Skjálfti á Alþingi.

 

Það sem alþingismenn óttast, allir sem einn, en mismikið þó, er að þjóðin ákæri þá fyrir ICEsave samninginn örlagaríka sem samþykktur var 29. ágúst 2009.

 

Í þeim samningi var skatttekjum þjóðarinnar ráðstafað á ólöglegan hátt til erlends valds og eigur þjóðarinnar lagðar undir sem veð. 

Í samningnum voru vanefndarákvæði sem sviptu þjóðina alla möguleika til að takast á við fjárhagsleg vandræði framtíðarinnar, bara það eitt að endursemja um lán gat kallað fram vanefnd.  

Í  samningnum var dómsvald framselt úr landi, breskur dómsstóll gat dæmt landið gjaldþrota, án þess að bretar þyrftu að hleypa af einu einasta skoti, og höfðu þar með sjálfstæði þjóðarinnar í hendi sér.

 

Þess vegna þurfti að komast að því hvort einhver hefði komist inní tölvukerfi Alþingis.  

Hafði einhver beinar upplýsingar um svikin á bak við tjöldin, en ekkert þjóðþing selur þjóð sína í hendur fjárkúgara án þess að fé skipti um hendur, hagsmunum sé lofað, hótunum beitt.

Og á tölvuöld er allt slíkt skráð á rafeindir, samskipti manna, auk ýmissa leyndra orða sem þola ekki dagsljósið.

 

Alþingismenn vita ekki hvað hinn meinti tölvubrjótur kann að vita um þá.

Þess vegna voru mennirnir sem utanríkisráðherra mælti með því þeir hefðu aldrei verið í kór, fengnir til að skoða hið meinta tölvubrot.  

En þeir gættu ekki að einu, að greiði elur af sér greiða.   Þeir halda að slíkt sé bara þegar þeir þiggja peninga í prófkjörum eða í kosningabaráttu.

Og greiðinn til FBI var sá að í staðinn fengu mennirnir sem utanríkisráðherra vottar að séu ekki kórdrengir, að skoða tölvuna hennar Birgittu Jónsdóttir.

 

Núna þegar það hentaði einhverjum að koma því í hámæli, þá er mikið fjaðrafok á Alþingi, og það fok stafar af óttanum eina, hefur upp um mig komist?' Var FBI eftir allt saman að rannsaka Birgittu en ekki tölvuinnbrotið, var það yfirskin eitt??

Og hvað veit þá tölvuuppbrjóturinn??

Veit hann hverjir sviku beint, og hverjir sviku óbeint??

Er það þess vegna sem Þorgerður Katrín er svona æst, að bakmálið við ríkisstjórnina upplýsist???

 

Allavega verður svona umræða fjaðrafoksins ekki til uppúr þurru.  Og allra síst upp úr heimilistölvu Birgittu Jónsdóttir.  Þó það sér örugglega margt skemmtilegt í henni, til dæmis af íslenskri þjóðlaga tónlist.  

Og skjálftinn á þingi á eftir að aukast.

Því þegar er fólk farið að hópa sig saman og ræða útfærslu á hinni fyrirhugaðri ákæru.

 

Því það er þannig.

Menn svíkja ekki þjóð sína nema einu sinni.

Því um það gilda lög.

 

Líka á Íslandi.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is FBI ekki samkoma kórdrengja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hreint út sagt ein mögnuðustu orð sem skrifuð hafa verið á íslenska tungu og þau segja umbúðalausan og vafningalausan sannleikann. 

Hafðu miklar þakkir fyrir að þora að segja þessi mögnuðu orð Ómar, þau munu lifa jafn lengi og eitthvert íslenskt hjarta slær og vonum að svo verði, því um líf þjóðarinnar er nú teflt í ógnþrunginni atskák:

"Það sem alþingismenn óttast, allir sem einn, en mismikið þó, er að þjóðin ákæri þá fyrir ICEsave samninginn örlagaríka sem samþykktur var 29. ágúst 2009.

Í þeim samningi var skatttekjum þjóðarinnar ráðstafað á ólöglegan hátt til erlends valds og eigur þjóðarinnar lagðar undir sem veð. 

Í samningnum voru vanefndarákvæði sem sviptu þjóðina alla möguleika til að takast á við fjárhagsleg vandræði framtíðarinnar, bara það eitt að endursemja um lán gat kallað fram vanefnd.  

Í  samningnum var dómsvald framselt úr landi, breskur dómsstóll gat dæmt landið gjaldþrota, án þess að bretar þyrftu að hleypa af einu einasta skoti, og höfðu þar með sjálfstæði þjóðarinnar í hendi sér."

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 20:20

2 identicon

Í þessu samhengi er vert að minna á 86. og 87. gr. Hegningarlaga:

86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.

87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.

Gilda hér lög eða ekki?

Gilda hegningarlögin bara þegar einhver róni stelur Findus lasagna í Bónus eða Iceland,

en ekki þegar leppar stórþjófa og vogunarsjóða glóbalískra auðhringabanka beinlínis ganga gegn almannahagsmunum islensku þjóðarinnar og kjósa sér að ráðstafa

"skatttekjum þjóðarinnar ... á ólöglegan hátt til erlends valds og eigur þjóðarinnar lagðar undir sem veð:"?

Á það skal minnt að ef lögin eru í sundur slitin, þá er úti um friðinn.  Það eru gömul og sígild orð sem lifað hafa í minni þjóðarinnar í rúm 1100 ár.

Gleymum því aldrei, að frjálsir menn óttast ekkert, en það gera þrælar.  Ætlum við að láta það spyrjast út um okkur að íslenska þjóðin sé upp til hópa þrælar sem lúti yfirráðum leppa stórþjófa og ræningja? 

Pétur Örn B jörnsson (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 20:44

3 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Fann þennan kór sem kennir sig við FBI

http://www.youtube.com/watch?v=-PhdsSKyVFU

Hreinn Sigurðsson, 11.2.2013 kl. 21:17

4 identicon

Kannski stóra hrossakjötsmálið vegi nú þyngra en lög þau sem gilda eiga hér á landi?

Kannski það sé úlfaldinn úr mýflugunni, sem þjóðinni er nú boðið upp á svo allir standi á blístri

Nú á bolludegi skelfur þingið, Atli farinn heim eina ferðina enn;

en er ekki örugglega sprengidagur á morgun og öskudagur þar á eftir?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 21:33

5 identicon

Kjötkveðjuhátíðinni er lokið, einungis spurning um hvernig endalokin verða á föstunni.

Þeir krossfestu Krist á föstudegi og nú er spurningin hvort þeim takist að krossfesta íslenska þjóð,

líkt og Svavar kallaði það svo smekklega "fyrir syndir fjármálaheimsins" og glotti svo kalt, ískalt.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 21:39

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hreinn,.

Ætli Össur hafi ekki skoðað þetta myndband og borið saman við myndir af FBI eidentunum og komist að því að þeir væru ekki í kórnum, og þar með ekki kórdrengir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.2.2013 kl. 08:27

7 Smámynd: Ómar Geirsson

"Þeir krossfestu Krist á föstudegi og nú er spurningin hvort þeim takist að krossfesta íslenska þjóð,

líkt og Svavar kallaði það svo smekklega "fyrir syndir fjármálaheimsins" og glotti svo kalt, ískalt."

Blessaður Pétur, ég held að þú hafi höggvið nærri kjarna lífsháskans, fólk heldur að krossfesting þjóðarinnar sé skráð í skýin að vilja guðs, Arðsins.

En Arður er ekki guð, og fyrir syndir gegn honum verður enginn frjáls maður krossfestur, engin frjáls þjóð krossfest.

Svo aftur erum við komnir  að forsendu alls, býr frjáls fólk í landi frjálsrar þjóðar??

Verkefni dagsins verður að takast á við þá spurningu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.2.2013 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 23
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 2042
  • Frá upphafi: 1412741

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 1795
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband