Mætur maður skrifar þarfa grein.

 

Lesið hana.

 

"Þessi gríðarlega peningasöfnun er nefnilega komin í algert óefni og enginn stjórnmálamaður virðist hafa vilja, kjark eða getu til að stokka þetta vitlausa kerfi upp frá grunni".

 

Stjórnmálamenn  okkar hafa ekki einu sinni kjark til að axla ábyrgð sína á ICEsave fjárkúgun breta.

Þeir haga ekki kjark til að takast á við eitt eða neitt, það eina sem þeir þora og geta er að borga alla þá reikninga sem auðmagnið sendir þeim.

Reyndar borga þeir ekki sjálfir, þeir áframsenda reikninginn til þjóðarinnar.

 

Og að lokum, í fyrirsögn þessa bloggs segi ég "mætur maður".  Vil taka það fram að ég þekki ekki Þóri persónulega, en hann hefur reglulega komið inná bloggið og skammað mig fyrir það sem honum finnst ekki rétt.

Hann var einlægur í þeim skömmum og sjálfum sér samkvæmur.  Þess vegna orða ég fyrirsögnina á þennan hátt.

Það er samfélag okkar sem er í húfi, það er það sem fellur þegar fjármagnið sýgur til sín alla okkar verðmætasköpun.

Og fáir nenna að verja það, með undantekningum þó.

 

Mismunandi nálganir, mismunandi sjónarmið.  Skiptir engu máli.

Það að láta sig varða, skiptir öllu.

 

Miðað við það sem er að gera þjóðinni, og miðað við það andóf gegn því, þá er ljóst að Íslendingar upp til hópa eiga hvorki börn eða hunda sem þeir telja þess virði að verja.  

Á því er samt undantekningar, og ég er að vekja athygli á einni.

 

Mættu þær vera fleiri.

Kveðja að austan.

 

Kveðja að austan.


mbl.is Glorhungruð gamalmenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög góð grein hjá mætum manni og sýnir að úrelt lífeyrissjóðskerfi stendur engan veginn undir. Hreinsa þarf út stjórendur þessa kerfis og stokka það algjörlega upp.

Alltaf hefur Þórir tekið vel á móti manni þegar ég hef komið með ferðamenn til hans í Vík á sumrin. Býður upp á kaffi og meðlæti auk notalegra samræðna. Hef saknað hans eftir að hann seldi rekstur Víkurprjóns. 

Þórður Þ. Sigurjónsson (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 10:51

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er stutt og látlaus lýsing á kerfi sem safnar peningum handa okkur til að rífast um. Reyndar hafa nokkuð margir vinir pólitíkusanna vinnu við að nýta sjálfum sér ábata af handhöfn þeirra fjármuna sem þarna er teflt um.

Árni Gunnarsson, 6.2.2013 kl. 12:44

3 identicon

Má bæta við að lífeyrissjóðir eru helstu varðhundar verðtryggingar.

Engu að síður skerðast lífeyrissjóðsgreiðslur hjá almennu launafólki hvort sem um er að ræða í góðæri eða kreppu.

Við hljótum þá að spyrja okkur þeirrar spurningu hverra hagsmuna verðtryggingin er í raun að verja?

Ríkið getur ekki staðið í við sínar verðtryggðu lífeyrissjóðsskuldbindingar, báknið og skuldin stækkar ár frá ári.

Auðlindir þjóðarinnar ættu í raun að vera okkar digru sameiginlegu sjóðir, en þær hafa í raun verið einkavæddar eða á hraðri leið í þá átt.

Þjóðlegir hagsmunir almennings eru orðnir að þjóðrembu, fara ekki saman við alþjóðavæðingu og þeirri rányrkju sem því fylgir.

Það vita fáir hvað lífeyrissjóðirnir töpuðu, þeir fengu nokkur ár til að safna í baukinn og hvaða barbabrellur stjórnendur nota til að fegra útkomuna.

Sannleikurinn er nefnilega of viðkvæmur.

Bullumsull (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 13:46

4 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Orð í tíma töluð,velferðarstjórnina burt, það má ekki veiða síld í reknet,

hvaða pakk stjórnar hér,

Bernharð Hjaltalín, 6.2.2013 kl. 15:18

5 identicon

Ef verðtrygging verður bönnuð; hvaða gagn er þá af því að leggja inn á bók til elliáranna?  Menn eru sem sagt búnir að gleyma því að þeir sem skulduðu í gamla daga eignuðust allar eigur þeirra sem bösluðu við að spara fyrir ekki neitt.  Verðtryggingu var komið á að gefnu tilefni.  Og það tilefni hefur ekki horfið.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 15:53

6 identicon

Draumurinn um að hægt sé að verðtryggja allt sparifé og eignir lífeyrissjóða er tálsýn Þorvaldur S.

Íbúðalánasjóður sem byggði viðskiptamódel sitt eingöngu á verðtryggingu er gjaldþrota. Áður en upp verður staðið þá munu skattgreiðendur hafa lagt sjóðnum til upphæð að stærðargráðunni 200-250 milljarða með því sem þegar hefur verið lagt í hann. Ca. helmingur þeirrar upphæðar endar væntanlega hjá lífeyrissjóðum og hinn helmingurinn þá væntanlega hjá vogunnarsjóðum.   

Við erum með öðrum orðum að borga fyrir þessa trygginu í gegnum skattkerfið.

Seiken (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 16:48

7 identicon

@5

Það er alveg rétt að það að banna verðtryggingu án þess að vinna bug á verðbólgu gengur ekki.

Vissulega getur verðtryggingin orðið til þess að auka verðbólgu og ábyrgðarleysi fjármálastofnanna, þannig gæti afnám verðtryggingar orðið liður í að ná niður verðbólgu. Það yrði samt verra en ekki ef ekkert væri meira að gert í framhaldinu.

Auðvitað er eðlilegast að afnema verðbólguna sjálfa, þar með verður verðtryggingunni sjálfhætt. Þar skiftir höfuðmáli að hemja útlán bankanna, jafnvel þó að Má seðlabankastjóra fynnist "tækifæri" fjármálastofnanna minka við það!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 16:48

8 identicon

Ég veit ekki betur en það sé skylda á Íslandi að greiða í lífeyrissjóð. Það hefur allavega alltaf verið tekið af mínum launum í lífeyrissjóð, án þess að ég hafi valið það eða samþykkt.

Stefán (IP-tala skráð) 6.2.2013 kl. 17:59

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Verðtryggingin kemur í veg fyrir að verðbólgunni verði náð niður, Bjarni. Þegar aðflutningar erlendis frá hækka, hækka lánin og þá um leið innlendur rekstrarkostnaður, sem aftur hækkar verðbólguna. Þegar ríkið hækkar skatta, hækka lánin og um leið rekstrarkostnaður, sem aftur hækkar verðbólguna. Og þegar verðbólgan hækkar, hækka lánin aftur. Þetta er vítahringur sem ekki verður komist úr nema með afnámi verðtryggingar.

Þeir sem ekki sjá þessa augljósu tengingu, sjá ekki að verðtryggingin virkar sjálvirkt til að halda uppi verðbólgunni, eru gjörsamlega blindir á fjármál.

Þetta er ekki flókið. Forsenda þess að hægt sé að ná niður verðbólgunni er að afnema verðtryggingu. Að aftengja þennan sjálfvirka hækkunarþátt verðbólgunnar.

Það á að duga fjármagnseigendum hér á landi, eins og víðast hvar annarsstaðar í heiminum, hóflegir vextir. Hvað mega sparifjáreigendur í sumum löndum ESB segja, þar sem vextir á innlán eru nánast neikvæðir? Þó er verðbólga í þessum löndum frá 2% upp í 4,5%. Væri sjálfsagt töluvert hærri ef vertrygging þekktist í þessum löndum.

Gunnar Heiðarsson, 6.2.2013 kl. 18:46

10 Smámynd: Landfari

Það er engu líkar en flestir þeir sem tjá sig hérna hafi ekki lesið greinina. Hann er ekki að taka neinar greiðslur úr lífeyrissjóðnum og getur ekkert um hvað hann á rétt á miklum greiðslum þaðan.

Hann er hinsvegar á þeim aldri að hann hefur greitt í óvertryggðan sjóð stóran hluta afi sinnar sem er að engu orðinn vegna verðrýrnunar krónunnar.  Hann leifir sér síðan að bara það saman við yngra fólk sem alla sína tíð hefur greitt í verðtryggðan sjóð og á því von á umtaslvert hærri lífeyrissjóðsgreiðslum en hann.

Svo kemur hver eftir annan að tjá hneykslan sína á lífeyrirsjóðunum. Sumir af því þeir vilja passa uppá þau verðmæti sem þeir rukka okkur um mánaðarlega og aðrir af því  eir eru ekki tilbúnir til að láta sjóðsfélaga borga fyrir sig húsnæðislánin.

Kostulegasta innleggið er frá Gunnari Heiðarssyni sem tjáir sig hér af fullkomnu þekkingarleysi um hvað aðrir geta verið blindir að sjá ekki ljósið. 

Landfari, 6.2.2013 kl. 22:07

11 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið félagar.

Landfari, ég held að grein Þóris hafi vakið þessi hugrenningartengsl sem menn tjá hér að ofan.

Það er það jákvæða við umræðu, hún þarf ekki að vera niðurjörðuð.

Hins vegar ertu dálítið að kommentera sjálfan þig þegar þú ræðst að mönnum án raka, það eru ekki rétt vinnubrögð.

Og mjög sjaldan sem ég sé slíkt hér á síðu.

Nema náttúrlega þegar menn eru að skamma mig, en það er vegna þess að ég bíð uppá það, og tek því þess vegna með því jafnaðargeði sem tilefnið býður uppá.

Nafnlaus, rakalaus, það er ekki gott Landfari minn góður.

Spáðu aðeins í það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.2.2013 kl. 22:47

12 Smámynd: Landfari

"Nafnlaus, rakalaus, það er ekki gott Landfari minn góður."

Rétt hjá þér Ómar ef satt væri. Ég skrifa undir nafni sem blasi við á síðunni minni en það er að vísu rétt há þér að rökin fyrir þekkingarleysi þess sem minnst var á vantaði í tjásuna mína. Þau eru í tjásunni hanns næst fyrir ogan mína en til öryggis er kannski rétt að láta þau fylgja hér á eftir: 

" Verðtryggingin kemur í veg fyrir að verðbólgunni verði náð niður,.........

Þeir sem ekki sjá þessa augljósu tengingu, sjá ekki að verðtryggingin virkar sjálvirkt til að halda uppi verðbólgunni, eru gjörsamlega blindir á fjármál.

Þetta er ekki flókið. Forsenda þess að hægt sé að ná niður verðbólgunni er að afnema verðtryggingu. Að aftengja þennan sjálfvirka hækkunarþátt verðbólgunnar."

Það er engu líkara en maðurinn hvai ekki hugmynd um hver verðbólgan var hér áður en verðtryggingin var tekin upp.

Þessi míta að vertryggingin sé verðbólguhvetjandi er frasi sem þeir þylja sftur og aftur sem vilja að lífeyrisþegar og leigendur taki á sig verðrýrnun krónunnar til að þeir sjálfir geti eignast íbúðirnar sínar sem halda verðgildi sínu. Þá geta þeir stungið í eigin vasa söluhagnaðinum við sölu. Svo mikið er víst að ekki ætla þeir að skila honum til ríkisins.

Þetta er eins og halda því fram að það að vera alltaf að pumpa í dekkið á bílnum sem sígur hægt og bítandi úr geri ekkert annað en auka lekann. Auðvitað myndi hætta að leka fyrr ef þú hættir að pumpa í en þá er líka allt orðið stopp. Það sem þarf að gera er að laga lekann en meðan við höfum ekki menn við stjórnvölin sem kunna það og geta, pumpum við í til að halda þessu gangandi.

Ef við hættum með að verðtryggja sparnað heimilanna verður sparnaðurinn að engu og enginn getur fengið lán.

Landfari, 6.2.2013 kl. 23:17

13 identicon

Verðtrygging er í gangi í einhverjum 3 þjóðríkjum muni ég rétt. Ekki nauðsynlegri á heimsvísu en það.
Stýrivextir hér eru í ofanálag með hærra móti. Í mínu starfi er ég oft spurður um þessi atriði af útlendingum og þarf oft að ítreka tölurnar, þar sem þenkjandi fólk hreinlega ætlar ekki að trúa mér.
Svo koma okurvextir ofan á.
Allt þetta virkar á verðbólgu eins og skrallhjól. Bara á einn veg.

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 06:15

14 Smámynd: Þórir Kjartansson

Kannski að umræddur skrifari greinarinnar í MBL leggi hér orfá orð í belg.    ,,Þeir sem ekki sjá þessa augljósu tengingu, sjá ekki að verðtryggingin virkar sjálvirkt til að halda uppi verðbólgunni, eru gjörsamlega blindir á fjármál."   segir Gunnar Heiðarson, réttilega og sem betur fer eru alltaf fleiri og fleiri að átta sig á þessu.  Enda augljóst að það er sama hvaða hækkanir eru, allt fer út í verðlagið í okkar vísitölutengda samfélagi.       Stefán segir   að það sé lögboðið að borga í lífeyrissjóði sem er alveg rétt hvað sameignarsjóðina varðar.  Í greininni minni er ég að tala um séreignarsjóðina sem upphaflega voru kynntir og gylltir fyrir fólki með því að þetta væri fólksins prívat og persónulega eign sem það mætti fara með eftir vild.  Það er ekki rétt, greiðslur úr þeim t.d. skerða bætur Tryggingastofnunar, rétt eins og aðrar tekjur.  Og skerðingarreglan illræmda sem ég kallaði svo hljóðar upp á það að Tryggingastofnun skerðir framlag sitt krónu á móti krónu upp að 73,000 kr.  Meðal greiðsla úr almennu samtryggingarsjóðunum til karla er kr. 61,000,-   Það segir okkur að  ,,norræna velferðarstjórnin"  gerir upptækar allar  lífeyrisgreiðslur meðaljónsins á Íslandi.  Það er ekki mikil jafnaðarmennska falin í því að taka allt af þeim sem minnst hafa en ekki nema hluta af þeim sem hafa mikið.  Hræðsla Landfara  við að afnám verðtryggingarinnar setti hér allt á hliðina held ég að sé  ástæðulaus.  Nú myndu lánastofnanir ekki lána á þannig kjörum að peningarnir yrðu að engu eins og var í örfá ár áður en hún var sett á.  Þeir myndu segja látaka hvaða vexti þeir vildu fá miðað við  verðbólguhorfur.  Þá sér lántakinn strax hvort hann ræður við greiðslubyrðina, ólíkt því sem gerist með verðtryggðu lánin, sem eru alltaf eins og óútfylltur víxill.  Í mörgum tilvikum sæi þessi lántaki að hann réði ekki við greiðslur af láninu og hætti við framkvæmdina eða byggði sér 120 fm. hús í stað 240 fm.   Þannig myndi framboð og eftirspurn á peningamarkaðinum  mjög fljótt ná jafnvægi auk þess sem bankinn tæki líka á sig nokkurn hluta ábyrgðarinnar ólíkt því sem nú er.

Þórir Kjartansson, 7.2.2013 kl. 08:42

15 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Landfari, nafnið blasir ekki við, en það er rétt, og tek það til baka.

Síðan vona ég að þú sjáir sjálfur muninn á því sem þú ert núna að segja, og sagðir fyrst.

Ég sé hann allavega, og vil þakka þér að bregðast vel við ábendingum mínum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.2.2013 kl. 09:24

16 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jón Logi, ég er mikið sammála þér, en ætla ekki að skipta mér af umræðunni, aldrei þessu vant fær hún að fljóta.

Og er ágæt það sem af er, bæði rök með og á móti.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.2.2013 kl. 09:25

17 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Þórir og takk fyrir góða grein.

Þetta er þörf grein sem hefur vakið mikla athygli, og ég man ekki lengi eftir eins mikilli umferð hér á blogginu þegar ég vísa í svona skrif.  

Sem segir mér að umræðan er þörf.

Ég ætla ekki að rifja upp fyrri deilur okkar um þessi mál, núna er ég svo innilega innilega sammála þér að það hálfa væri nóg.

Allt sagt á mannamáli sem fólk skilur.

Takk fyrir það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.2.2013 kl. 09:28

18 Smámynd: Landfari

Það er skondið að hér kmur maður eftir mann, búnir að finna út að orsök verðbógunnar sé verðtryggingin. Samt getur enginn útskýrt hvers vgna vrðbógan grasseraði hér fyrir daga vertryggingarinnar. Áður en þið haldið lengra í þessa átt ættuð þið að kynna ykkur hver verðbólgan var fyrir daga verðtryggingar og hver hún er núna.

Þórir talar um að Tryggingastofnun skerði greiðslur eftir því sem tekjur eru hærri. Það er nú ekki óeðlilegt því Tryggingastofnun er eing og nafni bendir til ætlað að tryggja fólki eihverja lágmarks framfærslu. Við getum svo öll verið sammála um að þeir eru að miða við ansi lágar tölur í því sambandi en það er útaf fyrir sig önnur umræða. 

En eðli málsins samkvæmt fær fólk ekki frá Tryggingastofnun ef það hefur þessa lágmarks framfærslu annars staðar frá. Tryggingastofnun er ekki ekki fjárhagslega fært að greiða öllukm allar greiðslur óháð hvað aðrar tekjur fólk hefur. Tryggingastofnun er ætlað að tryggja fólki sem minnst á undir sér að það geti skrimt, ef svo má orða það. Það sem tryggingastofnun geiðir eru bætur til þeirra sem ekki eiga á öðru kost.

Tilgangurinn með skylduaðild að lífeyrisisjóðum er einmitt að að fólk þurfi ekki á bótum frá Tryggingastofnun að halda í ellinni. Þá fái fólk greitt frá sínum lífeyrissjóði sem það þagði til hliðar á sinni starfsæfi til elliáranna. Það er tryggt í lögum að enginn geti nálgast þessa fjármuni fyrr en viðkomandi kemst á aldur. Einstaklingur heldur þessari eign sinni þrátt fyrir gjaldþrotog getur ekki veðsett hana eða ráðstafað henni á einn eða neinn hátt fyrirfram.

Það sem gerðist var svo að sumir greiddu ekki í lífeyrissjóði og svo hitt að verðmæti þess sem greitt var í sjóðina hvarf vegna verðbógunnar. Þá var engin verðtrygging en verðbógan sem þá geisaði (án aðstoðar vertryggingar) át upp allt sem sparað var. Þess vegna er heldur rýr uppskeran núna hjá þeim sem ekki greiddu í verðtryggða sjóði hér á árum áður.

Markmiðið með þessu kerfi var að einstaklingar greiddu sjálfir fyrir sína framfærslu á efri árum en ekki skattgreiðendur framtíðarinnar sem eru börnin okkar. Eins og þjóðfélögin voru uppbyggð hér um miðja síðustu öld var það í sjálfu sér ekki vandamál að skattgreiðendur framfleittu þeim sem eldri eru. Vinnandi fólk var miklu fjölmennari hópur en ellilífeyrisþegar og fólk lifði ekki lengi eftir að það hætti störfum. Það er bara ekki sú heimsmynd sem blasir við í dag.  Fólk lifir mun lengur eftir að það hefur lokið starfsæfi og vinnandi hendum fækkar miðað við fjölda eldriborgara. Þar til viðbótar eru stórauknar kröfur um lífsgæði.

Hlutfallið milli lífeyrisþega og vinnandi er með skásta móti hér miðað við annars staðar í Evrópu. Þar er þetta mikill klafi á vinnandi fólki þar sem ekki er neinn söfnunarsjóður eins og hér. Í velferðar ríkinu Svíjóð er að mér skilst ekki líkt eins vel búið að gamla fólkinu eins og hér. Elliheimili meira eins og geymslur þar sem lítið er gert fyrir fólkið til dægrarstyttingar. Samt er skattheimtan þar engu lík og hér, þrátt fyrir allar hækkanir síðustu ára hér.

Þróunin hér er sú sama og orðin er í Evrópu. Hlutfallið milli gamlingja og vinnandi versnar á komandi áratugum. Þá búm við vel að eiga þessa söfnunar lífeyrissjóði ef ekki verður búið að rústa þeim, eins og krafa skuldugra íbúðareigenda er í dag að verði gert.

Þórir vill að verðrýrnun krónunnar verð greidd af lántakanda jafn óðum og hún á sér stað í formi breytilegra vaxta. Það er aðferð sem er í lagi þar sem fólk býr við almennilega hagstjórn. Því miður gerum við það ekki hér. Við getum búist við verðbólguskoti einsog varð hér um áriðið þegar styrivextir Seðlabanka fóru upp í 18% að mig minnir. Það ræður enginn venjulegur launþegi við að greiða af kannsi 20 millu láni 20 % vexti þó tímabundið sé. Það þýðir að menn lenda í vanskilum og ekki lækka dráttarvextir greiðslubyrði fólks.

Hitt er svo annað sem þarf að laga. Það eru vextirnir. Þeir eru fáraánlega háir hér. 5% vextir og hærra ofan á vertryggingu eru hreint okur sem ekki að líðast. Hér hafa hinsvegar lánastofnanir getað boðið fóli nánast hvað sem er í þeim efnum því hér vildu allir taka lán sama hvað það kostaði. Þrátt fyrir gríðarlega há innlánsvexti voru mjög fáir sem lögðu til hliðar. Í þyskalandi er þessu öfugt farið. Þar er vilji fólks til aðleggja til hliðar mun meiri og lögmálið um framboð og eftirspurn skapar mjög lága vexti þar sem sú staða er uppi.

Við erum svolítið að upplifa þetta núna hérna. Núna þorir enginn að taka lán og það kemur fram í mjög hagstæðum vöxtum sem bankarnir eru að bjóða í dag. Þeir eru hinsvegar allir með endurskoðunarákvæði í sínum lánasamningum þannig að það er ekki á það að treysta að   þeir hækki ekki strax og eftirspurn eykst.

Landfari, 7.2.2013 kl. 10:18

19 identicon

Undalegt hvað mönnum tekst hér á síðunni að deila um útlit fílsins þegar einn skoðar ranann en annar fæturna o.sv.frv.

Það er rétt hjá Landfara að benda á að hér grasseraði verðbólga fyir tíma verðtryggingar af því leiðir að ályktunin sú að það nægi að afnema verðtryggingu til að losna við verðbólgu, er röng!

Þetta þýðir samt ekki að verðtryggingin geti haft áhrif á verðbólgu, því það gerir hún eins og Gunnar @9 bendir á.    

Gleymum því bara ekki að ástæða verðbólgu er sú að það er einhver einhversstaðar að prenta peninga.   Við þetta bætist hið sérkennilega ástand að í hagkerfinu liggja vankaðar krónur sem voru ávísun á loftbóluverðmætin fyrir hrun, eftir hrun átti að eyða þessum krónum því verðmætin voru ekki til.  Þetta er enn hægt að gera sbr, skiftimyntarleið Lilju Mósesdóttur.

Með því að lífga þessar vönkuðu krónur við t.d. með gjaldeyrisvaraforðanum og koma þeim í umferð, þá verða áhrifin nákvæmlega þau sömu og prentun þ.e. --- Verðbólga.  (fyrir utan það að þar töpum við Icesave bakdyrameginn því skattfé almennings er notað til að blása lífi í ónýtar krónur sem vogunarsjóðir hafa keypt og það á undirverði)

Forgangsatriði í Íslenskri efnahagsstjórn á að vera að samræma gjaldmiðilinn við þau verðmæti sem hann á að standa fyrir. (Leysa snjóhengjuvandann)  Fyrr en það er gert er tómt mál að tala um aðrar aðgerðir t.d. eins og að afnema verðtryggingu því þá lendum við í sama vanda og fyrir tíma verðtryggingarinnar þ.e. eignabruna þeirra sem eiga peninga og það er engu þjóðfélagi holt.

Með því að leka þessum vönkuðu krónum inn í hagkerfið og valda þannig verðbólgu sem rýrir laun fólks jafnt og þétt og neyðir það til landflótta eða verkfalla, þá er verið að þvinga þjóðfélagið til baka til þeirra tíma er hringdansinn gilti um víxlverkun launa og verðlags.  

Bein afleiðing af því að fara ekki að tillögum Lilju M. um gjaldmiðilsskiti er þannig sú að nú blasir við landflótti af spítölunum vegna verðbólgu sem stafar EKKI af launahækkunum en rýrir þó launin. Launin má svo ekki hækka því þá valdi það verðbólgu. Afleiðingin er sú að fólkið fer.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 11:13

20 identicon

Gunnar Tómasson

"Árið 1983, ef ég man rétt, var vísitölutrygging launa afnumin með lögum en ekki var hreyft við verðtryggingu lána launþega og annarra. Nokkru síðar hitti ég Albert Guðmundsson þáverandi fjármálaráðherra að máli og spurði hvers vegna verðtrygging lána hefði ekki verið afnumin. Albert sagði að ráðgjafar ríkisstjórnarinnar hefðu sagt að það væri ekki hægt þar sem verðtrygging lána væri samningsbundin. Líkt og vísitölutrygging launa!

Ég starfaði sem hagfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum á þessum árum. Daginn sem frétt um afnám vísitölutryggingar laun og áframhaldandi verðtryggingu lána kom inn á skrifborð mitt tók ég fram blað og penna og skrifaði bréf til vinar míns Styrmis Gunnarssonar.

Í bréfinu lýsti ég þessum aðgerðum stjórnvalda sem herfilegustu mistökum við hagstjórn sem gerð höfðu verið frá upphafi lýðveldisins. Hér væri tjaldað til einnar nætur eins og myndi síðar koma í ljós.

Verðtrygging er nefnilega skálkaskjól stjórnvalda sem hafa hvorki haft vilja eða getu til að stjórna peningamálum Íslands. Stjórnvalda sem létu það viðgangast að útlán lánakerfisins jukust um 3450% (þetta er ekki ritvilla) áratuginn 1970-1979 og um nánast sama hlutfall á árunum 1980-1989.

Á síðustu 25 árum hefur lífeyrissjóðakerfi landsmanna dafnað í skálkaskjóli stjórnvalda en útlán hafa haldið áfram að vaxa með margföldum vaxtarhraða þjóðarframleiðslu.

Verðtryggingin tryggir það eitt að greiðslubyrði lífeyrissjóðs- og bankalána hafa vaxið í takt við útlánaþensluna en ekki í takt við vöxt þjóðarframleiðslu og rauntekna launþega.

Vitaskuld gat það ekki gengið til lengdar - hvað var þá til ráða?

Jú, verðbótum var bætt við höfuðstól lána - lausn vandans var skotið á frest en launþegum/lántakendum bundinn skuldabaggi sem nú er við það að kollkeyra fjárhagslega stöðu þúsunda heimila."

Silfur Egils 1. febrúar 2009, viðtal við Gunnar Tómasson hagfræðing, 1 af 3

http://www.youtube.com/watch?v=HEhML_-4ZjY

Kveðja úr neðra.

Bullumsull (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 12:36

21 identicon

@Landfari.

Verðbólgan var há hér áður fyrr vegna þess að þá var ekki vaxtafrelsi á Íslandi og nafnvöxtum var haldið niðri með pólitísku afli. Þróun til vaxtamyndunnar hefur verið ansi mikil á fjármálamörkuðum hérlendis síðan þá, þó það væri nú ekki nema bara fyrir vaxtafrelsið auk fjölda annarra þátta.

Ef við leggjum snjóhengjuvandann til hliðar, sem er langmikilvægasti vandinn okkar í dag, þá mætti kannski segja að verðbólguvandinn (og háir vextir) sé eftirfarandi:

1) Raunávöxtunarkrafa lífeyrissjóða upp á 3,5% heldur eitthvað aftur af lækkun raunvaxta. Viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs njóta því aldrei kjara undir 3,5%. Svo má kannski geta þess að lífeyrir sem maður fær á endanum hefur ekki ávaxtast um 3,5% á ári.

2) Verðtryggðu jafngreiðslulánin hvetja til útlánaþenslu og þar með verðbólgu. Erfitt verður fyrir SÍ að ráða við það nema með miklum vaxtahækkunum en trúverðugleikinn skiptir þar miklu máli. Bls. 19 í skýrslunni Nauðsyn eða val - Verðtrygging, vextir og verðbólga: "Veiting Íslandslána skapar hvata fyrir of mikla skuldsetningu og ýtir undir lánabólur sökum þess hvað greiðslubyrðin í upphafi er lág vegna þess að jafngreiðslufyrirkomulagið tryggir að nær ekkert er greitt af höfuðstól á fyrri hluta lánstímans." Líka má sá: "Fjármögnun Íslandslánanna byggir á ríkisábyrgð, sem er í raun niðurgreiðsla

sem hvetur til skuldsetningar." Og að lokum: "Verðtrygging þvælist fyrir framgangi peningamálastefnu Seðlabankans, einkum þó leiðni stýrivaxta yfir til langtímavaxta og færa má rök fyri því að aukið vægi nafnvaxta gæti aukið árangur við framfylgd verðbólgumarkmiðs og skapað heilbrigðari miðlun peningamálastefnunnar í litlu opnu hagkerfi eins og hinu íslenska." Sjá hér http://sff.nwc.is/sites/default/files/naudsyn_eda_val-verdtrygging_vextir_og_verdbolga.pdf

3) Trúverðugleiki SÍ skipti miklu máli en trúverðugleikinn helst svo lítill að einhverju leyti vegna þessara lána og vegna bankanna. Eins og ástandið er núna a.m.k. eiga þeir mikið af verðtryggðum eignum og óverðtryggðum skuldum. Það er þvi hættulegt fyrir bankana að verðbólga lækki snögglega, þetta kemur fram á bls. 12 í skýrslu IMF um Ísland frá nóvember sl, sjá hér http://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2012/cr12309.pdf

4) Þessi aukna verðbólga (og hærri vextir) vegna þessara lána gera það svo að verkum að kröfur um launahækkanir verða óraunsæar, í þeim skilningi að kröfurnar eru að launin hækki meira en framleiðnivöxtur. Það leiðir svo til enn meiri verðbólgu. Þetta má sjá í grein Þórarins Péturssonar. http://visir.is/hin-oumflyjanlegu-efnahagslegu-thyngdarlogmal/article/2013701109985

Hins vegar er það alveg rétt sem Bjarni segir að afnám verðtryggðra neytendalána lagar ekkert verðbólguvandann okkar í heild sinni en það væri að öllum líkindum ansi stórt skref í áttina þangað. Einnig þyrfti aðskilnað viðskipta- og fjárfestingarbanka og svo varúðarreglur eftir fjármagnshöft, sjá hér http://www.sedlabanki.is/library/Skr%C3%A1arsafn/S%C3%A9rrit/S%C3%A9rrit%20nr%20%206%20_Var%C3%BA%C3%B0arreglur.pdf

En fyrst þarf auðvitað að huga að mikilvægasta vandanum, snjóhengjuvandanum.

Flowell (IP-tala skráð) 7.2.2013 kl. 13:09

22 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk strákar, ég gæti farið að henda inn pistlum, beint uppúr athugasemdarkerfinu.

Flott og góð umræða þar sem sjónarmið takast á með rökum.

En Flowell, þú leysir ekki snjóhengjuvandann með flokkum sem vogunarsjóðirnir eiga.  

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin, útibú 1 og útibú 2, fara í stjórn, og báðir flokkarnir lúta fólki sem leggur metnað sinn að líta út fyrir að vera heilaskert í umræðunni um vandamál þjóðarinnar.

Ef þú vilt eiga minnstu von eftir kosningar þá skaltu íhuga af hverju ég er að leggja það á mig að skrifa enn einu sinni fyrir tómu húsi um að Ólafur eigi að rjúfa þing ef Alþingi axlar ekki ábyrgð á ICEsave dómnum um fjárkúgun ríkisstjórnar Íslands.

Það er þannig að ef þú ætlar að reisa stiga upp við vegg, og nota hann til að fara uppá þak, þá byrjar þú í fyrsta þrepi, og svo koll af kolli.

Fólkið sem er búið að útbúa sölupappírana, getur ekki skrifað undir á meðan það þarf að útskýra hlut sinn í síðustu þjóðarsölu.

Og á meðan er lag til að gera það sem þarf að gera.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.2.2013 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 1254
  • Frá upphafi: 1412808

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 1104
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband