15.2.2013 | 08:03
Ég vil líka.
Er óp sem barst um allan Landsspítalann þegar Samfylkingin komst að því að hennar auðmjúkur þjónn í erfiðu starfi böðulsins, var ekki nógu vel haldinn. Og minnug þess að valdsmenn fyrri tíma vissu að enginn var böðullinn ef ærleg var ekki þóknunin, að þá hækkaði hún laun hins bágstadda.
En gætti ekki að sér, fórnarlömbin voru ekki hlekkjuð við bás sinn eins og á þeim tímum þegar böðlar valdsins voru þarfastir þjónar, þau gátu farið.
Og þau fóru.
Það dugði ekki að draga böðulshækkunina til baka, fórnarlömb valdsins voru ekki lengur tilbúin að láta skera sig niður, ekki lengur, ekki lengur í þágu vogunarsjóða og fjárbraskara.
Og tímarnir voru ekki bara breyttir hvað varðar lausung fórnarlamba, fórnarlömbin hafa vald til að ákveða vald valdsmanna. Þau hafa kosningarétt, fórnarlömb vogunarsjóðanna og fjárbraskara hafa kosningarétt.
Og það á að kjósa í vor.
Þess vegna var samið út í loftið, án fjárveitinga, án innstæðu.
Því það eru ekki til peningar í fólk, aðeins fjármagn.
En fyrir kosningar eru slegnir kosningavíxlar í þeirri von að minni fórnarlamba er minni Alzheimersjúklingsins, að muna fortíðina þegar valdið var mennskt, en gleyma nútíðina þegar það er blóðugur þjónn fjármagns og græðgi.
Þess vegna var fólk platað til baka með krónum sem eru ekki til, sem munu brenna á báli verðbólgunnar og fóðra þannig skrímsli verðtryggingarinnar.
En ópið er ekki þagnað.
Ég vil líka.
Ég vil líka.
Kveðja að austan.
Hækkanirnar nái til allra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 47
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 2066
- Frá upphafi: 1412765
Annað
- Innlit í dag: 47
- Innlit sl. viku: 1819
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.