Á öllum tímum hafa verið til menn sem hafa varið óhæfuverk.

 

Ekkert er svo sjúkt að í nafni hugsjóna eða hagsmuna komi þeir því ekki til varnar.

Hvort sem þeir eru að verja óhæfuverk Rauðu Khemranna, fangabúðir nasista, gulagið, aðför alþjóðavæðingarinnar að efnahagskerfi heimsins, eða ég tali ekki um nýjasta sjúkleikann, að verja aðför ofurríkra fjármálamanna að  samfélögum Evrópu, að þá geta þeir alltaf fundið réttlætingu og klínt glæp sínum á aðra.

Á bak við þessa réttlætingu er alltaf sama tungutakið, sama uppbyggingin í rökfærslu enda er aðeins talað eitt tungumál í neðra, tungumál  andskotans.

 

Grikkir eru spilltir, þess vegna má eyða innviðum grísks samfélags og ræna þjóðina.  Því þeir eru sekir.

Íbúar borga Kambódíu höfðu aðlagast úrkynjaðri menningu vestrænna borgarsamfélaga, þess vegna mátti reka þá út í sveitir landsins kenna þeim nýja siði, atvinnuhætti steinaldar.  Því þeir voru sekir.

Úkraínskir bændur höfðu keypt jarðir sínar af gamla jarðeigandaaðlinum, voru því orðnir sjálfstæðir smábændur.  Þess vegna mátti ræna þá uppskerunni til að fjármagna iðnaðaruppbyggingu Sovétsins.  Hungurdauði milljóna var réttlætanlegt, því þeir voru sekir.

Svart fólk í Afríku bjó við lágmenningu og var latt, þess vegna var réttlætanlegt að flytja það nauðugt til Ameríku til að láta það vinna, kenna því aga svo það væri ekki byrði á jörðinni.  Það var gert að þrælum því það var sekt um að þekkja ekki siðmenningu hins vestræna manns.

Gyðingar voru okrara, sífellt til vandræða, og þeir drápu Krist.  Sekari en syndin og enginn sagði neitt í Evrópu þegar þeim var smalað í fangabúðir.  Gráturinn kom seinna þegar menn sáu afleiðingarnar en samt var til fólk sem sagði að þeir ættu þetta skilið, þeir voru sekir.

 

Sama rökfærslan, sami málflutningurinn, aðeins mismunandi hver eða hvaða hópur er sekur.  

Í dag er til dæmis talið alltí lagi að sprengja upp brúðkaup með ómönnuðum flugvélum ef grunur leikur á að hryðjuverkamenn leynist í hópnum.  Því þetta er sekt fólk.  

Þeir sem flugu flugvélunum á tvíburaturnana töldu sig mega það því fórnarlömb þeirra væru sek, sek um að vera til.

 

Og það er mesta sektin, að vera til, ef þú tilheyrir ákveðnum hópi þar sem allir einstaklingar í honum er sekir, þá má gera þér allt, þú átt refsingu þína skilið.

Hvort sem þú ert gyðingur, Afgani eða Íslendingur.

 

Stuðningsmenn ICEsave fjárkúgunar breta nota þessa réttlætingu, að þjóðin sé sek. 

Sek um að hafa valdið stórþjóðum skaða með háttsemi sinn og notað lagarefjar til að losna undan sanngjörnum dóm.  Fáir hafa orðað þessa hugsun af jafn mikilli mælsku og maður sem á mikið undir velvild vogunarsjóða eftir yfirtöku þeirra á íslensku efnahagslífi eftir kosningar.

Grímur Atlason, bloggari með meiru á snilldarpistil á tungumáli andskotans um hina meint sekt mína, fjölskyldu minnar, nágranna, auk allra annarra í sömu sporum.  Það er þeim sporum að vera íbúi þessa lands.  

Ég ætla ekki að kommentera neitt á þessa færslu, aðeins að birta hér kjarna mælsku hans, til heiðurs öllum þeim sem geta varið óhæfuverk, mannvonsku og siðlausa græðgi í þágu hagsmuna sinna eða pólitískra skoðana.  

Minni aðeins á að svona menn ganga lausir vegna þess að lögum er ekki framfylgt í landinu.  

 

En gefum Grími orðið.

 

"Þetta er hinn meinti stórsigur Íslands. Við fórum um heiminn í hroka okkar og megalómaníu með bankamenn sem kunnu fátt en höfðu það með sér að vera vinir Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Við rændum sparnaði einstaklinga, félagasamtaka og sveitarfélaga. Lofuðum að standa við okkar skuldbindingar en stungum af þegar á hólminn var komið. Tölum síðan um réttlæti og yfirgang stórþjóða í okkar garð. Nei, þetta er ekki sigur og ekkert réttlæti. Hér eru bara lagaklækir sem skáru okkur úr snöru ræfildómsins. Þetta er engin staðfesta eða dæmi um smáþjóð sem st óð í lappirnar – aðeins siðferðilega brenglaðir lukkuriddarar sem hræra í potti ótta og fáfræði.".

 

Munum samt áður en allt verður hér rjúkandi rúst, að lög gilda í landinu.

Að þeir sem eru að kveikja í heimilum landsins, hafa sogið allt eigið fé úr fyrirtækjum fólks, og ásælast skattfé almennings í þágu fjármagns, að þeir brutu lögin með stuðningi sínum við fjárkúgun breta.  

Þar var þar sem þeim varð á.

 

Núverandi skemmdarverk þeirra er innan ramma laganna því fjármagnið hefur kostað lagasetningu undanfarinna ára.  

En það gleymdi að fella úr gildi ákvæði laga sem bannar fjárkúgun, og bannar samvinnu við erlent vald við að skerða sjálfsákvörðunarrétt og sjálfstæði þjóðarinnar.

 

Fjármagnið tapaði einni orrustu í ICEsave, því það kemst ekki framhjá réttarríkinu.  Það getur aðeins gert réttarríkið tortryggilegt, og stimplað sektarstimpli á enni þjóðarinnar, en það gat ekki numið afnumið þá reglu réttarríkisins að dæma eftir lögum.  

Þess vegna tapað það gengistryggingarmálinu, það giltu lög.  

Þess vegna tapaði það fyrir EFTA dómnum, það gilda lög.  

 

En það ver verðtrygginguna með kjafti og klóm.  Grein Gríms er ein af mörgum sem dreift er núna um samfélagið í þeim tilgangi að koma höggi á Framsóknarflokkinn því hann vogar sér að vefengja það helga vé.  Og hefur hlotið fylgi út á.

Sömu örlög munu bíða allra sem fara gegn verðtryggingunni.

Rökkum verður sigað á þá.  Sömu rökkum og var sigað á þjóðina þegar hún neitaði að samþykkja syndaaflausn Svavars.  

 

Þeir sem vilja ekki lifa sem skuldaþrælar ævilangt, verða að fara að skilja þetta.

Og þeir verða líka að fara að skilja að aðeins eitt tæki ræður fjármagnið ekki við í dag.  

Lögin.

Annað á það, fjölmiðlana, andófs flokkana, stjórnmálastéttina með örfáum undantekningum, háskólasamfélagið, valdaelítuna.

 

Hælbítar þjóðarinnar munu halda áfram að bíta í hana þar til síðasti skuldahlekkurinn hefur verið hamraður á börnin okkar.  Á framtíðina.  

Ónýtir skólar, ónýt sjúkrahús, eilífðarlán sem aldrei borgast niður, sultarlaun, aðeins yfirstétt hefur í sig og á.  

 

Aðeins lögin geta stöðvað þessa hælbíta.

Aðeins lögin geta stöðvað það afl sem gerir þá út, sem gerir stjórnmálamenn okkar út til að leggja þjóðina í skuldaánauð.

 

Þeir brutu lög í ICEsave.

Og þeir eiga að gjalda þess.

Barnanna okkar vegna.

 

Þau eiga líf sem okkur ber skylda til að vernda.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Lögin sem slík stöðva engan mann. Lögin eru samfélagssáttmáli og reglur samfélagsins okkar. Okkur sem borgurum þessa lands ber skilda að benda á lögbrjóta.  Benda á og ákæra þann brotlega.  Brotamenn grafa undan sáttmála samfélagsins.

Nú eru launaðar stéttir samfélagsins sem eiga að handsama menn sem brjóta lög og færa þá til dómara. Það hefur ekki gerst enn í máli sem endaði í lok janúar eða Icesavemálinu. 

Það er til borgaraleg handtaka. Líklega er lögregla og opinbert ákæruvald að bíða eftir að borgarar taki ábyrgðina þessum handtökum, því aflleysi þeirra er viðblasandi öllum öðrum en þeim sjálfum.

Eggert Guðmundsson, 12.2.2013 kl. 14:43

2 identicon

Drottinn minn dýri!!....þetta er sjúklegt rugl hjá þér!!!! Eru þeir, sem sögðu já við Icesave nú orðnir voða vondir menn, jafnvel eins og Rauðu Khmerarnir!!??....Get a life!!!....Þú virðist helst vilja fangelsa það Já-fólkið!!! Þér er ekki sjálfrátt!!!! Þetta er hreint og beint hlægilegur pistill!!!

Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 12.2.2013 kl. 15:51

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Ég hef stundum spáð í hver skýring þess að fólk vilji sjálfviljugt leggja á sig skuldahlekki, í stað þess að berjast gegn þeim sem slíka iðju stunda, að þrælka fólk, að knýja það í skuldaánauð.

Einna helst hef ég talið að annaðhvort væruð þið alvarlega lesblind, eða stórlega greindarskert.  Sem gerir þann glæp að blekkja ykkur ennþá alvarlegri.

Verð að játa að ég veit ekki alveg hvar ég á að flokka þig.

Þokkalega læs maður skilur strax að hér er verið að fjalla um þá sem verja óhæfuverk, með ákveðnum röksemdum, sem virðast vera gegnumgangandi óháð þeim atburðum eða óhæfu sem menn eru að verja.

Þar ber hæst að gera ákveðinn hóp sekan vegna gjörða örfárra, eða jafnvel þó enginn í viðkomandi hóp hafi gert nokkuð af sér.  Sektin er síðan notuð til að réttlæta það sem kemur fyrir þennan hóp.

Jafnvel lesblindur maður getur ekki tengt þann verknað, að verja óhæfuverk á grundvelli meintrar sektar, við þá sem sögðu Já við ICEsave, svo það líklegast útilokar meinta lesblindu þína Kristin.

Hvað þá að það sé verið að líkja Já sinnum við þá sem frömdu þau voðaverk sem er verið að réttlæta.  

Varðandi það ég vilji fangelsa allt Já fólkið, þá er það svo sem ágætis hugmynd, stuðningur við fjárkúgun er aldrei réttlætanleg.

En ég geri mun á þeim sem teymdi asnann og sjálfum asnanum.

Svo hafðu engar áhyggjur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.2.2013 kl. 16:31

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Eggert, þetta er spurning.

Sem fæst svarað eftir kæru, ef hinir launuðu embættismenn gegna ekki skyldu sinni, þá er ljóst að þeir lúta boðvaldi hins erlenda valds sem reyndi að fjárkúga þjóðina.

Og þar með samsekt um glæp, sem ég vona ekki.

En aðgerðarleysið fer að verða grunsamlegt.

Til dæmis ber ríkislögreglustjóra skyldu til að bregðast við hryðjuverkum, ICEsave er hryðjuverk.

Mun meira hryðjuverk en þegar drukkin ógæfumaður skýtur úr haglabyssu uppí loftið.

Svo, það er eitthvað spúkí í gangi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.2.2013 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 315
  • Sl. sólarhring: 794
  • Sl. viku: 6046
  • Frá upphafi: 1399214

Annað

  • Innlit í dag: 267
  • Innlit sl. viku: 5122
  • Gestir í dag: 251
  • IP-tölur í dag: 249

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband