Ætlum við að ættleiða börn okkar til Rússlands??

 

Til dæmis þeir sjálfstæðismenn sem ætla að kjósa yfir sig ánauð verðtryggingar og vogunarsjóða.

Hafa það eina markmið í lífinu að lifa lífi skuldaþrælsins.

Gæti verið að þeir væru svo ærlegir að bjóða börnum sínum ekki uppá sama hlutskipti.

 

Hugsanlega eru þeir ennþá það sjálfstæðir að þeir forði börnum sínum úr þjóðfélagi sem fóðrar fjármagn en ekki fólk.

Sem sveltur innviði samfélagsins svo hin arðrænandi hönd fjármagnsins fái sitt með áður óþekktum rentum.

 

Kannski er einhver dugur eftir í fólkinu sem Bjarni Ben og Óli Thors leiddu úr torfkofum í bjargálnir.  

Kannski man það ennþá hvað er að vera manneskja.

Og gefi börnum sínum tækifæri til lífs án ánauðar.

 

Hver veit, hver veit.

Kveðja að austan.


mbl.is Samið um ættleiðingar við Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefurðu lesið Þjóð í hafti? Allir Sjálfstæðismenn ættu að lesa þá bók. Þar geta þeir fræðst um Stefaníu, Fjárhagsráð og Bjarna Benediktsson. Hér er örlítið sýnishorn:

Nær allir landsmenn þurftu undir Fjárhagsráð að sækja, ekki aðeins atvinnurekendur og opinberir aðiljar, heldur líka maðurinn á götunni. Fjárhagsráð ákvað hvort Jón Jónsson fengi að reisa sér bílskúr, panta bók frá útlöndum, kaupa sér bíl, skipta um vatnslögn á baðinu, reisa girðingu fyrir framan húsið sitt, skreppa til útlanda. Jón Jónsson ákvað þetta ekki sjálfur með hliðsjón af afkomu sinni, heldur gerði Fjárhagsráð það fyrir hann. Fjárhagsráð ákvað jafnvel hvort börn Jóns fengju að borða ávexti á jólunum. Fjárhagsráð gekk undir ýmsum nöfnum, t.d. Fjáransráð, Óráðið, - og Jónas frá Hriflu kallaði það jafnan Stórráðið.

Kannski er einhver dugur eftir í fólki þrátt fyrir Bjarna Ben og aðra hans líka?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.2.2013 kl. 09:39

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elín.

Ég þekki þessa sögu ágætlega, var í tíma hjá þeim ágæta manni, Þórði Friðjónssyni þar sem hann kenndi  íslenska hagsögu.

Höftin voru vegna þess að gengi krónunnar var of hátt skráð.

Menn skildu ekki ákveðin efnahagslögmál, til dæmis að kauphækkun án innstæðu gat ekki leitt til aukins vöruinnflutnings.

Vegna þess að það þurfti jú að vera til gjaldeyrir, útflutningur á móti.  

Aðeins aukinn útflutningur gat aukið kaupmátt á innfluttum vörum.  

Atvinnulífið okkar var einhæft og tekjur þjóðarbúsins ekki of miklar.  Höftin sem þú vísar í komu eftir góðæri stríðsáranna, en þá var ekki lengur innstæða fyrir því verðgildi sem var á krónunni á stríðsárum, fiskurinn var ekki lengur gull eins og hann var á stríðsárunum.

Eins þurfti á sama tíma að byggja upp alla innviði samfélagsins.

Og það tókst með miklu ágætum, við fórum úr torfkofum í einbýlishús á innan við 50 árum.

Menn ættu að fara varlega í að gagnrýna þessa tíma, þeir hefðu ekki getað gert betur sjálfir.  

Aukin fjölbreytni atvinnulífsins og þar með auknar tekjur, komu með menntun, og vegna fjárfestinga í innviðum.  

Það var aldrei hægt að gera það öfugt.

Bjarni Ben, sem þú ert að vísa í, er Bjarni Ben eldri, merkur maður, og við gátum þetta vegna hans og hans líka, en ekki þrátt fyrir hans líka.

Á því er megin munur Elín, við skulum ekki tala niður fortíðina til að réttlæta þá sem selja þjóð sína í skuldaánauð í dag.

Forysta Sjálfstæðisflokksins í dag á ekkert, ekkert sameiginlegt með því fólki sem byggði upp landið, og gerði okkur kleyft að lifa hér mannsæmandi lífi.

Sjálfstæður maður selur ekki fólkið sitt í þrældóm.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.2.2013 kl. 16:43

3 identicon

Jú, ég var að tala um Bjarna Ben eldri. Og jú, ég var að vona að einhver dugur væri eftir í fólki. Eftir að hafa lesið svarið þitt ætla ég að stilla væntingum mínum í hóf.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.2.2013 kl. 18:29

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Það er dugur í fólki Elín.

Varðandi Sjálfstæðisflokkinn þá sýndi grasrót flokksins það í ICEsave, og flokksforystan mun ekki ná fram einróma stuðning við þá stefnu að verðtryggingin ræni flokksmenn, heimili þeirra og fyrirtæki, inn af beini, í þágu vogunarsjóða. 

Það er þung undiralda út um allt, og hún er að byrja að ýfast, og endar í broti.

En leikritið á að lafa fram yfir kosningar, þá munu vogunarsjóðirnir ganga að fjárfestingu sinni.

Þess vegna er svo mikilvægt að dugurinn komi fram fyrr, en seinna.

En hann kemur, það eitt er víst.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.2.2013 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 2020
  • Frá upphafi: 1412719

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1773
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband