Uppstúfur um Byltinguna einu.

 

Þessa sem þarf að gera svo börnin okkar geti spilað til úrslita á HM á Wembley 2024.

Skrifaður handa þeim sem ætla ekki að ættleiða börnin sín til Rússlands.  

Er uppstúfur því hann er byggður á innslagi í árdaga þeirrar vonar að Andfófið vildi framtíð, ekki heltíð.

Lesist af þeim sem eiga líf sem þarf að verja.

 

 

 

Það er satt og rétt að bylting er svarið, en ekki bylting sem étur börn sín eða bylting sem veldur meiri hörmungum en þeim sem hratt henni af stað upphaflega.

Ég er að tala um byltingu byltinganna, þeirri sem á sér stað aðeins á nokkurra árhundraða fresti, byltingu hugarfarsins. Óréttlæti, ójöfnuður og mannvonska eru ekkert náttúrulögmál. Og mannsandinn hefur þróað siðmenninguna gegn þessum þursum tregðunnar. Og mikið hefur áunnist í gegnum árþúsundin, núna er til dæmis enginn étinn eða settur í formlegan þrældóm og formlega hefur ríkisvaldið aðeins rétt til að drepa mann og annan, og refsa fyrir misgjörðir svo einhverjar réttarbætur hin venjulega manns séu upptaldar. En núna hefur myndast ginnungargap milli siðmenningarinnar og tregðunnar, ginnungargap sem tortímingaröfl eyðileggingarinnar fylla upp í. Það er aðeins tregðan sem útskýrir hina miklu örbrigð og skort sem alltof stór hluti mannkyns glímir við í dag. Og þegar ég tala um skort, þá er ég að tala um skort í víðasta skilningi, eins og skort á menntun, heilsugæslu, eiga þak yfir höfuð, fá réttláta málsmeðferð og svo framvegis.

 

Svona ginnungargap hefur myndast áður en í dag er máttur eyðileggingaraflanna svo mikill að enginn er óhultur, við erum öll á sama báti. Við þurfum öll að horfast í augun á vandanum og viðurkenna hann.

Vissulega er engin skyndilausn til gegn tregðunni, en þó má benda á nokkrar staðreyndir. Flest ríki Norður Evrópu komu á almennri grunnmenntun á um tveimur áratugum síðasta hluta 19. aldar. Castro var um áratug að gera hið sama á Kúbu auk þess að byggja upp almenna heilsugæslu. Hann átti ekki peninga en hann hafði viljann. Samt í dag er talið að um óyfirstíganlegt verkefni sé að ræða því þá þurfi að skattleggja auðmenn og jafnvel að banna þeim að haga sér eins og svín. Og þar sem þeir ráða stjórnmálamönnum, fjölmiðlamönnum og meginhluta háskólasamfélagsins þá er skorturinn á grunnnauðsynjum talinn náttúrlögmál. Og hinir fáu hafa öll völd því fjöldinn telur sig tilheyra ætt kalkúna og því treður hann sig út af mat en ekki viti (það er les og hlustar á vitræna umræðu).

Og það er morgun ljóst að kalkúnaheilkennið hverfur ekki svo glatt. Og bylting mannsandans á sér stað á löngu tímabili, árhundruðum eða árþúsundum. En eyðileggingaröflin sem þrífast í skjóli tregðunnar eru á fullu skriði og eru mjög fljótvirk. Loftslagsmál, arðrán náttúru og náttúruauðlynda, átök hugmyndaheima og fyrirsjáanleg uppreisn hins þögla meirihluta þriðja heimsins gegn kúguninni, bara nokkur dæmi um eitthvað sem getur valdið mjög stórum hluta mannkyns miklum þjáningum og jafnvel ótímabærum dauða á næstum árum og áratugum.

 

Hverju er teflt fram af hálfu mannsandans, eða hinum ráðandi hluta hans, gegn tortímingaröflunum???? Björgun auðmanna og fjármálakerfis þeirra og síðan áframhaldandi græðgivæðing heimsins með siðlausa fjármálamenn í fararbroddi.

Við þessu er aðeins eitt mótsvar, og það er sú bylting sem ég talaði um. Hin hljóða bylting hins skynsama manns sem upplifir það sterka ógn að hann segir við sjálfan sig, þetta gengur ekki lengur, börnin mín eiga enga framtíð ef ég geri ekki eitthvað. Og það eitthvað er að skynja það sem skiptir mann máli eins og velferð fjölskyldunnar, framtíð barna manns og krafan um mannsæmandi líf, að það er líka eitthvað sem skiptir meðbræður manns máli, og þeir eiga sama rétt til þess og maður sjálfur. Og síðan þarf að styðja það sem horfir til góðs, en berjast gegn því sem gerir það ekki. En sú barátta á að byggjast á mátt hugans, en ekki mátt vopna. Og menn eiga að hafa það ætíð í huga að gera ekki öðrum það sem þeir vilja ekki að sér sé gert. Í hnotskurn er það sú einfalda staðreynd að líki þér ekki að hermenn óvinar þíns nauðguðu konu þinni og dætrum, þá gerir þú ekki slíkt sama við þeirra konur ef þú nærð skyndilega yfirhöndinni.

 

Einhver þarf að byrja að hugsa hlutina upp á nýtt. Í því er grunnágreiningur milli mín og Borgarahreyfingarinnar. Það sem er liðið, er liðið í mínum huga. Ég geri gott úr því með því að læra af reynslu hins liðna og reyni að skapa samstöðu sem víðast til að breyta því sem breyta þarf. Öll uppgjör vekja upp andstöðu, og því mun meira sem þú ert upptekinn af þeim, þeim mun minni kraft hefur þú til breytinga, og því, þrátt fyrir góðan vilja, þá verður breytingin þér um megn (ég er ekki að persónugera þetta upp á okkur, heldur er þetta minn ritstíll að nota persónufornöfn).

Vísir menn nota lágmarks kraft í uppgjör, heldur nota þeir vit sitt til að skapa sátt um hið óhjákvæmilega uppgjör og vinna þar með tvennt, þeir lágmarka andstöðuna við uppgjörið og nota allan sinn kraft í hina nauðsynlegu breytingu sem þeir stefndu að.

Þetta gerði Nelson Mandela þegar hann losaði Suður Afríkumenn við aðskilnaðarstefnuna og kom á lýðræði í landinu án blóðsúthellinga, og þetta gerðu leiðtogar bandamanna í Þýskalandi eftir stríð, þeir gerðu upp við Nazismann og leiðtoga hans án þess að hengja alla þýsku þjóðina í leiðinni og sköpuðu þannig framtíðarsátt í landinu og milli þeirra og hinnar sigruðu þjóðar.

 

Þetta er það sem andstaðan þarf að gera á Íslandi. Hún þarf að berjast fyrir sátt og uppgjöri. En það uppgjör á að vera við hið spillta kerfi og sáttin á að vera við fylgismenn þess. Því aðeins sameinuð komust við út úr þeim heljarvanda sem við er að glíma. Og eins og ég hef áður sagt, þá er til lítils að við komust sátt út úr vandanum ef einhver af tortímingaröflum heimsins (eins og til dæmis loftlagsbreytingar eða beiting kjarna eða efnavopna) nái í skottið á okkur.

Það þarf nýja hugsun og nýja von. Og aðeins þannig næst hið endalega réttlæti. Sem er reyndar eilífðarverkefni, en verkefni engu að síður. Ef við viljum nýjan og betri heim, þá þurfum við að byrja á sjálfum okkur. Hin stóru mistök eru þau að vera endalaust í rifrildi við að breyta öðrum. Og síðan þarf að spyrja þá sem eru orðnir efins um Helreiðina til heljar, hvort þeir vilji ekki staldra við og hugsa sinn gang. Bjóða þeim síðan hvort þeir vilji vera með í Andófinu gegn Helreiðinni. Og það er Andófið sem skapar jákvæðu ferlana gegn Tregðunni, sem er hinn raunverulegi óvinur mannkynsins.

 

Um allan heim eru menn og konur að móta hugmyndir um þessa jákvæðu ferla, hvernig hægt er að vinna bug á skorti, eða eyðingu náttúrunnar svo eitthvað sé nefnt. Eða þá hvernig sé hægt að sætta ólíka menningarheima o.s.frv. Og réttlæti fellst ekki í því að refsa, heldur að byggja upp nýtt og betra, að hindra fórnarlömb glæps framtíðar.

 

Þessi orðræða mín er ekki hugsuð sem aðfinnsla eða þá prédikun eða hvað það neikvæða sem um svona skrif má segja. Ég er að reyna að orða hugsanir um þann grunnvanda sem við er etja og við þurfum öll að átta okkur á. Hluti sem fólk þarf að hugsa um og hluti sem fólk þarf að ræða. Engin tilraun til breytinga mun heppnast nema fólk geri sér grein fyrir þeim ógnaröflum sem við er að etja, og fólk er að lifa örlagatíma og ögurstund síns lífs. Þessi ógnaröfl eru svo skelfileg að þau munu aðeins verða sigruð með sjálfri frumheimspekinni, að lemja á hinu illa með hinu góða, og jú staðföstum vilja og heilbrigðri skynsemi.

Það mun ekkert vinnast nema með réttlæti, því það er réttlátari heimur sem við þurfum að stefna að. Það réttlátur að nógu mörgum þykir það vænt um hann að hann nái að sveigja sér framhjá öllum ógnum tortímingarinnar.

Réttlætið í mínum huga felst aðeins í lífvænlegri framtíð barna minna, ekki meintum örlögum Sigurjóns digra. Frá honum dugar mér afsökunarbeiðni ásamt upplýsingum um hvernig hann fór að þessu og upplýsingum um bakland hans, bæði hugmyndafræðilegt og peningalegt (auðmenn). Og ef hann iðrast þá mun ég fyrirgefa honum og bjóða hann velkominn til góðra verka. Slíkt hið sama mun ég gera gagnvart öllum þeim sem ég bauna á þessa daganna og tel vera að vinna hið endalega skaðræði gegn þjóð minni.

Það er iðrunin og fyrirgefningin sem er eldsneyti hinnar árangurísku byltingar sem þarf að gera. Og sakleysið, öll börnin sem eiga erfa heiminn, eiga það inni hjá okkur gamlingjunum að við gerum þessa byltingu.

Við erum öll fólk með hjörtu sem eigum hagsmuna að gæta. Þeir hagsmunir heita börnin okkar og barnabörn. 

Við þurfumn að bjarga þjóð ykkar.

Við höfum svo áhyggjur af heiminum seinna.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Við lesturinn fann ég fyrir samviskubiti,svo reið hef ég oft verið við þá sem mér finnst vera að brjóta á mér og mínum,þar er fullveldi Íslands þungamiðjan. Hvort það var svo réttlát reiði ef hún er til, greinir okkur andstæðing minn á um.

Helga Kristjánsdóttir, 20.2.2013 kl. 11:44

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Helga.

Ef þetta snérist bara um fullveldið, og ég veit að þetta bara er ansi stórt, þá væri margt áunnið, því viljug fer þjóðin ekki inní ESB.

En þetta snýst um sjálfa tilveru mannsins.

Ógnaröfl sækja að mennskunni og mannúðin og samkenndin er það fyrsta sem vegið er.  Fólki er sundrað, fengið upp á móti hvort öðru, kynnt undir deilur og átök.

Síðan eru samfélög fólks skipulaga rænd og rupluð.  Atvinnuvegir nærumhverfisins brotnir á bak aftur, stórfyrirtæki hér, stórfyrirtæki þar.  

Fjárfestar, erlent fjármagn, þú og þínir vinna.  

En vinna er kostnaður, kerfið gengur út á að lágmarka allan kostnað.  Samnefnari hins lægsta setur viðmiðin, barnaþrælkun, ofurlangur vinnutími, engar öryggiskröfur, engar mengunarvarnir, laun sem vart duga fyrir framfærslu.

Á sama tíma er samfélagsleg þjónusta brotin á bak aftur.  

Það er ekki bara hér sem heilbrigðiskerfið er tekið af lífi á hægan og kvalafullan hátt.

Þetta er að gerast um allan heim, ferlið aðeins mislangt komið.

Og á tímum þar sem við höfum allt til alls til að lifa góðu og mannsæmandi lífi.

Helga, það er mikil vá sem vofir yfir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.2.2013 kl. 15:55

3 identicon

Takk Ómar fyrir þennan, sem og alla þína lífsins pistla.  Suma langa, aðra stutta, 

en alla með lífsins glóð að leiðarljósi.

Enn og aftur takk fyrir að mæla tungu sannleikans af hreinskiptni og heiðarleika

sem lætur enga ósnotna sem lesa.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.2.2013 kl. 17:49

4 identicon

sem lætur enga ósnortna sem lesa.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 20.2.2013 kl. 18:05

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Þetta var nú samið áður en ég áttaði mig á ógninni af vogunarsjóðunum.  Var meira að spá í að hlutirnir myndu ekki þróast eftir þekktum ferlum mistaka og vonbrigða.

Sem þeir gerðu, þannig að ég er ágætur spámaður, en lélegur sannfærandi.  

Og hvað er að gerast núna???

Áttu þeir ekki meiri neðanbeltismál til að fjalla um og þurftu því að fá farsa á þing???

Ég veit það ekki en nú vantar fallahamarinn.

Ekki enn eitt smáframboðið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.2.2013 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 2023
  • Frá upphafi: 1412722

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1776
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband