um innlánstryggingu, og kvað úr um að ríki væru ekki í ábyrgð fyrir innlánstryggingasjóði sína.

Og þeir munu dæma.  

Sekur.  

Því lögin eru skýr.  Alveg eins og Baltasar Garzon hélt fram allan tímann.

 

Alþingi er að falla á tíma, svíkist það um að vernda stjórnarskrána, að vernda lýðræðið, þá uppsker það aðeins samsekt.

Ólafur Ragnar Grímsson er líka að falla á tíma.  Grípi hann ekki inní til varnar lýðræðinu og sjálfstæði landsins, þá verður hann ekki forsetinn sem bjargaði þjóðinni í ICEsave, heldur forsetinn sem sat, þegar hann átti að rísa upp.  Smánin mun fylgja nafni hans um ókomna tíð.  

Þó við séum heilþvegin af fjölmiðlum valdsins, af fjölmiðlum þjófanna, þá mun slíkur heilþvottur ekki ná inní framtíðina.  Blekkingarvefur lyganna mun rakna upp, og hinn nakti sannleikur, hinn dæmdu landráð mun móta dóm næstu ára.  

Þetta veit Ólafur, en ægivaldið er hrikalegt, keyptir stjórnmálamenn, keyptir fjölmiðlar, keyptir álitsgjafar, og hjarðhugsunin að elta valdsmenn fram af bjargbrúninni.

 

En eins og í ICEsave deilunni, þá er ekkert val.  

Sjálfstæður maður stendur gegn lögleysunni.  Sjálfstætt ríki stendur gegn fjárkúgun.  Sjálfstæði þjóð sækir landráða til saka.

Lög og réttur er hornsteinn lýðræðis.

 

Sá hornsteinn mun ekki molna.

En tíminn gerir æ fleiri seka.

Kveðja að austan. 

 

 


mbl.is Vilja umræðu um vantraust í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú ert bara grimmur í dag Ómar. Það er vissulega fullt tilefni til, en heldur þú að einhver muni rísa upp?

Þjóðin hefur látið ýmislegt yfir sig ganga og mun sjálfsagt fyrirgefa landráðafólkinu einnig. Því miður.

Einstaklingurnn má sín lítils, en samstaða getur miklu áorkað. Sú samstaða er ekki fyrir hendi. Við munum sjá í vor að ótrúlegur fjöldi kjósenda mun gefa sitt atkvæði til þeirra sem kúga þá, til landráðafólksins!

Þetta hefur stundum verið nefnt "Stokkhólms-heilkenni". 

Gunnar Heiðarsson, 21.2.2013 kl. 14:44

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Er bara rétta að byrja Gunnar, aðeins rétt að byrja.

En spurningu þinni get ég ekki svarað, ekki hvort það gerist núna.

En það hafa orðið vatnaskil, endar ná ekki saman hjá fólki.  

Sem þýðir að óánægjan aðeins eykst með hverjum deginum, hvort hún nái í tíma að stöðva vogunarsjóðina, veit ég ekki.

Hinsvegar megum við ekki gleyma að lögin eru óháð gildismat fólks á hverjum tíma, það má vel vera að þjóðin fyrirgefi landráðin, en slík fyrirgefning var ekki sett í lagatexta.  

Tími Jóhönnu og Steingríms kallast gálgafrestur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2013 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 47
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 2066
  • Frá upphafi: 1412765

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1819
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband