7.2.2013 | 09:17
ICEsave og humanity.
ICEsave í sinni tærustu mynd snýst um hvað má gera öðru fólki.
Má allt ef þú passar þig aðeins að tengja það við smáletur skuldabréfs?
Mennskan hefur þurft að takast á við þessar spurningar áður.
Það urðu kaflaskipti í baráttunni gegn þrælaverslun þegar eigendur þrælaskipsins Zong sóttu tryggingafé fyrir þræla sem var kastað útbyrðis vegna matarskorts. Farmurinn rýrnaði og þeir vildu fá það bætt.
Þá stöldruðu margir við og spurðu, má gera lifandi fólki þetta??? Getur það aðeins verið vara, kostnaður, án nokkurs réttar???
Svipaðar spurningar voru spurðar í frægum réttarhöldum sem myndin Amistad fjallar um þegar eigendur strokuþræla kröfðust þess að bandaríks yfirvöld afhentu þá réttmætum eigendum. Þá byggðist vörnin að þetta hefði verið frjálst fólk, sem hefði verið svipt frelsi sínum
Og hún var tekin til greina, sumt mátti ekki.
Eftir hrylling síðustu heimsstyrjaldar var þetta sumt áréttað, í mannréttindasáttmálum var helgi manneskjunnar tryggð, og hún naut ákveðinna réttinda, mannréttinda.
Sérstaklega hafa þessi mannréttindi verið vel útfærð í mannréttindaskrá Evrópu, fólk hefur ekki aðeins rétt til lífs, og vera ekki selt eða pyntað, það hefur líka rétt á lágmarks framfærslu, rétt á heilsugæslu, menntun, og það nýtur ákveðinna félagslegra réttinda.
Í raun er um samfélagssáttmála að ræða sem réttlætir hlutfallslega mikla skattheimtu í Evrópusambandinu.
En hvernig rímar það við að í þessum sömu löndum svelti stórir þjóðfélagshópar, að sum lönd séu orðin neyðarsvæði þar sem allir innviðir eru að grotna niður???
Ekki vegna náttúruhamfara, ekki vegna styrjalda, ekki vegna hungursneyðar, heldur vegna gjaldmiðils, og vegna þess að kostnaði við að verja hann er velt yfir á þegnana.
Eins eru óheyrilegar upphæðir teknar úr almannasjóðum til að borga fyrir fjárglæfra spákaupmanna fjármálakerfisins.
Almenningur borgar sama skattinn, en fær ekki lengur þá þjónustu sem hann taldi sig vera að borga fyrir, því fjármálakerfið er framar í forgangsröð stjórnvalda.
Og með þeim afleiðingum að fólk er víða við hungurmörk, tekjur þess duga ekki til framfærslu.
Hvar er mannhelgin í þessu dæmi??
Er gömul ómennska að stinga upp kollinum??
Er hætt að líta á fólk sem fólk, er það aftur orðið að kredit lið í bókhaldi siðblindingja eins og þrælakaupmanna forðum???
Vissulega er ennþá djúp gjá þarna á milli, en það er óðum verið að brúa hana.
ICESave fjárkúgun breta var slík brú.
Rifjum upp hvað ICEsave snérist um í raun.
Martin Wolf, dálkahöfundur dagblaðsins Financial Times. "Þetta snýst um að neyða saklaust fólk til að taka á sig gríðarlegar skuldbindingar sem því ber hvorki lagaleg né siðferðisleg skylda til að gera."
Og ICEsave réttarhöldin áttu að snúast um, en gerðu ekki.
"Héðan af er aðeins ein lausn á þessari deilu og hún er sú að dómtaka málið og fá réttarhöld aldarinnar, um hvað má gera þjóðum og hvað má ekki. Þessi réttarhöld aldarinnar munu snúast um sjálfan tilverurétt þjóðríkja og um sjálf grunnréttindi manneskjunnar, að hún geti byggt upp sitt líf og tilveru án þess að eiga á hættu að allt í einu komi innheimtumaður og tekur eigur hennar með þeim orðum að hún hafi verið í ábyrgð fyrir banka í fjarlægu landi. Ábyrgð sem manneskjan var aldrei spurð um, og hafði aldrei neitt um að segja.".
Samt var hinn venjulegi maður aldrei spurður þegar hann var settur í þessa ábyrgð, og gat ekki haft nokkrar forsendur til að vita það því þeir sem með völdin fóru, vissu það ekki heldur. Samt átti að innheimta þetta ef illa færi, og er verið að innheimta núna á neyðarsvæðum Evrópu. Og enginn spyr, hvaða réttur býr þar að baki?? .... Núna þegar dómur er fallinn, þá var sigurinn unnin á lagatæknilegum atriðum, lögin gerðu ekki ráð fyrir slíkri ábyrgð, sem var augljóst mál. En dómurinn tók ekki á dýpri rökum málsins, að undir engum kringumstæðum mætti gera saklaust fólk ábyrgt fyrir gjörðum annarra.".
Þetta er nefnilega grundvallaratriði, hvað má gera öðrum.
Og ef það má gera þetta einni þjóð, hvenær kemur þá að næstu??? Og svo næstu.
Uppgangur alræðisins á fjórða áratug síðustu aldar var vegna þess að samfélag þjóðanna heyktist á að svara þessari spurningu, með þekktum afleiðingum.
Samt var varað við og mig langar að endurtaka fræga aðvörun sem ég hef áður minnst á í bloggpistlum mínum um ICEsave.
En orð Haile Selassies hljómuðu lengi í hugum fulltrúanna á þingi þjóðabandalagsins. Hann sagði að það sem væri einkum í húfi væri siðgæði í samskiptum þjóða, traust allra þjóða á hvers konar samningum og mati þjóða, einkum smáþjóða, á gildi loforða um að tilvera og sjálfstæði yrði virt og tryggt. Í þetta sinn vorum það við sagði hann. Næst kemur röðin að ykkur.
"Næst kemur röðin að ykkur". Það leiðir nefnilega eitt að öðru.
Það er þannig að þegar siðmenningin byrjar að láta undan, að þá er það fyrst eins og sprunga í stífluvegg, það seytlar, en síðan springur allt. Og ekkert verður við ráðið.
Forsendur ICEsave voru og eru rangar, sumt má ekki.
Á því tók dómurinn ekki, hann féll með þjóðinni á lagatæknilegum atriðum.
Ekki siðferðislegum.
Og á meðan er alltaf von á nýjum ICEsave klyfjum í einni eða annarri mynd.
Öflin sem stóðu að baki ICEsave eru ennþá að, hér á Íslandi, og í Evrópu.
ICEsave dómurinn kenndi þeim aðeins að vanda betur til lagasetningar, ekki að sumt mætti ekki.
Og á meðan þetta fólk gengur laust, og kemst upp með siðblindu sína, þá er ferlið, eitt leiðir að öðru í fullum gangi.
Þess vegna er svo mikilvægt fyrir mennskuna að það sé snúist gegn þessu liði, að lögin, á meðan þau eru ennþá okkar, séu virkjuð gegn athæfi þeirra.
Fyrsta skrefið er að kæra forsprakka ICESave fjárkúgunarinnar á Íslandi, þau Jóhönnu og Steingrím.
Þau brutu sannarlega lög, og eiga ekki að komast upp með það.
Samningurinn sem þeim hafði næstum tekist að fá þjóðina til að samþykkja, var ekki bara óbærilegur fyrir þjóðina ofaná allt annað sem hún þurfti að taka á sig eftir bankahrunið, í honum voru tifandi tímasprengjur eins og festing á gengi við endurgreiðslur úr þrotabúinu sem gátu gert íslenska ríkinu alveg ókleyft að standa í skilum.
Og í honum voru ákvæði, að ef íslenska ríkið lengi í greiðsluerfiðleikum, sem ríki með alltof háa skuldabyrði gera, að þá mátti gjaldfella allt ICEsave bréfið. Bara það að semja uppá nýtt um skuldir sínar, heimilaði gjaldfellingu. Fjárkúgarar höfðu fjöregg þjóðarinnar í hendi sér.
Og hvað þá??
Þeirri spurningu hefur enginn svarað.
Hvað er gert við gjaldþrota þjóð.
Ef við látum þetta líðast, þá erum við helsjúk. Ekki sem þjóð, heldur við sjálf. Og við getum ekki kennt öðrum um. Sjúkleiki okkar er ekki stjórnmálamönnum að kenna, ekki útrásarvíkingunum, ekki öllum þeim sem við kennum um allt.
Það erum við sjálf sem bregðumst.
Hreyfing lífsins hefur tekið sama gróft þau lögbrot, blekkingar, svik, sem áttu sér stað í fyrsta ICEsave samningnum. Um það má lesa á síðu Hreyfingarinnar, linkur í fyrstu athugasemd hér að neðan.
Hún ein og sér hefur ekki afl til að bregðast við. En við höfum aflið, ég og þú lesandi góður. Ef þér er ekki sama, þá stígur þú fram.
ICEsave var aðför að fólki eins og okkur, börnum okkar og samfélagi. Hún var ekki aðför að elítunni, hún flýtur alltaf ofaná, enda studdi hún ICEsave, öll sem ein.
Elítan mun ekkert gera, hún segir okkur að láta kjurt liggja þessa tilraun til þjóðarmorðs. Hún sagði okkur líka að samþykkja ICEsave. Hún afhenti líka amerísku vogunarsjóðum efnahagslíf okkar á silfurfati gjafmildarinnar.
Hún hefur margselt okkur og ætlar að halda því áfram. Því þannig fær hún að vera memm í klúbbi hinna stóru og ríku í útlöndum. Henni er sama um okkar örlög.
Ákæra á hendur Jóhönnu og Steingrím er okkar eina leið til að stöðva þessa aðför að lífi okkar og limum. Að við endum ekki sem stritandi öreigalýður í náum vogunarsjóðanna.
Hér er meiningin að undirleggja þetta blogg um þessa kæru. Endurtaka pistla, draga saman efnisatriði málsins. Fá þannig fram umræðu, þá þannig fram viðbrögð.
Hingað til hefur aðeins æpandi þögn mætt þessum skrifum, en það er góðs viti, því fólk kemur aftur og aftur. Svona var það í upphaf ICEsave varnarinnar, þá mætti fullyrðingin um að ICEsave krafa breta væri fjárkúgun samkvæmt skýrum ákvæðum laga þar um, sömu æpandi þögninni. En síðan sprakk sú röksemd út, æ fleiri tóku hana upp.
Núna höfum við bara ekki sama tímann, það er búið að skrifa uppá sölusamninginn, það á aðeins eftir að undirrita hann. Og þá er þjóðin fyrst í djúpum skít.
Ómennskan hefur þá tekið yfir landið okkar.
Og það er ekki gott.
Viljum við það??
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 43
- Sl. sólarhring: 623
- Sl. viku: 5627
- Frá upphafi: 1399566
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 4800
- Gestir í dag: 35
- IP-tölur í dag: 35
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ómar Geirsson, 7.2.2013 kl. 09:22
Væri ekki best að byrja á byrjuninni sem var viljayfirlýsing þáverandi ríkistjórnar (Letter Of Intent ) sem var stíluð á Strauss Kahn og sent til AGS þann 15 nóv 2008
þar sem þáverandi stjórnvöld viðurkenna skuldbindingar sínar gagnvart öllum innistæðueigendum.
9. We are committed to progressing a sound and transparent process as regards depositors and
creditors in the intervened banks. We will be working constructively towards comparable
agreements with all international counterparts for the Iceland deposit insurance scheme in line with
the EEA legal framework. Under its deposit insurance system Iceland is committed to recognize the
obligations to all insured depositors.
Undir þetta plagg rita þeir Davíð Oddsson seðlabankastjóri ( sem hafði viku áður lýst því yfir í viðtali að ,,Við borgum ekki skuldir óreiðumanna") og Árni Matt fjármálaráðherra.
http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Skyrslur/LOI.pdf
Kveðja úr neðra.
Bullumsull (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 17:57
Bullisulli minn.
Þetta var líka samviskusamlega gert samkvæmt regluverki EEA, sem kvað ekki á um ríkisábyrgð. Og var framkvæmt með neyðarlögunum.
Hefði þetta heiðursfólk samið síðan á sömu nótum, og þau Jóhanna og Steingrímur, þá væru það jafnsekt og syndin, og yrði að taka afleiðingum gjörða sinna, alveg eins og þau Jóhanna og Steingrímur munu þurfa að gera, því enginn fær flúið réttvísina til lengdar.
En hvað fær þig til að bera saman tvö eðlisólíka hluti??
Væntumþykja í garð Jóhönnu með því að reyna kasta umræðunni á dreif???
Liggur við að það hvarfli að mér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 7.2.2013 kl. 21:02
Ommi minn.
Sem betur fer er ég ekki mengaður af flokkshollustu eða blindaður leiðtogadýrkandi.
Þess vegna legg ég kalt mat á hlutina og geri engan greinarmun á skít og drullu.
Tveir eðlisólíkir hlutir, segir þú?
Búum við ekki í sama sólkerfinu?
Þér finnst ekki óeðlilegt að tveir embættismenn riti undir skuldbindingar til alþjóðlegrar stofnunar, vitandi að sú skulbinding yrði þungur baggi á þjóðina og án þess að bera það undir alþingi íslendinga?
Á mannamáli kallast það víst landráð.
Grípum nú inn í meðvitaða hluta skjalsins.
12. The resolution of the banking crisis will result in a huge burden being placed on the public
sector. Preliminary estimates suggest that the gross cost to the budget of HONORING DEPOSIT INSURANCE
OBLIGATIONS and of recapitalizing both commercial banks and the Central Bank of Iceland could
amount to around 80 PERCENT OF GDP.
Það er erfitt fyrir ríkistjórn að ganga á bak orða sinna gagnvart alþjóðlegri skuldbindingu ( og skiptir þá engu hver ríkisstjórnin er ) sem þó var undirrituð af aðeins tveimur embættismönnum og án afgreiðslu á alþingi íslendinga.
Þessi undirritaða skuldbinding gerði okkur einfaldlega erfitt fyrir og sérstaklega samningslega séð á tímum er þjóðin stóð á brík þjóðargjaldþrots og kemur því málinu fyllilega við.
En núverandi ríkisstjórn hlýtur þá einfaldlega vera meðsek og þátttakandi um landráð og bætt sannarlega um betur.
Það hlýtur að vera deginum ljósara.
Kveðja úr neðra.
Bullumsull (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 23:37
Blessaður Sulli minn.
Þú gleymir einu í þessari afneitun þinni, og það er að ég er ekki fæddur í gær og hef áður þurft að glíma við þessa röksemd og þá frá VG liðum sem notuðu hatur sitt á Davíð Oddssyni sem réttlætingu þess að þeir berðust fyrir skuldaþrælkun þjóðarinnar og eyðingu innviða hennar.
Og þegar ég spurði þig kurteislega um meinta væntumþykju í garð Jóhönnu þá fékk ég hina endanlegu vissu að þú værir VG liði í annað hvort í dulargervi eða afneitun.
Í það fyrsta, þá þarf ekki einu sinni að rífast um innihald þessarar yfirlýsingu, ekki eftir EFTA dóminn. En þegar ég tókst fyrst á við ykkur æsta VG liða viljandi fjárkúga þjóðina með þetta plagg sem réttlætingu, þá þurfti ég að útskýra fyrir þeim og lesendum, það sem EFTA dómurinn kvað svo upp um. Það er ekki ætlast til þess samkvæmt tilskipun ESB um innlánstryggingar, að ríkið veiti ábyrgð.
Ekki veit ég hvort AGS hafi haft hugmynd um það en og sannarlega töldu margir íslenskir ráðherrar það, en sjálft tilskipunin vissi það.
Obligation er svo skuldbinding að takast á við þá ábyrgð sem fylgdi að hafa glapist inní EES og hafa því þurft að leyfa ævintýramennsku íslensks banka á erlendum fjármálamörkuðum. Íslensk stjórnvöld (SÍ) og íslenskir aðilar töpuðu hundruð milljörðum á þeirri gjörð að vernda innlánseigendur í anda innlánstryggingarinnar með því að gera innlán að forgangskröfu.
Meira var nú ekki sagt Bulli minn.
Líklegast ert þú að setja þessa yfirlýsingu í samhengi við það sem seinna gerðist, þegar þessari yfirlýsingu var framfylgt með beinu broti á innstæðutilskipun ESB með því að veita TIF lán uppá óskilgreinda upphæð sem er þá ígildi ríkisábyrgðar.
Fyrir utan að brjóta tilskipun ESB þá braut sú lánveiting ýmis lög, til dæmis að skattleggja eftir á, hafa upphæðina óskilgreinda, og ef vanefndarákvæði hafa verið af svipuðu toga og í ICEsave samningi Steingríms, þá er um skerðingu á sjálfræðisrétti þjóðarinnar að ræða. Upphæðin á bréfinu til Hollendinga einna og sér dugar vart til að hægt sé að tala um efnahagslegt gjaldþrot, en játa að ég hef ekki spáð í það.
En atferli stjórnvalda við þann samning var gjörólíkt. Þau leyndu því ekki að nauðung hefði verið að ræða, þau gátu útskýrt þá nauðung og vísað þá í nútíma hafnbannið sem var stöðvun á peningaviðskiptum til landsins.
Síðan börðust þau gegn nauðunginni, með áherslu sínum á Brusselviðmiðin svokölluðu, og í því ferli dagaði nauðaskuldabréfið við Hollendinga uppi.
Munurinn á þessu tvennu er eins og munurinn á örlögum Guðmunds Kamban og Kristjáns 10 Danakonungs, sá fyrr var skotinn fyrir að vinna fríviljugur með erlendu hernámsvaldi, sá seinni hélt konungdóm sínum því hann gerði það sem hann þurfti að gera nauðugur.
Og um nauðung gildir að hún hefur ekkert gildi þegar nauðungin er að baki.
"Samningar af þessum toga eru á lögfræðimáli kallaðir nauðungarsamningar. Ekki aðeins í okkar lögum heldur einnig í þjóðaréttinum – og slíkir samningar eru raunar ógildanlegir."."
Það er nefnilega munur á skít og drullu þegar lög eru annars vegar Bullisulli minn. Og sá munur gerir gæfumuninn hvort Jóhanna og Steingrímur verði dreginn fyrir dóm
Og það gerir þú þér greinilega mjög vel grein fyrir, vörn þín fyrir foringjann er hans eina vörn, hugsun sem ég orðaði í bréfi til ágæts manns sem deilir þeim draum með mér að þeir sem stóðu að ICEsave fjárkúguninni beri ábyrgð á gjörum sínum, líka saurlífseggurinn Straus Kahn, að ekki sé minnst á þá Brown og Darling eða slepjulega meinta vini okkar á Norðurlöndum. Því þetta er glæpur gegn mannkyni sem má ekki líðast.
Þar benti ég honum á haldreipi hinna seku og ég held ekki að ég rjúfi neinn trúnað þó ég vitni í mín eigin orð í því bréfi.
Ómar Geirsson, 8.2.2013 kl. 08:08
Þetta er ekki röksemd heldur staðreynd málsins og stuðst við gögn.
Eins og ég minntist á þá bætti núverandi ríkisstjórn um betur og ætti að dúsa í dýflissunni með þeim félögum Árna og Davíð, enda geri ég ekki greinarmun á skít og drullu.
Bullumsull (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 16:29
Vissulega er þetta plagg staðreynd Bullisulli, tilurð þess líka.
Þess vegna var þáverandi ríkisstjórn hrakin frá völdum, hún varði ekki þjóð sína.
En það sem hún gerði réttlætti á engan hátt Svavars samninginn eða þá sem ábyrgð báru á honum.
Þess vegna hlustaði enginn á vörn ykkar VG liða þegar þið vísuðu í þetta plagg sem röksemd að þjóðin ætti að staðfesta Svavarssamninginn, ekki einu sinni þið voruð það skyni skroppnir að átta ykkur ekki á því, þið hélduð fram hinni röngu tengingu í þágu flokks á kostnað vits og uppskáruð bæði aðhlátur og fyrirlitningu almennings.
Eins mun fara fyrir þessu hálmstrái ykkar í þágu Steingríms, þið munið ekki ná að bjarga honum, hann fær hvorki flúið sinn skapadóm í kosningunum eða dóm laga fyrir Landsdómi.
Því honum varð það á í valdagræðgi sinni að brjóta lög um landráð, ólíkt hinum sem þú vitnar í.
Það er diffinn, diff sem tekinn er út á Hrauninu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.2.2013 kl. 09:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.