Ólafur á ekki að tjá sig.

 

Hann á að vernda lýðræðið og stjórnarskrána. 

Hann á að grípa til aðgerða ef Alþingi bregst skyldum sínum að axla ábyrgð á að lúta framkvæmdarvaldi sem hefur hlotið dóm um fjárkúgun á sínum eigin þegnum.

 

Sem laug, sem blekkti, sem hótaði til að þvinga hina bresku fjárkúgun í gegnum þingið.  

Sem laug að um alþjóðlegar skuldbindingar væri að ræða.

 
"Vart þarf að hafa mörg orð um það hvað hefði orðið um lánshæfismat ríkisins ef íslensk stjórnvöld neituðu að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og semja vegna Icesave- málsins. Fyrir utan þá óvissu sem sá gjörningur hefði valdið þá er ljóst að lánshæfismat ríkisins hefði skaðast verulega enda hefði verið litið svo á að íslensk stjórnvöld væru að hlaupast undan alþjóðlegum skuldbindingum sínum."
 

Sem afsalaði dómsvaldi úr landi.

Sem afsalaði helgum rétti þjóða til að verja sig gagnvart fjárkúgun og yfirgangi.  

Sem afsalaði helgum rétti þjóða til að bregðast við greiðsluerfiðleikum eða yfirvofandi gjaldþroti.

Sem afsalaði fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar.

Og leyfði erlendu valdi að gera eignir þjóðarinnar upptækar ef hún gæti ekki staðið í skilum með öll sín lán, hvort sem þau tengdust ICEsave, eður ei.

 

Engin vörn, engin ákvæði um að þjóðin gæti leitað réttar síns.

 

Munum að greiðslubyrðin var óbærileg samkvæmt forsendum þessa landráðasamnings sem samþykktur var 5. júní 2009.

" Verði frumvarpið óbreytt að lögum má gera ráð fyrir miðað við þær forsendur sem að framan eru raktar að greiðslur úr ríkissjóði gætu orðið á bilinu 60–70 milljarðar kr. árlega á árabilinu 2017 til 2023, en helmingur þeirrar upphæðar árin 2016 og 2024. ".

 

Þetta athæfi ríkisstjórnar Íslands varðar við ákvæði hegningarlaga

"86. gr. Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.

87. gr. Geri maður samband við stjórn erlends ríkis til þess að stofna til fjandsamlegra tiltækja eða ófriðar við íslenska ríkið eða bandamenn þess, án þess að verknaðurinn varði við 86. gr., þá varðar það fangelsi ekki skemur en 2 ár eða ævilangt. Sé þetta í því skyni gert að koma erlendu ríki til þess að skerða sjálfsákvörðunarrétt íslenska ríkisins á annan hátt, þá varðar það fangelsi allt að 8 árum.".

 

Bregðist Alþingi ekki við þessum brotum á lögum landsins, á forseti Íslands að bregðast við eins og stjórnarskrá Íslands kveður á um.

Að leysa upp Alþingi og skipa utanþingsstjórn.

Hafi forsetinn ekki kjark til þess, þá á hann að segja af sér.

 

Þetta veit Ólafur, og þess vegna tjáir hann sig ekki.

Hann bíður síns tíma.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


mbl.is Ólafur tjáir sig ekki um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afhverju er forsetinn ekki búinn leysa upp Alþingi? Eftir hverju er hann að bíða??

anna (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 23:03

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Að einhver hafi manndóm til að tjá sig um það anna.

Hin æpandi þögn í dag er alveg eins og fyrst eftir ICESave samninginn.

Fólk ætlar að láta þetta yfir sig ganga. 

Þá var vissulega grátið, fólk fannst þetta ósanngjarnt, alltof hátt og svo framvegis.  Upprisa Indefence var ekki gegn samningi um ICEsave, hún var gegn Svavarssamningnum.  Hann þótti of dýr.

Það voru ofsalega fáir sem bentu á að þetta væri rangt, varðaði við lög, væri fjárkúgun.

Og hin æpandi þögn mætti þeim.  

Þá skipti öllu máli að halda áfram, að gefast ekki upp fyrir hinni stýrðu þjóðmálaumræðu taglhnýtinga breta.  Koma með rök gegn öllum fullyrðingum umræðunnar, sem hver af annarri var afhjúpuð röng, núna síðast með dómi EFTA dómsins.

Smán saman breyttist þetta.

En við megum aldrei gleyma því að Alþingi samþykkti Svavarssamninginn því sem næst óbreyttan nema það voru settir í hann ákvæði um hámark árlegra greiðslna og tímamörk á hve lengi íslenska ríkið gæti greitt af skuldabréfinu.

Það var öll viðspyrnan.

Í dag gráta menn yfir aðförinni að stjórnarskránni, yfir að það sé verið að innlima landið í ESB, yfir vogunarsjóðunum og snjóhengjunni, yfir skuldum heimilanna, yfir öllu sem snýr af ríkisstjórninni.

En það hvarflar ekki að fólki að lyfta litla fingri gegn þessari sömu ríkisstjórn þegar henni varð það á að brjóta lög á þann hátt að hún kæmist ekki upp með það, ef hún yrði ákærð.

Því þetta er alveg eins og með gengisdóminn, það gilda lög í landinu.

En það þarf að kæra.  

Eða mótmæla.

Mótmæli gætu gefið Ólafi það bakland að hann treysti sér gegn Alþingi.  

Sjáum til hvað gerist.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.2.2013 kl. 06:48

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég held að borgarar þessa lands geti ákært Alþingismenn og Ríkisstjórn um leið og þingi verður slitið og umboð þeirra rofið. Þá verða þeir eins og hver annar borgari þessa lands og hætta að njóta friðhelgi Alþingis, Því væri ráð fyrir borgara að fá löglærða til þess að útbúa ákærur á hendur þessum mönnum.  Eitt er víst að Alþingi sjálft mun ekki ákæra á næsta þingi.

Eggert Guðmundsson, 6.2.2013 kl. 22:14

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Eggert, þá er það of seint.

Þá eru þessi verkfæri búin að þjóna tilgangi sínum og ný tekin við.

Hins vegar þá er ég  að benda á að Ólafur þarf að rjúfa þing vegna þess að alþingismenn hafa brugðist skyldum sínum.

En þeir eru ekki sekir um landráð, þó þeir séu sekir um margt.

Landráðin frömdu þau Steingrímur og Jóhanna, og eftir því sem ég best veit, ekki fleiri.  En rannsókn málsins mun skera úr um það..

Og þingmenn geta ekki látið persónulegan ótta koma í veg fyrir að þeir geri skyldu sína.

En Ólafur bregst embættisskyldum sínum ef hann grípur ekki ínní fljótlega. 

Gerir sig þar með samsekan, sem er ekki fyndið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 6.2.2013 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 501
  • Sl. sólarhring: 678
  • Sl. viku: 6232
  • Frá upphafi: 1399400

Annað

  • Innlit í dag: 423
  • Innlit sl. viku: 5278
  • Gestir í dag: 389
  • IP-tölur í dag: 383

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband