Björt Framtíð mun fella ríkisstjórnina.

 

Annars er hún búin að vera sem valkostur við fjórflokkinn.  

 

Guðmundur er blankur, má ekki við að vera lengi tekjulaus, eða það sagði hann í viðtali við DV.

Hann fórnar ekki framtíðar þingsæti fyrir Jóhönnu Sigurðardóttir.

Það sama gildir um Róbert Marshal, hann vill á þing, og hann vill verða ráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Bjartrar Framtíðar.

 

Þess vegna er það rangt mat hjá Mogganum að allt velti á Þráni.  

Svo aumt er lýðræðið ekki.

 

Hins vegar hefur enginn spurt þeirrar spurningar sem blasir við út frá alkunnri staðfestu Þórs Saari.

Er hann ekki að djóka???

Vantar honum ekki smá klór á bakið, til dæmis vilyrði frá væntanlegri ríkisstjórn Samfylkingar, Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokksins um feitt embætti sem hæfir færni hans eftir kosningar.

Til dæmis staða hjá AGS???

 

Eða spurt annarrar augljósrar spurningar, væri ekki vantraustið komið fram fyrr ef fjórflokkurinn hefði minnsta áhuga að flýta kosningunum.

Jóhanna og Steingrímur fengu jú á sig dóm, og ættu að sitja í gæsluvarðhaldi ef réttur ríkti í landinu.

Sek eins og syndin um að hafa selt þjóð sína.

 

Af hverju var ekki þá boðuð vantrausts tillaga á ríkisstjórn bresku fjárkúgaranna??

Fjárkúgun og landráð eru ekki smá mál, eiginlega gerast glæpir fólks ekki mikið stærri.

Jafnvel vitgrannasti fjölmiðlamaður sá í gegnum yfirklórið um að það væri tilgangslaust því Hreyfingin og Guðmundur myndi verja ríkisstjórnina falli.

Slíkt hefði nefnilega verið draumastaða Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, vopnin slegin úr höndum andófsflokkanna sem gætu reitt af þeim fylgi.  Afhjúpaðir sem stuðningsmenn fjárkúgara og landráðafólks, verðtryggingar og skuldaánauðar.

Síðan formleg þingsályktunartillaga um kvaðningu Landsdóm til að ákæra og síðan dæma hin seku.  Það þarf ekki að rífast um sekt þeirra, hún blasir við út frá skýrum lagatexta.

 

Af hverju gerðu Bjarni og Sigmundur þetta ekki, þegar þeir áttu kastljósið??

Er það trúlegt að þeir vilji slíkt núna undir skugga Þórs Saari??

Furðulegt að það skuli vera hægt að gera heila, ítarlega fréttaskýringu án þess að benda á hið augljósa.  

Að það vill enginn þau Jóhönnu og Steingrím frá.

 

Nema að eitthvað sé undir yfirborðinu sem þoli ekki dagsljósið, og því sé farsi settur á svið, með Þór Saari sem aðalleikara, einleikara, og eina leikara.

Það skyldi ekki vera kæra á leiðinni um ICEsave, frá  almenningi. 

Er vörnin gegn sannleikanum strax hafinn???

Er verið að slá vopnin úr höndum Ólafs sem örugglega hefur þrýst á Alþingi að axla ábyrgð á fyrsta ICEsave samningnum?? 

Kom hótun frá Bessastöðum um að þing yrði rofið??

 

Hvað sem er í gangi, þá er það ekki á yfirborðinu.

En það þarf ekki að kafa djúpt.

Kveðja að austan.


mbl.is Líf ríkisstjórnar hangir á bláþræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar. Misstirðu af fréttinni sem kom í morgunfréttum Bylgjunnar daginn eftir Icesave dóminn? Þar var frétt um að Bjarni og Sigmundur vildu strax setja framm vantrauststillögu en Hreifingin neitaði að styðja þá, svo að það var ekki til neins með augljósann minnihluta.

Þess vegna spyr ég mig, afhverju vildi Þór ekki lýsa vantrausti strax eftir dóm? Afhverju núna? Tók það hann margar vikur að fatta dæmið?

Flottur pistill hjá þér. Ég þekki bara góða íslensku í pistlum þínum, þessvegna stakk þetta mig í þessum pistli þínum:   " Vantar honum ekki smá klór á bakið,"  Þú veist að hann vantar. ;) 

anna (IP-tala skráð) 20.2.2013 kl. 22:18

2 identicon

Róbert Marshal var ekki lengi að tilkynna sig forfallaðan. Varaþingmaður samfylkingar kemur inn fyrir hann.

Stefán Örn valdimarsson (IP-tala skráð) 20.2.2013 kl. 22:35

3 identicon

Forvitnilegar pælingar hjá Ómari og góðar athugasemdir Stefáns og önnu en betur færi á því að anna myndi eftir y í hreyfingu og eins hitt að hún hefði bara eitt m í fram og einungis eitt n í augljósan.  Öllum getur okkur skjöplast á forminu, en innihaldið skiptir mestu máli.  Með vinsemd úr djúpinu.

The Deep Throat (IP-tala skráð) 20.2.2013 kl. 23:52

4 identicon

Ómar Geirsson er flottur fjórflokkarýnir. Ég vil sjá.............Ómar líka á þingi og vil ég svo í beinu framhaldi hvetja hann að finna sér stað hjá einum af þessum fjölmörgu framboðum sem gætu nýtt krafta hans og skoðanir. Við Íslendingar þurfum alvöru mann sem þoarir að berja í borðið á fréttamannafundum og segja ,,Þú ert næstur- ekki þú, hver var spurningin?'' 

Baldvin Nielsen

B.N (IP-tala skráð) 21.2.2013 kl. 00:03

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk anna fyrir leiðréttinguna og þú sem dvelur í djúpinu, skammastu þín að stríða henni.

En anna, mér yfirsást það ekki, hafði meir að segja fyrir því að kalla það yfirklór.

Málið er að fólkið yfirsést eitt grundvallaratriði í ICEsave dóm EFTA.  Hann var dómur yfir ríkisstjórninni.

Og Alþingi var skylda til að bregðast við þeim dómi með því að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina.  Algjörlega óháð því að ríkisstjórnin gæti varið sig falli.

Þeir sem verja hana eru þá bara samsekir. Samsekir um glæp. 

Þarna bregst Alþingi, og það veit Ólafur, og hann hugsar sitt.

Varðandi Þór, þá er Þór hækja, hækja til sölu.

Á engan málstað, á enga æru, er aðeins leiguþý.

Sem reyndar finnst gaman að afhjúpa það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2013 kl. 08:59

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Stefán Örn.

Það er langur tími til þriðjudags, og margt mun gerast bak við tjöldin.

Róbert er búinn í pólitík, ef hann grípur ekki þetta tækifæri, og ég  held að það sé að renna upp fyrir honum.

Ólíkt Guðmundi, þá er Róbert skynugur.

En það er þetta með klórið, bíttin, kaupin á eyrinni, þau kaup eru í bakherbergjum, og tilganglaust að spá í hvað selt er, og hvað keypt.

En greining mín er rétt, Björt framtíð fremur sitt hari kari ef hún grípur ekki stélfjaðrir síðustu gæsarinnar í síðasta oddafluginu áður en haldið er til suðlægari landa.

Því í suðlægum löndum hefur Árni Páll komið sér fyrir, brúnn og sællegur, og kann sitt fag.  

Menn ættu ekki að vanmeta hann.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2013 kl. 09:05

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður aftur þú Djúpkafari.

Gaman að sjá glitta í þig hér á síðu.

Mundu aðeins eitt, allar ábendingar á síðuhafa eru vel þegnar, en vissulega mismetnar, en  hér er frjálst flæði tjáningar og við setjum ekki tappa í það flæði.

Fólk hefur misjafna þjálfun í að tjá sig á lyklaborðinu, og margir halda sig til hlés því þeim finnst þeir ná ekki nógu vel að koma því sem þeir sagt vildu hafa til skila.

En málið er, eins og þú segir réttilega, innihaldið, að fólk tjái sig.  Segi skoðanir sínar, segi hvað því finnst.

Þeir sem tjá sig af mestu færninni, hafa því miður brugðist þjóð sinni eftir Hrun, og í þokkabót, styðja sölu hennar í þrælabúðir hins svarta fjármagns.

Þess vegna er komið að okkur hinum, og við gerum það eins vel og við getum.

Og meir er ekki hægt að krefjast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2013 kl. 09:15

8 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Baldvin.

Ég vona að þú áttir þig á að flestir svona pistlar, það er í þessum dúrnum, eru spéspeglar, þar sem ég dreg upp liti og drætti, sem koma sér ekki vel fyrir þá sem brugðust þjóð sinni á ögurstundu.

Það gæti margt verið "réttara" innan gæsalappa, en í stríði hamrar þú endalaust á veikleika andstæðingsins, þar til eitthvað lætur undan.

Það er nefnilega mikil misskilningur að það sé einhver málefnaleg umræða í þjóðfélaginu í dag, illskeytt afl siðblinds fjármagns ætlar sér að mergsjúga þjóðina, og er langt komið með að tryggja sér nauðsynleg ítök til þess.

Við lifum enga friðartíma, það var ráðist á þjóðina, og hún rænd og rupluð, og núna á að ganga frá henni endanlega.

Þess vegna berjumst við, lemjum á leppum hinna siðblindu, þar til yfir líkur.  Aðeins örendi afsakar að næsta högg er ekki látið falla.

En stríðið er ekki háð í framboðum sem runnin eru undan rifjum óvinarins, sem spretta upp af sundurlyndi sem hann elur á eða útbólgnum egóisma sem hann blæs lofti í.

Stríðið er háð með sannleikanum, og réttsýni, trúnni á að líf okkar sé þess virði að lifa, þess virði að verja.

Ég er í Hreyfingu lífsins, og ég styð Samstöðu um lífið.  

Það er ekkert annað í boði.

Og stríðið vinnst þegar fólk áttar sig á því.

Því óvinurinn eini er pappírstígrisdýr  lítilssigldra manna sem kunna það eitt að gera öðrum illt.

Og á pappírstígrisdýr þarf aðeins eina litla eldspýtu, og það fuðrar upp.

Þá eldspýtu er ég að reyna að tendra.

Með engum árangri fram að þessu.

Og á þar að leiðandi ekkert erindi á þing, í fjölmiðla eða annað þar sem fólk heldur að baráttan sé háð.

Ég er bara réttur og sléttur fótgönguliði lífsins.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 21.2.2013 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 23
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 2042
  • Frá upphafi: 1412741

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1795
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband