Frjálshyggja Evrópusambandsins í hnotskurn.

 

Kostnaður framleiðslu keyrður niður úr öllu valdi, svo koma skynheilagir hræsnarar og segja "Ha, fáum við ekki fyrsta flokks vöru fyrir 5 flokks verð?".

Sem þeir vita mæta vel að þeir fá ekki.

En þessi vinnubrögð þess í neðra hafa einn tilgang, að drepa niður framleiðslu nærumhverfisins.  Að eyðileggja það sem er gott og heilbrigt í samfélaginu.

 

Það þarf að lækka kostnað, það þarf að lækka laun, sérstaklega laun hinna vinnandi stétta.  

Lágmarkslaun eru of há, sérstaklega fær skúringarkonan og sá sem vinnur verkin alltof há laun.  Þau eru svo miklu hærri en í verksmiðjum Bangladesh.

Bændur eiga ekki að framleiða, þeir eiga að vinna í verksmiðjum, helst erfðabreyttum, færiböndum, ógeði.  Annað en ógeð er kostnaður.  

 

Allt sem tilheyrir eðlilegu samfélagi, eðlilegu lífi er kostnaður.

Það er allt kostnaður, nema eitt.

 

Arðurinn.

Hann má vera óendanlegur, og mun verða óendalegur þegar draumríki frjálshyggjunnar, helvíti á jörð, verður að veruleika.

Og það helvíti er nærri en margan grunar.

Kveðja að austan.


mbl.is Ekkert lát á hrossakjötshneykslinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú meiri þvælan, heldur þú að þetta gerist ekki í asíu og norður ameríku?

Varla trúir þú því sjàlfur að Evrópa af öllum heimsàlfum heims sé aftarlega à merinni þegar kemur að matvælaöryggi?

Get svo upplýst þig um það að à Íslandi hefur folalda og hrossakjöt verið selt sem nautakjöt à veitingastöðum í àraraðir.....

Hatrið er svo mikoð í þessum skrifum þínum að þú virðist hafa fórnað almennri skynsemi

Jón Bjarni Steinsson (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 10:11

2 identicon

Ég skil menn séu hræddir en þurfum við virkilega að segja "þegar"? Það sem komst næst þessu draumaríki sem Ómar talar um hingað til var Hitlers Þýskaland, sem með skipulögðum hætti tók eignir frá almenningi og færði á hendur stórfyrirtækja sem voru stjórnvöldum þóknanleg, og mörg þau hin sömu starfa enn í dag og eru sérstaklega vafasöm siðferðilega. Þau hafa mörg höfuðstöðvar sínar í Þýskalandi og hafa mikil ítök og áhrif í Evrópusambandinu. Það starfa líka enn fyrirtæki í Bandaríkjunum eins og General Motors sem á einn eða annan hátt voru viðriðin Helförina. Í Helföinni var alls konar "óæskilegu" fólki, menntafólki með "rangar" skoðanir, vinstrisinnum, veiku fólki, áhangendum ákveðinna trúarhópa sem banna ofbeldi í öllum birtingarmyndum (til dæmis Votta Jehóva) og studdu því ekki stríðsrekstur, en þó sérstaklega gyðingum, smalað saman og það myrtir. Þetta fólk var látið vinna á lægstu hugsanlegu launum, engum, og fá lítinn og lélegan mat (sem í dag hefði auðvitað verið erfðabreyttur og fjöldaframleiddur), langt undir lágmarkskalóríufjölda, og síðan þegar það var dáið, voru lík þeirra tekin og notuð í frekari framleiðslu, til dæmis á sápu, svo hægt væri að hámarka arðinn af starfsfólkinu með því móti það væri enn hægt að hagnast á því eftir dauðann. En það var reynt að koma í veg fyrir þetta og það er reynt með enn meiri hætti í dag að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Og við getum komið í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Það sem þarf að gera er að segja fólkinu, öllu, án undantekninga: Við erum eitt. Við höfum áhrif. Við getum breytt þessu. Við VERÐUM að breyta þessu. Þegar við byrjum að skilja þetta fyrsta, og trúa þessu síðasta, þá breytast hlutirnir í alvörunni.

Ævar (IP-tala skráð) 11.2.2013 kl. 10:34

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón Bjarni.

Þrælabúðir frjálshyggjunnar virða ekki heimsálfur, en þið sauðtryggu greyin sem labbið sjálfviljugir inní ESB virðist ekki átta ykkur á að Evrópa er að verða ein slík. 

Og það er markmiðið, ráðmenn ESB tala um stríð við þrælabúðir Asíu og þeirra svar er að keyra niður kostnað í Evrópu.  

Og þeirra sterkasta vopn er reglugerðarfarganið sem drepur niður alla framleiðslu í nærumhverfi en stórfyrirtæki mæta með útvistun, eða glæpaklíkur með því að virða engar reglur.

Ef þú hefðir vott af sens fyrir framtíð þinni þá myndi þú mæta þessari uppákomu með rökum eins og það verður að stöðva þetta, og ef svona sori skekkir samkeppni heilbrigðs atvinnulífs, þá snýrð þér að honum þar sem hann tíðkast, en notar það ekki sem rök að fyrst að helvíti á jörð sé skrefi nær í öðrum heimsálfum, þá sé það alltí góðu að það blómstri líka í Evrópu.

Varðandi með þessu röksemd þína um hatur að þá var hún mikið notuð á fjórða áratugnum af verjendum Þýskalands, ef ég man rétt þá var Churchil víttur i breska þinginu fyrir haturstal um stjórnendur þess ágæta ríkis.

Hatrið fólst í að benda á staðreyndir.

Því sá sem gerir lygi að lífsskoðun, hann grenjar ekki undan lygum, hann grenjar aðeins undan sannleikanum.

Því við honum á lygin ekkert svar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.2.2013 kl. 12:09

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessað Ævar.

Þetta er byrjað aftur, nema í lúmskari mynd. 

En kuldinn gagnvart fórnarlömbum helfarinnar er alltaf sá sami, fyrst það er ekki við, þá er það gott á þá.  Sérstaklega er það áberandi með íslensku skattsvikarana sem tala um spillta Grikki.

Eða uppþurrkaðar fyllibyttur sem tala um þörfina á þýskum aga.

Samt átti að opna nýja búðir á Íslandi, en því var frestað vegna ICEsave.

Frestað fram yfir kosningar.

Og enginn, enginn lyftir upp lyftafingri til að verjast.

En margir tala, og bjóða fram, bjóða fram um allt nema vörn þjóðarinnar.

Ekkert framboð talar svona:

"Og við getum komið í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Það sem þarf að gera er að segja fólkinu, öllu, án undantekninga: Við erum eitt. Við höfum áhrif. Við getum breytt þessu. Við VERÐUM að breyta þessu. Þegar við byrjum að skilja þetta fyrsta, og trúa þessu síðasta, þá breytast hlutirnir í alvörunni. ".

Takk fyrir Ævar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.2.2013 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 2034
  • Frá upphafi: 1412733

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 1787
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband