7.2.2013 | 16:57
Grunur um spillingu.
Afsagnar krafist.
Því Spánn er lýðræðisríki þar sem kjörnir fulltrúar þurfa að fara eftir lögum og reglum.
Þeir eignast ekki landið þó þeir fari tímabundið með stjórn landsins.
Á Íslandi var verið að dæma leiðtoga ríkisstjórnarinnar fyrir fjárkúgun. Þeir eru bara svo heppnir að dómurinn skar aðeins úr um fjárkúgunina, dæmdi þá ekki til refsingar.
Á Íslandi þegja menn, eða finnst þetta fyndið, að þetta sé eitthvað svo sér íslenskt, svo gamalt og gott eins og hárkarl og sviðahausar.
Samt var fjárkúgunin af alvarlegust gerð, hún afsalaði erlendu valdi hluta ríkistekna um mörg ókomin ár, og gaf þessu sama valdi algjört forræði að skera úr um allt sem viðkom álitamálum, eða ef greiðslubyrði yrði þyngri en ráð yrði fyrir gert, og hún setti þjóðina í pant, það var hægt að ganga að henni með dómi.
Í pistli á Hreyfingu lífsins var aðalatriði ICEsave fjárkúgunarinnar dregin fram.
"Til dæmis við greiðsluþrot þarf að semja um kröfur, ríkið greiðir ekki meir en það getur. En það er ekki hægt að knýja á um nauðsamninga. Hvað á það að gera?? Setja þjóðina, íbúana í pant, í veðbönd?? Eða ganga að auðlindum, ríkistekjum, ef illa fer þá er lagalega verið að útiloka nauðvarnir þjóða í greiðsluerfiðleikum.
Þetta er algjört afsal á sjálfræði og sjálfstæði þjóðarinnar og bindur komandi stjórnvöld algjörlega á þann hátt að þau gætu neyðst til að leggja niður íslenska lýðveldið. Og má það með einum einföldum lánasamningi???
Hvað ef bretar hafa aldrei hótað íslenskum stjórnvöldum, aðeins mútað nokkrum stjórnmálamönnum líkt og alþekkt er í þriðja heiminum??? Geta örfáir einstaklingar lagt niður heila þjóð fyrir persónulegan ávinning.
Ef þessi lánasamningur heldur íslensk lög og stenst ákvæði stjórnarskráar, þá er ljóst að svo er. Að geðþótti örfárra getur bundið endi á lýðveldið. "
Geðþótti örfárra gat bundið endi á lýðveldi Ísland, og sett þjóðina óbærilegar skuldaklyfjar.
Og glæpafólkið er ekki sótt til saka. Þó það hafi framið hinn alvarlegasta af öllum glæpum, sem þyngstar refsingar liggja við. Selt þjóð sína. Fyrir eitt klapp á bakið.
Það kemst upp með glæp sinn, þarf ekki að mæta þjóð sinni í opnum réttarhöldum. Fyrir Landsdómi, eins og sá sem var sakfelldur fyrir að hafa ekki skrifað fundagerðir.
Það stýrir landinu áfram, meðreiðarsveinar þeirra sem tóku þátt í glæpnum, stjórna ríkisfjölmiðli landsins, samverkafólk þeirra leiðir samtök atvinnulífsins og samtök launafólks.
Vegna þess að Alþingi hefur sjálfdæmi í að ákæra það. Og það er svo dauðhrætt við sína eigin sekt, að það þorir ekki að taka af skarið, þó fáir finnist þar innanborðs sem þola ennþá glæpafólkið. Fólkið sem seldi börnin okkar í ánauð.
Og á Bessastöðum situr maður sem þekkir ekki sína skyldu.
Eða er hræddur, skiptir ekki máli.
En á meðan hann situr, rís ekki upp, þá er gyðja réttlætisins læst inní gamla tukthúsinu við Lækjartorg. Og lýðræðið tekið í gíslingu dæmdra fjárkúgara.
Snérist baráttan í ICEsave um þetta, að láta fjárkúgarana sigra.
Að leyfa þeim að halda áfram með óþurftarverk sín. Að neita heimilum landsins um réttlæti, að rústa innviðum heilbrigðiskerfisins, að hrekja fólk úr landi.
Og selja okkur annað sinn nauðungarsölu til grimmustu ómenna hins siðblinda fjármálakerfisins sem nærist í dag á blóði almennings um víða veröld.
Var það þess vegna sem við sögðum Nei við ICEsave??'
Það hvarflar að mér.
Kveðja að austan.
PS. Linkar á pistla á bloggsíðu Hreyfingar lífsins um innihald ICEsave fjárkúgunarinnar er í athugasemd hér að neðan.
Milljón krefst afsagnar Rajoys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 333
- Sl. sólarhring: 711
- Sl. viku: 5917
- Frá upphafi: 1399856
Annað
- Innlit í dag: 298
- Innlit sl. viku: 5062
- Gestir í dag: 291
- IP-tölur í dag: 289
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lánasamningurinn um ICEsave.
Önnur færsla um ICESave frumvarpið
Fyrsta færsla um ICEsave frumvarpið.
Er fyrsti ICESave samningurinn landráð??
Ómar Geirsson, 7.2.2013 kl. 17:04
Spilling?
Tíminn. Reykjavík, 6. júní 1931.
Viðskiptasiðfræði Kveldúlfa.
Kafli úr útgerðarsögunni.
Síðastliðin 1O—15 ár hafa
verið atburðarík í atvinnulífi Islendinga. Á styrjaldarárunum hafði skolast hingað að hlutlausu landi talsvert af auði í hendur einstakra stóratvinnurekenda og meira en áður þektust dæmi til.
Er öllum almenningi kunnugt kunnugt hve fallvaltur sá gróðihefir reynst, en skaplyndi það er honum fylgdi hjá þeim, er mest höfðu féð á milli handanna, stórútvegsmönnunum, hélzt og varð landlægt. Þeir, sem eitt sinn höfðu talið sig eða verið taldir ríkir, kunnu ekki að sníða sér stakk eftir vexti, er úr fjárafla þeirra dró, en lifðu áfram
sama eyðslulífinu. I stað duglegra, gætinna óg sparsamra athafnamanna, er um og eftir aldamótin ráku atvinnufyrirtækin, myndaðist nú heil stétt arftaka þeirra, óhófsamra stóráhættumanna, er margir hverjir kunnu engin skil á hvort þeir höfðu eigið fé eða annara undir höndum. Menn eins og Proppébræður, Thorsbræður, Óskar Halldórsson, Ásgeir Pétursson, Gísli Johnsen og Copland, svo nokkur
nöfn séu nefnd, kepptu hver við annan í óhófseyðslunni utanlands og innan og varð ekki annað séð á daglegu lífi þeirra né höllum þeim, er þeir reistu sér, en að hér væru á ferðinni miljónaeig-
endur, en eins og komið hefir á daginn hafa flestir þeirra verið miljónaskuldarar. Þegar svo var komið, að skuld einhvers þessara, , máttarstólpa þjóðfélagsins" var orðin það há, já aðalpeningalind þeirra, lslandsbanka, að bankinn nennti ekki að burðast með alla þá tölustafi í bókum sínum og bæta við þá vöxtum, var það ráð að jafnaði tekið, að strika út eina eða tvær miljónir og var það kallað að „gefa eftir". Síðan hófust lántökur og skuldahækkanir þessara sömu manna á nýjan leik.
Þess munu jafnvel dæmi, þó lygilegt megi þykja, að bankinn hafi keypt mann, sem skuldaði
honum miljónir, til þess að „taka að sér" framvegis 1/2 miljón af
sinum eigin skuldum, með 125 þúsund króna borgun út í hönd!
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=55709&pageId=996627&lang=is&q=1930+Kveld%FAlfur
“Those who control the present, control the past and those who control the past control the future.”
George Orwell.
Sullumbull (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 01:51
Svona er lífið sullumbulli minn.
Það hefur ekki þróast eftir beinu brautinni frá því að menn fundu upp hjólið.
En það gaf af sér velferð og velmegun, tækni og þekkingu, auð og völd.
Ófullkomleiki þess er engin réttlæting að gefast upp, að væla, skæla, gráta. Eða öskra eins og naut í flagi, og telja það öskur vera baráttu lífsins.
Onei, á öllum tímum hafa menn barist gegn þessum ófullkomleika, stundum hefur sú barátta skilað beinum árangri, stundum öngstræti, en alltaf þróun.
Þróun til einhvers betra.
Til dæmis er skuldaaðlögun foringja þíns betri en skuldaaðlögun Rómverja, þó rót hugmyndanna sé sú sama, að þrælka náungann. Ég efa að nokkur vilja skipta við Rómverjann sem þurfti að setja konur sínar og börn á uppboð því hann gat ekki greitt af húsnæðisláni sínu. Og þó,maður veit aldrei, sumum þætti það sjálfsagt alveg ágæt lausn á sínum málum. Geta byrjað með hreint borð í stað þess að sitja uppi með skuldirnar ævilangt.
En samt, eitthvað hefur miðað.
Og eitthvað mun miða á meðan menn falla ekki í þá sjálfsblekkingu að bera saman viðskiptasiðferði hins íhaldssama borgaraþjóðfélag og þess sem vogunarsjóðirnir standa fyrir.
Þó sú brenglun hrjáir ykkur VG liða, þá hrjáir hún ekki marga, það segja fylgistölur flokksins í skoðanakönnunum.
Flestir eru ekki með svona samanburð á epli og jarðýtu, vita alveg muninn á að verða fyrir epli eða jarðýtu, þó ekki sé gert lítið úr að það er vont að fá epli í hausinn.
Flestir vita að eitthvað mikið er að.
En flestir sjá engan valkost.
Vegna þess að þeir sem gætu boðið uppá valkost, eru fastir í svona væli Bullumsulli.
Það er það eina sem er að deginum í dag, allt hitt er aðeins verkefni sem þarf að leysa.
Bið að heilsa Ömma.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.2.2013 kl. 09:45
Það er alltaf gaman að lesa gamlar greinar :)
Bullumsull (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 16:48
Njótti Bullisulli, þú gætir að lokum skilið þær.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.2.2013 kl. 09:26
Hver hefur sinn skilning á hlutunum.
Minn skilningur byggist á staðreyndum og læt ég ekki draga mig í dilka eins og tamið húsdýr eða organdi áhangandi knattspyrnuliðs.
Því miður hefur meirihluti umræðu ávallt byggst á dilkadrætti fjórflokksins en ekki eftir staðreyndum og skynsemi. Þessi félagslega fötlun hefur reynst okkur illa.
Næstu 36 mánuðir munu verða afdrifaríkir fyrir okkur íslendinga, skilningur og skoðanir munu þá kollvarpast hjá meirihluta almennings.
Þetta munu vera mín lokaorð,
Takk fyrir skoðanaskipti og skítkast.
Kveðja úr neðra.
Heiðar (IP-tala skráð) 9.2.2013 kl. 15:55
Fyrir svona smá forvitni sakir, hvaðan komst þú Heiðar??
Ert þú bullumsulli??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 10.2.2013 kl. 01:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.