5.2.2013 | 12:01
Ríkisútvarpið vann beint að hagsmunum breta í ICEsave fjárkúguninni.
En innanríkisráðuneytið vinnur greinargerð um veru FBI á Íslandi.
Voru þessir bandarísku lögreglumenn að grafa undan málstað Íslands í ICEsave deilunni???
Voru þeir að stuðla að íslensk stjórnvöld tækju að sér fjárskuldbindingar uppá hundruð milljarða??
Eru menn búnir að gleyma hvað fólst í bresku fjárkúguninni sem fréttaritari Ruv í London beitti sér ötullega fyrir.
Þetta segir í umsögn fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins um um ICEsave fjárkúgunina
Þrátt fyrir að hér hafi verið reynt að leggja mat á hugsanleg áhrif á útgjöld ríkissjóðs á komandi árum er óvissan í þessum samningum veruleg. Verði frumvarpið óbreytt að lögum má gera ráð fyrir miðað við þær forsendur sem að framan eru raktar að greiðslur úr ríkissjóði gætu orðið á bilinu 6070 milljarðar kr. árlega á árabilinu 2017 til 2023, en helmingur þeirrar upphæðar árin 2016 og 2024.
Árlegar greiðslur uppá 60-70 milljarða.
Krafa sem byggðist á lögleysu allan tímann. Samt hefur fréttaritari Ruv í London staðfastlega haldið því fram í pistlum sínum að um skuld íslensku þjóðarinnar væri að ræða. Alltaf fullyrt án fyrirvara. Enginn efi, enginn vafi.
Með stanslausum áróðri og blekkingum var reynt í ríkisfjölmiði þjóðarinnar, útvarpað frá íslenskri grund, ekki breskri, að fá íslensku þjóðina til að borga lögleysuna, til að borga fjárkúgunina.
Hvaða hagsmuna var verið að gæta, þegar ekki var verið að gæta hagsmuni íslensks almennings???
60-70 milljarðar árlega í erlendum gjaldeyri eru miklir peningar. Tvöfaldur árlegur rekstrarkostnaður Landsspítalans.
Að innanríkisráðherra er að eyða kröftum sínum í að rannsaka ferðalag 2 bandarískra lögreglumanna sem fengu stórsniðuga hugmynd um kostun á djammferð sinni til landsins, á sama tíma þegar erlent vald stjórnar umfjöllun ríkisfjölmiðil landsins um mál sem varða lög um landráð, er með hreinum ólíkindum.
Það er svipað eins og bærist tilkynning um vopnað bankarán þar sem byssum væri beitt, að ríkislögreglustjóri sendi víkingasveitin samstundis út að rannsaka meinta kannabisræktun í Flóanum. Vissulega hugsanlegt lögbrot, en ekki til þess fallið að stöðva hið vopnaða bankarán.
Vinnubrögð sem vissulega tíðkast í löndum þar sem ítök eiturlyfjaklíka eru mikil, það eru til dæmis mörg svoleiðis dæmi frá Mexíkó. En það er vegna þess að þar er lögreglunni mútað. Ef ríkislögreglustjóri sýndi sömu fáráð hér, yrði hann tafarlaust settur af og fjárreiður hans rannsakaðar.
En þeir sem ætluðu að fjárkúga ríkissjóð um 60-70 milljarða árlega, þeir mega allt. Brjóta lög og reglur, fremja glæpi sína fyrir opnum tjöldum.
Hvað segir þetta um innanríkisráðherra??
Er hann samsekur, er hann mútuþegi, hefur nánum ættingja verið ógnað eða rænt, og hann þvingaður til að líta í hina áttina á ómerkilegt smámál??
Hvað sem veldur þá hlýtur að það vera annað en hrein og tær heimska, það er fræðilega enginn svona heimskur að láta samverkamenn breta sleppa án ákæru, án dómsmeðferðar.
En forsenda réttarríkisins er að lög gilda í landinu um alla, undir öllum kringumstæðum??
Af hverju þá þessi æpandi þögn gagnvart samverkamönnum breta???
Af hverju eru þeir ekki látnir sæta ábyrgð gjörða sinna.
Er verið að bíða eftir að almenningur taki lögin í sínar eigin hendur, eru ekki vítin til að varast???
En ef stærsti glæpur Íslandssögunnar er látinn óátalinn, þá gilda ekki lengur lög og reglur í landinu.
Og þá er stutt í skrílsræðið. Eða einræði.
Að gera ekki upp ICEsave málið samkvæmt lögum og reglum landsins er prófsteinn á lýðræðið, á réttarríkið, og sá prófsteinn sker úr um hvort þjóðin sé ennþá sjálfstæð, eða leppar erlends valds fari hér með öll völd.
Þá erum við eins og Noregur frá 1940 til 1945.
Lútum yfirráðum erlends valds.
Og Ögmundur mun þá fá sömu eftirmæli og þeir sem þar störfuðu fyrir hið erlenda vald af fúsum og frjálsum vilja.
Smán tengist þeirra nöfnum í skráðri sögu Noregs.
Þá er illa farið fyrir góðum dreng sem lagði af stað með fagrar hugsjónir, að enda sem leppur fjárkúgara.
Í þessu máli er ekkert val.
Kveðja að austan.
Ögmundur vinnur að greinargerð um komu FBI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 2
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1226
- Frá upphafi: 1412780
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1085
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég verð nú bara að segja það,að Ögmundur er staddur úti í Kína. Skyldi það sama koma fyrir hann og sveitarstjórann hann Berg Elías í N-Þing,er hann fór til Kína að þá kom hann til baka sem heilaþvegin,.
Númi (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 12:23
Veit ekki Númi en ég geta linkað á blogg frá Kínavinafélaginu þar sem það kom fram að kínversk stjórnvöld hafa alltaf stutt málsvörn Íslands gegn bresku fjárkúgurunum.
Ef Ögmundur verður heilaþeginn, þá hlýtur hann að gera skyldu sína þegar hann kemur til baka.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.2.2013 kl. 12:39
Frábær pistill Ómar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 13:45
Þú segir þetta bara Pétur minn vegna þess að ég er að ræða um Ömma vin þinn.
Bíddu til morguns þegar Hreyfing lífsins álýktar um að lög gildi í landinu.
Þá er ég tilbúinn með gögn málsins, ég var að lesa ICEsave samninginn í morgun. Og yfir hann þveran og endilangan stóð stimplað, Landráð.
Og ég mun færa rök fyrir því Pétur.
Ég er nefnilega kominn í stríðið.
Eins og þú félagi.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.2.2013 kl. 13:55
Ég á fáa raunverulega vini og er vandfýsinn í vinavali mínu
og Ömmi er svo sannarlega ekki einn af þeim og hefur aldrei verið.
Ég vel mér ekki skinheilaga hræsnara sem vini.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 15:16
Ég minni þig á það Ómar, að ég hef í athugasemdum við gamlan pistil Palla Vill.
afhjúpað hræsni Ögmundar við atkvæðagreiðsluna á þingi um Icesave II, Svavarssamninginn,
þegar hann sendi Guðfríði Lilju nauðuga viljuga heim í káetu og Atli var sendur heim í prívat bókhaldsstúss.
Hefðu þau 2 staðist áraunina, þá hefði atkvæðagreiðslan ekki farið 33 já gegn 30 nei,
heldur 31 já gegn 32 nei og stjórnin fallið
nema Ömmi hefði þá kannski neyðst til að afhjúpa sig hræsninni,
sem oddaatkvæði hvoru megin hryggjar hann vildi vera, kannski 32 já gegn 31 nei?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 15:29
Pétur, og við hefði tekið ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálstæðisflokksins, og öll von úti.
Ég veit það ekki, það eru ekki allir haukar eins og við.
En nú eru það himinskautin sem þarf að sigla eftir, duga eða drepast.
Við ákærum Pétur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.2.2013 kl. 15:36
Skinhelgin er alverst Ómar, því hún siglir undir fölsku yfirskini og veitir falskt öryggi, sem er alverst.
Það þarf mikið þrek til að berjast við silkitungurnar sem hvíla í stofnanavæddri ríkis-púpu sinni.
Að berjast við alvöru djöfla er flestum miklu auðveldara,
því illvirki þeirra eru augljós öllum og því auðveldara að ná taki á þannig glámum, þó illskeyttir séu.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 16:33
Þú verður nú að muna hver hefur eyru fréttaritarns í Bretlandi til afnota
eftir vinnutíma og við koddahjal - sá aðili setur ekki íslenska hagsmuni efst á blað
Grímur (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 17:20
Það er margt verst Pétur, og menn deila um hvað er alverst.
En mikið er þetta vel orðað.
"Það þarf mikið þrek til að berjast við silkitungurnar sem hvíla í stofnanavæddri ríkis-púpu sinni.
Að berjast við alvöru djöfla er flestum miklu auðveldara,
því illvirki þeirra eru augljós öllum og því auðveldara að ná taki á þannig glámum, þó illskeyttir séu."
En persónulega finnst mér alverst að fólk skuli ekki berjast.
Megi orð þín höggva og höggva, ég skal kæra og kæra, þó það verði ekki annað en gjörningur um það sem gera þarf.
Einn daginn mun ekki heyrast í okkur fyrir kliðnum.
Kliðnum sem leggur frá ótal fjöld samherja.
Kannski á laugardaginn???
Kveðja að austan.
PS. Það þarf ekki neitt rosalega marga til að yfirgnæfa okkur í Hreyfingu lífsins.
Ómar Geirsson, 5.2.2013 kl. 17:21
Blessaður Grímur.
Ég verð reyndar að játa að mér er svefnherbergissiðir fólks ókunnir og fjalla því ekki um mál út frá þeim.
En í raun er Sigrún Davíðsdóttir í skjóli, og þar er rót meinsins.
Af hverju er þetta látið líðast. Ekki að það sé til fólk sem svíkur þjóð sína, heldur að það skuli komast upp með án þess að vera í öruggu skjóli þess erlenda valds sem sækir að með ofbeldi og ránum.
Það er skuggalegt, það bendir til þess að við séum hersetið land þó enginn sé hér herinn.
Máttur skítugra peninga er mikill.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.2.2013 kl. 17:36
Laukrétt hjá þér, Ómar, Ríkisútvarpið -- sem á þó að heita þjóðarútvarp! -- þjónaði dyggilega undir ríkisstjórnina í hennar freklega framfylgdu Icesavesamninga-stefnu. Þannig var t.d. byggður upp mikill áróðursfrontur um málið, þegar Buchheit-samningarnir voru lagðir fyrir Alþingi og látið sem þetta væru "betri" samningar og margtíuundað fylgi flestra stírnmálaflokka, atvinnurekendasamtaka, ASÍ-forystunnar, Icesave-málpípa í háskólasamfélaginu og sérv alinna Icesave-"álitsgjafa" í nær endalausum dagskrárþáttum Rúvsins.
Jafnvel á þessum sameinaða fjandaflokki og stofnunum tókst okkur í Þjóðarheiðri, Samstöðu þjóðar gegn Icesave (kjósum.is) og AdvIce-hópnum að sigrast, og til hamingju aftur með það.
Og ef ekki stendur til í sumra manna hugum að gagnrýna Rúvið fyrir þetta, þá vilja þeir hinir sömu greinilega bjóða upp á aðra eins misnotkun almenningsfjölmiðilsins í næstu atrennu hans gegn þjóðarréttindum.
Og það er engin paranoia að skrifa svo, því að er þetta ekki nú þegar að gerast í ESB-dindla-áróðursherferðinni?
Burt með evrókratann úr stóli útvarpsstjóra. Og vel má hann reyta hár sitt, hann hefur unnið til þess með því að hleypa sínu liði í atlögurnar illu gegn þjóðinni.
Jón Valur Jensson, 5.2.2013 kl. 19:05
Blessaður Jón Valur.
Það er engin parnoia að vitna í lög um landráð, þegar ákveðið athæfi varðar við þau. Þessi lög voru ekki sett vegna móðusýki heldur eru þau frumforsenda sjálfstæði þjóða í heimi þar sem ráðist er sí og æ á hinn veikari.
Bretar vita nákvæmlega til hvers svona lög eru sett og þeir framfylgja þeim af fyllstu hörku gagnvart sínum eigin þegnum.
Og þeir vita nákvæmlega hvað undirróður er sterkt vopn til að ná fram markmiðum sínum í deilun og drottnun. Hjá þeim er þetta listgrein þar sem ákveðnar stjórnarstofnanir einbeita sér eingöngu að slíkri starfsemi.
Sama gildir hjá öðrum ríkjum sem reka árásargjarna utanríkisstefnu.
Smáþjóðir eru algjörlega varnarlausar gagnvart þessu ef þær bregðast ekki við af fyllstu hörku. Sigur okkar í ICEsave er lítils virði ef við heykjumst á að láta stuðningsmenn bresku fjárkúgunarinnar sæta ábyrgð.
Þá halda þeir bara áfram.
Og hvað eru þeir að gera í dag Jón Valur??
Jú, þeir grafa undan stoðum sjálfs lýðveldisins með árásum sínum á stjórnarskrána. Og standa fyrir stanslausum undirróðri í þjóðfélaginu þar sem sótt er að öllu, kirkjunni, biskupinn var hrakinn úr embætti, árásir á dómskerfið, stöðug sprengju og upplausnar mál í ríkisfjölmiðlum sem ýta undir æsing og skrílræði.
Þetta er engin tilviljun Jón Valur, þetta er klassískt skólabókardæmi um hvernig á að brjóta sjálfstæði þjóðar á bak aftur.
Og þú sem andstæðingur fjárkúgunar breta og andstæðingur innlimunar landsins í ESB ættir að skilja að það þarf að verjast þessu fólki. Ekki bara slá á puttana og leyfa því svo að halda áfram.
Það þarf að mæta því með því eina vopni sem við almúginn höfum, með lögum landsins.
Krefjast þess að það gildi lög í landinu, og sjá til þess að svo sé.
Tími silkitungunnar er liðinn Jón Valur.
Nú er það bara mannamálið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 5.2.2013 kl. 21:14
Ekki tala ég með silkitungu fremur en þú, Ómar minn. Ég er harla sammála öllu sem þú ritaðir hér í þessu svari þínu.
Jón Valur Jensson, 6.2.2013 kl. 00:10
Nei Jón Valur, það hefur þú aldrei gert.
Og þú eltir ekki hjörðina fram af bjargbrúninni þegar forystan sveik, þú sagðir þig frekar úr flokknum.
Þú áttaðir þig á að þetta snérist ekki lengur um víglínur þess sem var, það höfðu myndast nýjar víglínur þar sem sjálft lífið var í húfi. Framtíð þess og velferð.
Togstreita fortíðar hindrar fólk ennþá í að ná saman í einu afli gegn ógnarafli ómennskunnar, fólk hefur tileinkað sér mismunandi nálgun á þjóðfélagsmál, stjórnmál, efnahagsmál. Frá því sem við kölluðum vinstri/hægri í gamla daga.
Þá var stríð, kalda stríðið, þar áður stéttastríð.
En í dag er nýtt stríð háð, stríðið um tilvist samfélaga hins venjulega manns.
Fólk áttar sig ekki á að í stríði er aðeins ein lausn, eitt svar.
Að gera það sem þarf að gera til að vernda lífið sem við ólum.
Þess vegna vannst sigur á illskunni í öðru heimsstríði, þó allir sem sigruðu hafi ekki verið félegir, og sumir vart hótinu betri en það sem þeir sigruðu.
En það þýddi ekkert að rífast um það í stríðinu, aðeins samstaða og eindrægni dugði til sigurs.
Það er það sem þarf að gera í dag, að mynda eindrægan hóp sem sækir að valdinu sem taldi sig mega allt. Og það að telja sig mega allt, er aðför að sjálfri siðmenningunni. Forsendum mennskunnar.
Ég myndi leggja inn kæru á morgun, hefði ég burði til að ráða lögfræðing og fjármagn til að fylgja því eftir.
Sú ákæra stöðvar allt hitt sem við óttumst. Því valdinu varð á, það braut grunnlög landsins, gleymdi að afnema þau áður. Og í stað þess að sækja að okkur, þyrfti það að verjast. Sem er allt önnur vígstaða.
Í þeim hópi sem ég tilheyri hef ég ekki orðið var við undirtektir, stuðning, viðbrögð, ekki neitt. Skoðun á naflanum hefur þar algjöran forgang.
Pistlar mínir um þetta mál hreyfa heldur ekki við fólki, ég merki enga undiröldu.
Er þar með kominn í öngstræti sem ég verð að bakka út.
En dagurinn í dag á að, þrátt fyrir kvef og skít, að fara í að taka saman þessi rök, geri það á Hreyfingu lífsins, þarf ekki að vanda framsetninguna þar eins mikið, læt hugsunarflæðið meir ráða för.
Sé svo til hvort það verður lag á þessu bloggi. Sýnist samt ekkert benda til þess.
Vona að þér verði betur ágengt Jón Valur, þú ert meir í hringiðunni en ég.
Bið að heilsa suður.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 6.2.2013 kl. 09:35
Ég veit ekki, hvort ég megna neitt, Ómar minn, en ég þakka þér þinn mikla og góða hug í sjálfstæðismálum okkar Íslendinga, samstöðu þína alla og óhvikula varðstöðu í öflugum pistlum þínum.
Jón Valur Jensson, 6.2.2013 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.