Sjúkt fólk ber ábyrgð á ástandinu.

 

Og þá er ég ekki að tala um þá sem njóta þjónustu spítalans.

Og ég er ekki bara að tala um núverandi stjórnvöld, sem eiga til peninga en kjósa að nota þá til að fóðra fjármagn.

 

Ég er að tala um þá sem hvöttu til aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, og samþykktu efnahagsáætlun hans.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hugsar um eitt og aðeins eitt, að ná sem mestum peningum úr hagkerfum handa lánardrottnum.  

Peningarnir eru ekki teknir af þeim sem fengu þá lánaða og bröskuðu með þá, heldur frá almenningi og almannþjónustu.  Frá fólkinu sem bara enga ábyrgð á þessum lánum.  En er látið borga braskið.

 

Það er vitað fyrir að öll almanna þjónusta eins og heilbrigðiskerfið er skurnin ein eftir aðkomu AGS.

Það er vitað hvernig sjóðurinn fer með innviði samfélaga.

Hann skilur þá eftir í rjúkandi rúst.

 

Aðeins glæpamenn leggja slíkt á þjóðir sínar.

Hinn möguleikinn er fólk sem er sjúkt á sinni, sér ekkert athugavert við helfarir, hvort sem það er þjóða eða þjóðfélagshópa.

Það er athyglisvert að Andófið, sem froðufellir í hvert skipti sem nafn Davíðs Oddssonar ber á góma,  áttar sig ekki á þeirri staðreynd að hann er eini þungavigtarmaðurinn sem barðist gegn aðkomu AGS.  En var borinn ofurliði af Evrópuarmi þáverandi ríkisstjórnar.

Það er athyglisvert að fólk sem barðist fyrir aðkomu AGS, nýtur sérstaks trúnaðar hjá andófsöflum, og fær fylgi í dag hjá fólki sem þykist vera á móti helför íslensku þjóðarinnar.

Að fólk sem vill ekki leiðrétta hina stökkbreyttu skuldir, að fólk sem vill AGS, og öll hans óráð, að það fær mikið fylgi í dag.

 

Þess vegna ber sjúkt fólk í víðustu merkingu ábyrgð á ástandinu.

Bæði það sem barðist fyrir helför þjóðarinnar, og ekki síður fórnarlömb helfararinnar sem kjósa yfir sig fangaverði sína og böðla.

Alvarlegri getur hugsýki ekki orðið, að reyna ekki að bjarga sér og sínum.

 

Að verja ekki lífið sem menn sóru að verja.

Kveðja að austan.

 


mbl.is „Erum komin fram af bjargbrúninni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Andófs-orðinu vil ég persónulega halda fyrir andófið gegn AGS, gegn Brusselyfirtökunni, gegn ICESAVE og ICESAVE stjórn Jóhönnu og Steingríms, Ómar. 

Nær hefði verið að fjöldinn hefði hlustað á Davíð, en nei, hann ætluðu kommúnistar og svokallaðir jafnaðarmenn að jarða.  Hann sem stóð gegn AGS og hann sagði okkur ekki borga skuldir óreiðumanna og stóð alltaf sem klettur gegn ICESAVE.

Elle_, 19.2.2013 kl. 23:09

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll kallast Stokkhólmsheilkenni! Ég er til í að bjóða mig fram til þigns sem rödd þjóðarinnar ef einstaklinsframboð verður mögulegt nú fyrir næstu kostningar. Til rökstuðnins set ég fram blogg mitt og mótmæli síðustu ára gegn óréttlæti, flokksræði og skort á siðferði og ábyggð. Kveðja að norðan.

Sigurður Haraldsson, 19.2.2013 kl. 23:10

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elle.

Andófið er fólkið sem er og var á móti núverandi ástandi.  En ástæður þess voru margar og misjafnt hvað fólk kaus að vera á móti.

Ég skilgreini það sem fólkið sem fann sér farveg í andófsframboðinu, Borgarahreyfingunni, hún var svo innilega á móti, ekki vegna hagsmuna flokka í stjórnarandstöðu, heldur vegna þess að hún vildi ekki ástandið eins og það var, og hún vildi breytingar.

Við ICEsave og AGS andstæðingarnir voru svo sérstakur hópur, ekkert neitt svo rosalega mörg til að byrja með, flestir töldu að um hundsbit væri að ræða sem fólk yrði að sætta sig við. 

ESB andófið var svo sér á báti, þar voru margir stuðningsmenn ICESave, og margir ákaflega sáttir við AGS,.

Og margir heitir stuðningsmenn verðtryggingarinnar.

Ég hef aldrei átt neina samleið með þeim, finnst þeir vera grunnhyggin sýnd sem ég hef stórlega grunaða um að vera kostuð af Brussel.

En þú ert víst ekki sammála því.

Ég hef alltaf gaman að koma Davíð að, sjálfstæði okkar í dag eigum við honum að þakka, og alltí lagi að halda því til haga.

Sérstaklega þegar það gerir þykjustu fólkið á móti brjálað.

Það áttar sig ekki á að smettið á óvininum sem við glímum við er það hryllilegasta sem maðurinn hefur séð, myndir af kölska eru listræn fegurð í samanburðinum við það lægsta af öllu lága í siðleysi og græðgi sem knýr þetta skelfilega afl áfram.

Og það étið okkur með húð og hári ef Davíð hefði ekki verið í Seðlabankanum, og síðan rekinn þaðan, hrakinn út í Móa.

Aldrei hefði ég trúað þegar ég ungur hélt út í heim til að lemja á frjálshyggjunni, að ég ætti eftir að mæla þessi orð, en svona er þetta, við lifum ekki venjulega tíma.

Takk fyrir innlitið Elle.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.2.2013 kl. 06:59

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Sigurður.

Þú hefur ekkert á þing að gera.

Þá og þegar, þegar að því kemur, þá er þitt hlutverk að stappa stáli í menn í fremstu víglínu.

Gæði baráttujaxlanna er diffinn sem að lokum lætur gæfuna styðja von barna okkar um framtíð.

Um framtíð, ekki óöld.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.2.2013 kl. 07:57

5 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Merkilegt þó að AGS mat að um 120 milljarðar væru til fyrir fyrirtækin og milli 320-380 fyrir heimilin.

Það sem aftur á móti var gert var að nota 400 milljarða fyrir fyrirtækin og 80 fyrir heimilin.

Óskar Guðmundsson, 20.2.2013 kl. 08:50

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Var það Óskar, var þetta ekki bara fallega talið til að fá þjóðina til að ganga mótþróalaust á aftökupallinn.

Ég man bara eftir viðtalinu við Flanagan þar sem hann talaði um að skuldirnar væru ekki óbærilegar, við ættum eignir á móti.

Og að hann hefði ekkert á móti velferð, eða hinu og þessu, en menn gerðu ekki meir en þeir gætu, það yrði fyrst að greiða skuldirnar.

Greiðslubyrðin var þannig að þjóðin réði ekki við endurgreiðslur gjaldeyrislánsins, og þá tóku skuggaskilyrðin við.

En kjarninn er sá, að AGS segir svo sem margt ágætt þegar þeir mæta á staðinn.

En niðurstaðan er alltaf sú sama, að illt er gert verra, og sums staðar allt lagt í rjúkandi rúst.

Það er það sem er að gerast í Grikklandi í dag, það er það sem hefði gerst hérna ef ekki hefði verið sagt Nei við ICEsave.

Það var þá sem skipt var um taktík og the smúth talk tók við.

En að láta blekkjast af því, nei þakka þér fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.2.2013 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 2656
  • Frá upphafi: 1412714

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 2318
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband