Stóra spurningin er?

 

Af hverju sveik Steingrímur þjóð sína, stuðningsmenn, lífsskoðanir.

 

Af hverju hefur hann unnið í þágu vogunarsjóða frá því í byrjun árs 2009??

Af hverju samþykkti hann ICEsave???

Af hverju samþykkti hann forsendur ICEsave samningsins sem gerðu ráð fyrir glórulausri stóriðjuuppbyggingu???

Af hverju samþykkti hann skuldsetningu ríkissjóðs þar sem eina ráðið fyrir ríkissjóð var að selja seljanlegar eigur, þar sem Landsvirkjun, og einokun hennar á orkunýtingu, var krónudjásnið???

Af hverju???

Af hverju???

 

Við Íslendingar erum sérstakir en öll önnur dæmi í mannkynssögunni um slíkan viðsnúning, tengjast mútum, fégræðgi, gullþorsta.

Ónýtur flokkur, fylgislaus, rúinn æru og sóma.

Það er arfleið Steingríms.

 

Ef gullþorsti skýrir það ekki, hvað þá???

Kveðja að austan.


mbl.is „Hvergi nærri hættur í pólitík“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einfalt, heimska!

Það segir ekkert um vit að vera kjaftfor stjórnmlamaður.

Svikin tala sínu máli og það sem verra er, idiotin kyngja þegjandi og hljóðalaust.

Það verður gaman að vita hvaða örverpi á eftir að fæðast út úr einræðisherraflokknum VG daginn þann.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 19:29

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Bókin Icesave afleikur aldarinnar kemur með svarið - spilling og valdagrægði

Ómar Gíslason, 16.2.2013 kl. 19:44

3 identicon

???  Heimska, græðgi og oflæti svara merkjum spurninganna.  

Þær erfðasyndir útskýra hátterni aulans í áframhaldandi uppsöfnun ríkis-verðtryggðs ofur-lífeyris í nómenklatúrunni.

Eftir 30 ár á jötunni kann hann ekkert annað en að eltast við eigin heimsku, græðgi og dramb.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 20:03

4 identicon

Nú treystir hann á samtryggða velvild flokksforustu Sjálfstæðisflokksins og beggja hluta Samfylkingar

... sendiherradjobb ... ekkert hefur breyst í Bjartri framtíðinni á Dýrabæ.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 20:08

5 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Hvað með Framsókn ?? Þeir ætla að koma inn í kosnigar með loforð um afnám verðtryggingar á lán- vitandi að það er nú þegar búið að dæma þessi lán ólögmæt- og að hagsmunasamtök heimillanna eru að vinna þessa vinnu ?

 Framsóknarmenn munu aldrei vinna sigur- glæpastett forvera þeirra er ekki gleymd !

Erla Magna Alexandersdóttir, 16.2.2013 kl. 21:07

6 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ekki man ég hvað vg lofaði fyrir síðustu kostningar en mér finnst hann ekki hafa svikið neitt. sennilega stóð karlinn sig bara vel í öllum þessum látum

Rafn Guðmundsson, 16.2.2013 kl. 21:42

7 identicon

"Ég ætla svo sannarlega að vera þar með í verkunum og hugsa mér gott til glóðarinnar." segir þessi snillingur, maðurinn sem viðurkenndi að ef hann hefði verið í stjórnarandstöðu hefði hann kosið gegn ESB umsókn. Hann tók stólinn fram yfir vilja þjóðarinnar og fórnaði um leið VG á altari græðginnar.

Þegar SJS segir "mér" þá á hann örugglega akkúrt við það og þegar hann segir "mér gott" þá á hann örugglega ekkert við neitt annað.

Björn (IP-tala skráð) 17.2.2013 kl. 00:06

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er svo erfitt að viðhalda reiðinni,en á þeim tíma sem Steingrímur fór svellkaldur og ósvífinn í nýja samninga um Icesave,strax eftir að þjóðin hafði hafnað því að greiða þá,var reiðin svo mikil að ég hefði óskað að hafa galdra eins og ,,Merill,, og gera hann óvirkann með logandi augntilliti.Það tekur mikið á,þótt segja megi að reiðin sé réttmæt. Það er eins og að losna við skaðræðis innanmein,þegar maðurinn virðist óvirkur og geti ekki skaðað okkur meir. Það sem ég er að segja,þegar ógnin er horfin,þá er eins og mig langi ekki lengur að hegna með landsdómi,eða öðru,þótt hann hafi sannarlega unnið til þess. Samt er allstaðar í þjóðfélaginu vöntun á aga,til þess að viðhalda honum þarf að koma til ströng viðurlög. Svo segist kallinn hafa verið að taka til, ég átta mig ekki á því fyrir hvern, vinnuveitanda sinn!!?

Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2013 kl. 01:16

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið kæra fólk.

Helga, líklegast segir þessi setning þín allt um andvaraleysi fjöldans, 

 "Það sem ég er að segja,þegar ógnin er horfin,þá er eins og mig langi ekki lengur að hegna með landsdómi,eða öðru,".

Ógnin er ekki aðeins til staðar, hún er enn skelfilegri en var, og mun verða því sá sem skynjar ekki ógnina, mætir henni ekki.

Fyrr en það er of seint.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 17.2.2013 kl. 07:36

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Æi já,einhver dofi sest að manni eftir hverja orristu,um leið rýfur ,,óvinurinn,, skörð í raðir varnarsinna,þokast lymskulegar nær, lokkandi með fangið fullt af seðlum. Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 17.2.2013 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 23
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 2042
  • Frá upphafi: 1412741

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1795
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband