Björt Framtíð grefur sér gröf.

 

Ef hún aðskilur sig ekki frá ríkisstjórninni.

Setur vegg á milli sín og ódæða hennar.

Vaxtaþjófnaðinn, níðingsskapinn gagnvart heimilum landsins, landsalan í ICEsave.

 

Vegna þess að undiraldan í þjóðfélaginu mun beina umræðunni á þessar brautir.

Endar ná ekki saman, fólk er reitt, fólk vill úrbætur, ekki orðavaðal. 

 

Fylgi Guðmundar hefur byggst á einni taktík, hann þegir.  Þannig afhjúpar hann ekki sinn stóra veikleika, hann hefur ekkert að segja, um eitt eða neitt, en góður er hann sem stýrir á þorrablótum og öðrum mannamótum.  Viðkunnanlegur, góðlega fyndinn.

Með því að þegja, og vera góði gæinn, áttu óvinsældir ríkisstjórnarinnar að útvega honum öruggt þingsæti, og hugsanlega þokkalegan þingflokk.

En þegar hann er orðinn lífæð ríkisstjórnarinnar, þá eru óvinsældir hennar, stimplaðar á ímynd Guðmundar.

 

Og hann neyðist til að tala um Bjarta framtíð, ný vinnubrögð, ESB.

Málið er að á meðan Guðmundur þagði, þá kaus Samfylkingin sér nýjan formann, og skipti um nafn.

Árni Páll, sem kann að tala, og gerir það vel, hann leggur áherslu á bjarta framtíð, ný vinnubrögð, og ESB.

Og hann var rekinn úr óvinsælustu ríkisstjórn sögunnar, hann er ekki lífæð hennar.

 

Árni á mikið undir að stjórnin lafi, að hinir dæmdu fjárkúgarar hamri á bergstálinu í iðrum jarðar svo þau nái að grafa sína gröf ennþá dýpri en áður hefur þekkst.

Eftir nokkrar vikur verður ríkisstjórnin aðeins kross á herðum Árna, sem hann með þjáningarsvip lætur krossfesta sig á.  Þannig verður synd Jóhönnu hreinsuð af hinum nýja flokki jafnaðarmanna.

Og enginn man eftir Guðmundi, nema hugsanlega eitthvað átthagafélag sem þarf að redda sér veislustjóra á síðustu stundu þegar löngu pantaður maður lenti í alvarlegu hæsi og kemur ekki upp orði.

 

Og það verður ekki hægt að treysta á Gnarrinn, hann mun lenda alveg óvart í mörgum eineltismálum, virka pirraður og svekktur og fæla tómið frá Bjartri framtíð yfir í bjarta framtíð Árna.

Sjálfstæðisflokkurinn kann það sem hann er bestur í, að grafa undan.

 

Guðmundur ræður ekki við einföldustu lógík, kall anginn, sumum er ekki ætlað að slá í gegn.

Hann áttar sig ekki á því að það er að fjara undan Bjartri framtíð, og það hratt.

 

Það vantar aðeins hækjur á Landsspítalanum.

Kveðja að austan.


mbl.is Guðmundur ætlar að sitja hjá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fræbær athugasemd....

Og sönn.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 08:52

2 identicon

Þeir sem ætla að kjósa Guðmund eiga að skammast sín.  Annar eins heigull er vandfundinn.  Að sitja hjá er það aumkunnarverðasta, hann fær greitt fyrir að taka ákvarðanir.  Eg vona að þetta verði til þess að Björt framtíð missi fylgi enda getur enginn hugsað það til enda ef slíkt trúðagengi kemst til valda eins og í borginni.  Eitt það aumkunnarverðasta í sögu íslenskrar pólitíkar var að horfa á eftir Degi ganga á eftir Jóni Gnarr með tunguna lafandi til þess eins að fá völd.  Nú er nóg komið af fíflagangi, fólk sem vill landinu sínu vel kýs ekki yfir sig svona vitleysu eins og borgarbúar gerðu.  Menn hljóta að læra af ruglinu.

Baldur (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 10:18

3 identicon

Við verðum bara að vona að einhver góðhjartaður Sjálfstæðismaður af gamla skólanum leiði þjóðina út úr þessum ógöngum öllum. Það vantar aðeins.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 10:29

4 identicon

Þú ferð alveg á kostum Ómar í þessum gráglettna pistli um vitleysingana, Gvend og Gnarr.  Kolsvört kómedía.

The Deep Throat (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 17:26

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Kveðja að austan,.

Ómar Geirsson, 22.2.2013 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 47
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 2066
  • Frá upphafi: 1412765

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1819
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband