Hve lengi enn??

 

„Hver á að borga?“ er gjarnan spurt þegar rætt er um leiðréttingu á stökkbreyttum verðtryggðum lánum og afnámi verðtryggingar. Aldrei er spurt hver eigi að borga ef lánin verða EKKI leiðrétt. Hver á að borga þegar heimilin gefast upp á að borga? Hver á að borga þegar heimilin fara á hausinn? Hver á að borga fyrir aðgerðarleysi síðustu ára? Hvernig verðmetum við vonina? Við vitum að heimilin hafa borgað reikninginn hingað til og við vitum að þeim er að blæða út fyrir verðtrygginguna. Það er komið að því að setja heimilin í forgang. Heimilin eru grunnstoð samfélagsins. Vegna þeirra þurfum við m.a gott heilbrigðiskerfi, gott skólakerfi, góða löggæslu og sterkt atvinnulíf. Við verðum að sameinast um það sem skiptir raunverulegu máli. Framtíð heimilanna í landinu!.  (Birgir Örn Guðjónsson).

 

Hver á að borga þegar samfélagið er rústir einar, heimilin á vonarvol, heilbrigðiskerfið í lamasessi, stöðug átök á vinnumarkaði, upplausn og sundurlyndi?

Hver borgar hin verðtryggðu lán, hver borgar skattana til samfélagsins??

Kannski einhverjir, en ekki þeir sem  hafa menntun og burði til að  hefja nýtt líf í nýju landi þar sem fólk er ekki fláð inn af skinni af miskunnarlausu fjármálakerfi.

 

Hve lengi enn ætlum við standa sundruð á meðan örfáir koma þjóð okkar á kné, ræna heimilin, ræna samfélagið.

Gagnvart illskeyttu afli dugar ekki að mótmæla.  

Mótmæli gagnvart ægivaldi vogunarsjóðanna, sem hafa fjárfest í verðtryggingunni, eru gagnsminni en tilraun hins einmana námsmanns á Torgi hins himneska friðar, sem stóð aleinn fyrir framan lest skriðdreka og lyfti upp hendi sem merki um að þeir ættu að stöðva.  Nokkrum sekúndum seinna varð hann að blóðugri klessu sem seinna var hreinsuð upp með fægiskóflu.

Hann varð táknmynd andófs, en andófs sem engu skilaði annað en minningunni um andóf.

 

Gegn skriðdrekum valdsins dugar ekki að segja, "ég mótmæli".

Það dugar ekki að segja, "ég er á móti".

Það dugar ekki að segja, "eigum við ekki að vera á móti".

Ekki þegar valdið er að smala í útrýmingarbúðir þaðan sem fólk á ekki afturkvæmt.  Útrýmingarbúðir verðtryggingar, vaxta og ofurskatta í vasa fjármagns.

 

Skriðdrekar valdsins eru siðblindir menn, menn sem hafa selt vogunarsjóðunum sálu sína fyrir vellaunað starf pískarans.

Þeir verja verðtrygginguna með falsrökum og blekkingum, þeir sundra umræðunni, ráðast á þá sem voga sér að benda á óréttlætið, sem voga sér að benda á hina efnahagslega kviksyndi sem sjálfvirk hækkun skulda er á kreppu og samdráttartímum.

Þeir stjórna fjölmiðlum, þeir fóðra álitsgjafa, þeir móta þjóðmálaumræðuna með stanslausum blekkingum og útúrsnúning.

Við þekkjum þessa menn, þjóðin mætti þeim í ICEsave.

 

Þá töpuðu þeir en reynslunni ríkari sækja þeir að okkur til að hindra að við náum að sameinast gegn þeim fyrir næstu kosningar.  

Þær eru ögurstundin, eftir þær munu vogunarsjóðirnir eignast verðtrygginguna, löglega þannig að aðeins blóðug uppreisn fær þá brotið á bak aftur.

 

Skriðdrekum valdsins er sama hvort fólk kjósi óvinsæla stuðningsflokka  ríkisstjórnarinnar eða Sjálfstæðisflokkinn, sama hvaðan gott kemur.

Þeir óttast ekki fólkið sem er á móti, það er bara á móti, svo mikið á móti að ef fleiri en þrír koma saman, þá er komið fram nýtt framboð sem segir, kjósið mig.

 

En Framsóknarflokkurinn pirrar þá óendanlega, hann vogar sér ennþá að minnast á að það þurfi að gera heimilum landsins kleyft að lifa af í þessu landi.  Að það eigi að leiðrétta hinar stökkbreyttu skuldir. 

Þrátt fyrir óendanlegar kárínur og háðglósur síðastliðin fjögur ár, þá hefur hin nýja forysta hans ekki látið segjast, hún talar máli fólks en ekki fjármagns. 

Og er dauðsek fyrir bragðið.

 

Einnig óttast valdið mjög hóp skynsams fólks, sem hefur náð að mynda hóp á Feisbók, "Nú er komið nóg-  Réttlæti strax og verðtrygginguna burt".  Tilvitnun mín hér að ofan er í einn ágætan meðlim þessa hóps.  

Orð sem eru bæði sönn og réttlát.

 

Rakkar valdsins eru gerðir út gjammandi á þetta fólk, tvístrandi og sundrandi.  

ICEsave viðrini eru dregin fram með endurunnar háðglósur og faglegt vændi í þágu fjármagnsins.

Undirróður á öllum stigum mætir fólki vonar og réttlætis.

Undirróður sem dugar til að tryggja fjármagninu sigur í næstu kosningum.

 

Nema ef fólk hættir að mæta skriðdrekum valdsins með hendi á lofti verðandi að blóðugum klessum á strætum þjóðmálaumræðunnar.

Hættir að vera sundruð hjörð sem tvístrast í allar áttir þegar valdið ræðst til atlögu.

Og snýr bökum saman með einbeittum vilja að mæta skriðdrekunum og hrekja þá á flótta eins og litla Slóvenía gerði þegar skriðdrekar Serba réðust inní landið, og þeim var mætt af einurð og þeir hraktir á flótta.  Fyrir vikið var Slóvenía eina landið sem slapp við hörmungar borgarastríðsins í fyrrum löndum Júgóslavíu.

Því valdið sigrar aðeins sundraða hjörð, ekki sameinað afl fjöldans.

 

Undirróðurinn gegn voninni og réttlætinu, er sami undirróðurinn og bresku fjárkúgararnir beittu fyrir sig í ICEsave.

Og í því liggur von heimila landsins.

 

Undirróður gegn samfélögum fólks, velferð þeirra og velmegun, varðar sem slíkur ekki við lög, það er ekki ennþá búið að banna siðblindu, mannvonsku, og mannhatur.  

Arðrán og blóðmjólkun heimilanna er lögleg, að eiga stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka er löglegt.  Að ráða einhverja mannaumingja í vinnu á fjölmiðla landsins til að tala gegn samfélögum fólks, til að upphefja arðrán verðtryggingarinnar, til að níða niður vonina og réttlætið, er löglegt.

Eiginlega er öll mannvonska útrýmingarbúða fjármagnsins lögleg, að því gefnu að gas er bannað, þykir ekki gott fyrir ímyndina.

 

En undirróður í þágu erlends valds eftir að sama vald hefur ráðist á landið, varðar við lög.

Fjárkúgun varðar við lög.

Hlutdeild í fjárkúgun varðar við lög.

Að blekkja fólk í þágu fjárkúgara varðar við lög.

 

Með öðrum orðum, skriðdrekar fjármagnsins brutu lög í ICEsave fjárkúguninni og með því að kæra þá  samkvæmt lögum landsins, þá splundrast þeir og undirróður vogunarsjóðanna verður að engu.

Í stað þess að vonin og réttlætið sé sífellt að verjast atlögum undirróðursins, þá þarf undirróðurinn að verjast gyðju réttlætisins.

Í þessu er von heimila landsins fólgin.

 

Og ég spyr, Hve lengi enn á sú von að vera falin í dáðleysi og ótta?

Þeirra sem virkilega vilja verja heimili landsins.

 

Hve lengi enn?

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll félagi. Hjartanlega sammála þér, vel skrifað fyrir lesblindan manninn Kristinn J :) þetta er sko ekkert tröll þessi skrif þín hér. Takk

Kristinn J (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 17:36

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flottur, flokksræðið verður að víkja og til þess þarf sterka einstaklinga sem þora ég er að spá í að vera einn af þeim.

Sigurður Haraldsson, 15.2.2013 kl. 18:30

3 identicon

Frábær pistill í hreinum anda Dike, gyðju réttlætisins. 

Og þetta vissu hinir vitru menn forðum.  Hér eru orð Hesiod:

Hesiod, Works and Days 212 ff (trans. Evelyn-White) (Greek epic C8th or C7th B.C.) :

"Listen to right and do not foster violence; for violence is bad for a poor man. Even the prosperous cannot easily bear its burden, but is weighed down under it when he has fallen into delusion. The better path is to go by on the other side towards justice; for Dike (Justice) beats Hybris (Outrage) when she comes at length to the end of the race. But only when he has suffered does the fool learn this. For Horkos (Horcus, Oath) keeps pace with wrong judgements. There is a noise when Dike (Justice) is being dragged in the way where those who devour bribes and give sentence with crooked judgements, take her. And she, wrapped in mist, follows to the city and haunts of the people, weeping, and bringing mischief to men, even to such as have driven her forth in that they did not deal straightly with her. But they who give straight judgements to strangers and to the men of the land, and go not aside from what is just, their city flourishes, and the people prosper in it: Eirene (Irene, Peace), the nurse of children, is abroad in their land, and all-seeing Zeus never decrees cruel war against them. Neither famine nor disaster ever haunt men who do true justice; but light-heartedly they tend the fields which are all their care. The earth bears them victual in plenty, and on the mountains the oak bears acorns upon the top and bees in the midst. Their woolly sheep are laden with fleeces; their women bear children like their parents. They flourish continually with good things, and do not travel on ships, for the grain-giving earth bears them fruit."

Hesiod, Works and Days 248 ff : "There is Virgin Dike (Justice), the daughter of Zeus, who is honoured and reverenced among the gods who dwell on Olympos, and whenever anyone hurts her with lying slander, she sits beside her father, Zeus the son of Kronos (Cronus), and tells him of men's wicked heart, until the people pay for the mad folly of their princes who, evilly minded, pervert judgement and give sentence crookedly."

Hesiod, Works and Days 274 ff :
"For whoever knows the right and is ready to speak it, far-seeing Zeus gives him prosperity; but whoever deliberately lies in his witness and forswears himself, and so hurts Dike (Justice) and sins beyond repair, that man's generation is left obscure thereafter. But the generation of the man who swears truly is better thenceforward."

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 18:37

4 identicon

Réttlætið snýst um almenna velferð og heilbrigt streymi lífsins:

"The better path is to go by on the other side towards justice; for Dike (Justice) beats Hybris (Outrage) when she comes at length to the end of the race. But only when he has suffered does the fool learn this."

"... they who give straight judgements to strangers and to the men of the land, and go not aside from what is just, their city flourishes, and the people prosper in it"

"Their woolly sheep are laden with fleeces;

their women bear children like their parents.

They flourish continually with good things,

and do not travel on ships,

for the grain-giving earth bears them fruit."

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 15.2.2013 kl. 18:56

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

sennilega er til svar við þessu "Nú er komið nóg- Réttlæti strax og verðtrygginguna burt".

eina leiðin (að mínu mati) er að við göngum í stærra samfélag eins og t.d. ESB. þangað til er vonlaust að losna við verðtrygginguna.

Rafn Guðmundsson, 15.2.2013 kl. 21:40

6 Smámynd: Rafn Guðmundsson

framhald

allavega á ég erfitt með að sjá að einhver sé tilbúinn að lána 10ltr af bensíni og vera sáttur með að fá 7-8 tilbaka

Rafn Guðmundsson, 15.2.2013 kl. 21:52

7 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Rafn Guðmundsson; Það er ekkert í reglum ESB sem segir að við getum ekki haldið í verðtryginguna. En ef þú finnur þessa reglu hjá þeim skaltu benda mér á hana...

Það er rugl sem haldið hefur verið fram að við losnum við verðtryggingu ef við göngum í ESB, lélegt áróðursbragð sem stenst ekki skoðun.

Varðandi það að lána 10 lítra af bensíni og fá bara 7-8 til baka er lélegt reikningsdæmi, hversvegna heldur þú að vextir séu?

Ef þú lánar 100 kr og ert með 6% vexti þá færðu hve mikið til baka? svo ef þú bætir núverandi verðtryggingu ofaná þá ertu að bæta við arðgreiðsluna sem eigandi 100 krónanna getur greitt sér eftir árið... Það eru gerfihagfræðingar eins og Þorvaldur Gylfason sem halda öðru fram, enda vildi hann að þjóðin borgaði ICESAVE sem tilheyrði einkafyrirtæki þar sem eigendurnir fengu milljónir í arð á hverju ári fram að hruni. Þeir peningar komu til þeirra vegna verðtryggingar...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 16.2.2013 kl. 00:01

8 Smámynd: Rafn Guðmundsson

eftir þessa ræðu er ég svo sem orðlaus - hafðu þetta eins og þú vilt

Rafn Guðmundsson, 16.2.2013 kl. 01:43

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Rafn, hvar eru endamörk stuðnings þíns við rán, rupl og aðra óhæfu í þágu fjármagns og fjármagnsbófa???

Við kynþáttahyggju apartheid??

Við frjálst flæði kvenna í vændishús.

Við hungur og hungursneyð??

Hvar eru mörkin, væri fróðlegt að vita.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.2.2013 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 47
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 2066
  • Frá upphafi: 1412765

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1819
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband