Hvenær voru Sjálfstæðismenn rændir?

 

Viti sínu og skynsemi ef þeir láta bjóða sér svona málflutningi, á ögurstundu þjóðarinnar.

 

Samfélagið mun hrynja innan frá ef gjöreyðingartæki verðtryggingarinnar verður ekki tekið úr sambandi, jafnframt því að hinar stökkbreyttu skuldir verða leiðréttar.

Samfélagslegt hrun bitnar fyrst og síðast á þeim sem eiga, þú þarft að eiga til að geta misst.

Stökkbreyttu lánin hafa ekki bara þurrkað upp eigið fé heimila, þúsundir smá og millifyrirtækja hafa séð á eftir sínu eigin fé  í hendur bankanna, og í fyrirsjáanlegri framtíð mun allur afrakstur þeirra fara í lánahítina.  Ekkert verður eftir handa þeim sem eiga og reka fyrirtækin.

Aðeins einn aðili hagnast á hinni óendanlegri heimsku sem einkennir málflutning forystu Sjálfstæðisflokksins, og það eru vogunarsjóðirnir, eða aðrir fjárfestar sem ætla sér að fjárfesta í hinum blóðmjólkandi bönkum.

 

Flestir sem misstu sparfé sitt við hrun bankanna eru Sjálfstæðismenn. 

Unga fólkið á höfuðborgarsvæðinu sem verst fór út úr hinum stökkbreyttu lánum er að stórum hluta í kjósendahópi Sjálfstæðisflokksins.

Atvinnurekendurnir sem núna eru fláðir inn af skinni eru að stórum hluta Sjálfstæðismenn.

 

Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á Hruninu er algjör, en örugglega ekki ætlunin.

En að bregðast við afleiðingum Hrunsins af ábyrgð og festu, með einbeittum vilja til að rétta af hag þeirra sem illa urðu úti, og eru óvart að stærstu hluta stuðningsmenn flokksins, með sanngirni og réttlæti að leiðarljósi, og með þeim ásetningi að þjóðin komi sterk til baka, segir til um hvort aular stjórni flokknum eða fólk.

Aular halda áfram á sömu braut.  Læra ekkert, er til þess eins losaðir upp úr skafli til að brjótast áfram yfir kolófæra heiði, til að festast aftur, og aftur ef kjósendur flokksins eru samþykkir feigðarflaninu.

 

Á slíkri leið er forysta Sjálfstæðisflokksins í dag.

Stefna hennar í efnahagsmálum er samhljóða stefnu Evrópusambandsins, fastgengi og innri niðurskurður.  Með nákvæmlega sömu afleiðingum.

Endalokum efnahagslegs sjálfstæðis þjóðarinnar, fátækt almennings, örbirgð þeirra sem höllum fæti stóðu fyrir.

 

Eini vafinn, þó ekki mikill sé, er hvort um aulahátturinn sé meðfæddur, að þetta fólk ráði ekki við verkefni sitt, eða hvort hann sé áunninn.

Áunninn í þágu þeirra sem komust í feitt með því að kaupa upp skuldir gömlu bankanna á hrakvirði.

Aðeins þeir hafa beinan hag af niðurbroti þjóðar og samfélags.

 

Sjálfstæðismenn, sem hafa verið rændir eigum, en ekki viti, þeir eiga auðvelt með að svara þessari spurningu.

Hinir eiga virkilega bágt.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Nauðsyn að lækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Ég sé ekki betur en að svokölluð óverðtryggð lán séu verðtryggð á líkan hátt og það sem við köllum verðtryggð lán, og bæði jafn slæm.

 Setti “Íslandsbanki færir verðbætur” inn í leitarvélina google.is og fæ þá ýmsar niðurstöður. Til dæmis skrifar  Sigurjón Gunnarsson 11. júní 2012 ........”Nýlega kynnti Íslandsbanki óverðtryggð lán með vaxtagreiðsluþaki. Í því felst að ef vextir óverðtryggðra lána verða hærri en ákveðið viðmið greiðast vextirnir ekki að fullu heldur er því sem er umfram viðmiðið fært inn á höfuðstólinn og dreifist yfir lánstímann sem eftir er. Þetta er sama meðhöndlun og er með verðbætur á verðtryggðum lánum. Landsbankinn bauð þetta fyrirkomulag á fyrstu óverðtryggðu íbúðalánum bankans árið 2009”........Egilsstaðir, 16.02.2013  jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 11:13

2 identicon

Mér sýnist að bæði verðtryggð lán og óverðtryggð lán, séu verðtryggð, bæði jafn slæm. **** Það á ekki að taka lán til íbúðabygginga hjá svonefndum fjárfestum.  Við verðum að læra hvað peningur (peningur er bókhald ) er og útbúa svo reglur um útlán til heimila og smærri  fyrirtækja.  Í hvert skipti sem einhver vill fjárfesta í íbúðarhúsi þá er það skoðað vandlega*** og ef það reynist hagkvæmt, þá skrifum við töluna til dæmis 30 miljónir inn í tóman sjóð.  Vextir 0,5% umsýsla. Síðan byggjum við húsið og þá er komið veð í húsinu fyrir tölunni sem er ekkert.  Sjóðurinn er þá orðin 30 miljónir með veði í góðu húsi. 

Svona byggjum við sjóðinn upp áfram, það skapast verðmæti með hverju vel ígrunduðu láni, eða með hverri velígrunduðu skuld.

Egilsstaðir, 16.02.2013  

Jónas gunnlaugsson (IP-tala skráð) 16.2.2013 kl. 11:22

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Kosnaðurinn við leiðréttinguna á að sjálfsögðu að greiðast af lánadrottnum-ekki skuldunautum(okkur=ríkinu).Ef þú færð lánað og borgar of mikið áttu að fá borgað til baka mismuninn frá lánadrottinum.Ekki öfugt.Ef þetta er vitleysa þá skal ég sko fara í mál hið snarasta við stærðfræðikennarann minn í barnaskólanum.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.2.2013 kl. 12:55

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þessar færslur sem ég setti hér að ofan,

er betra að lesa í bloginu,

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/

jg

Jónas Gunnlaugsson, 17.2.2013 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 27
  • Sl. sólarhring: 630
  • Sl. viku: 5611
  • Frá upphafi: 1399550

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 4784
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband