20.2.2013 | 19:12
Farsi á þingi.
Ríkisstjórn Íslands fékk á sig sögulegan dóm frá EFTA dómnum.
Hún var sek um fjárkúgun í þágu erlends valds.
Þar með var hún ekki bara þjófur, heldur líka landráður.
Viðbrögð Alþingis: .
Ríkisstjórnin var dæmd fyrir vaxtaþjófnað í vegna útreikninga vaxta á gömlu ólöglegu gengislánunum.
Viðbrögð Alþingis: .
Ríkisstjórnin leiðrétti ekki áhrif gengishrunsins á útreikningu lána sem bundin voru verðtryggingu. Áætlaður þjófnaður uppá um 447 milljarða.
Viðbrögð Alþingis: .
Vogunarsjóðum var afhent yfirráð yfir bönkum landsins og þar með yfirráð yfir efnahagslífs landsins. "Gjöreyðing efnahagslífsins" ef ekkert verður gert fullyrti þingmaður í blaðagrein, sem ekki var svarað. En sannleika er alltaf svarað með þögn á Íslandi.
Viðbrögð Alþingis: .
"Það er verið að taka heilbrigðiskerfið af lífi á hægan og kvalafullan hátt" segir læknaráð Landsspítalans í neyðarópi sem sent var fjölmiðlum í gær.
Viðbrögð Alþingis: Vantraust vegna stjórnarskráar klúðursins mikla.
Svo segja menn að það sé hægt að ljúga uppá alþingismenn.
Hver laug því??
Kveðja að austan.
Vantrauststillaga lögð fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:51 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 20
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 2039
- Frá upphafi: 1412738
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 1792
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver laug hverju? Þú þarft bara að sitja nokkra tíma í íslenskri hagsögu eftir nokkur ár. Þá skilurðu þetta allt saman betur.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.2.2013 kl. 20:01
Sá sem laug því að hægt væri að ljúga uppá þingmenn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.2.2013 kl. 20:17
Traust almennings til þingsins hefur ítrekað mælst eftir hrunið í kringum 10%
Varla hífist traustið upp við þessa tillögu Þórs Saarí,
í ljósi þagnarinnar um stóru málin sem þjóðin æpir eftir svörum við.
Nei, nú er það smjörklípu kúnstin sem á hug og hjörtu vanhæfra þingmanna.
Aumkvunarvert á síðustu metrum vanhæfrar ríkisstjórnar, sem Þór hefur stutt alla leið til dögunar heljar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.2.2013 kl. 20:31
Gallinn við hina æpandi þögn Pétur er sá að það þarf svo öflug hátæknitæki til að nema hana á mælum.
Þess vegna kemst líkið á leiðarenda.
Og verður kosið til að stjórna landinu áfram, þó meir sé farið að slá í fjórflokkinn en Brezhnev á sínum tíma.
En Hugljómunin lifir, og bylting lífsins mun heyrast, líka hjá heyrnarlausum gamalmennum sem ganga um með heyrnartæki sitt í náttborðsskúffunni.
Því hennar tími er kominn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 20.2.2013 kl. 22:02
Svar stjórnvalda við ákalli spítalana er að byggja nýtt sjúkrahús fyrir yfir 1000 milljarða! Guð blessi okkur.
Sigurður Haraldsson, 21.2.2013 kl. 08:09
Nei, Sigurður, guð þarf þess ekki, sá tími kemur að þú munt messa yfir þeim sem sviku, og seldu þjóð sína í ánauð auðþjófa.
Þá mun guð blessa þá.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 21.2.2013 kl. 08:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.