Eigum við að fá að vera með í ákærupakkanum?

 

Og ákæra þá fyrir aðildina að IcEsave fjárkúgunarferlinu.

Hvað átti lánsmatið aftur að lækka mikið ef þjóðin segði Nei við ICEsave???

Voru nokkuð til neðri mörk í því dæmi??

 

Fjarstæðurnar sem haldið var fram, voru fyrir neðan allt faglegt vændi eða meðvirkni.  

Það var hreinlega verið að ljúga upp dökkri sviðsmynd í þágu fjárkúgara, og slíkt flokkast undir "Hlutdeild", og á ekki að láta órefsað.

 

Ef Kaninn vill ekki leyfa Ögmundi að vera með, eftir þetta þarna með FBI mennina, þá gæti hann alveg sent inn sína eigin kæru.  

Myndi styrkja hann mun betur í næstu kosningunum en gamall kommaáróður sem hvort sem nýtist bara ICEsave klíku Steingríms.

Og til að spara kostnað, þá er hægt að slá saman í eina Hlutdeildarákæru.

 

Símastvíburarnir Gylfi og Villi.  

Kúbumenn norðursins, Þórólfur og Gylfi.

Faglegu prófessorarnir Stefán og Eiríkur.

Skörpu þjóðfélagsrýnarnir Jónas og Illugi.

Rithöfundarnir ástsælu, Guðmundur og Einar Kára.

 

Svo nokkur dæmi séu nefnd um innlenda aðila sem studdu hina bresku fjárkúgun með ráðum, dáðum og lygum.

Sem er hlutdeild í stærstu fjárkúgun mannkynssögunnar.

 

Ákæra bandarískra stjórnvalda á hendur Standard & Poor er upphaf þess að keyptir leppar vogunarsjóða og annarra fjármálaníðinga verða látnir sæta ábyrgð gjörða sinna.

Það var gaman í veislunni hjá þessum taglhnýtingum fjármagnsins, á meðan ránsveislunni stóð.  Nóg að éta og drekka.

 

En nú er það skuldadagarnir.

Vatn og brauð á Hraunum heimsins.

 

Vegna þess að ef viljum ekki að glæpir séu norm samfélagsins, þá verður að hafa eina grunnreglu í heiðri.

Að glæpir borga sig ekki.

 

Jafnvel ekki á Íslandi.

Kveðja að austan.


mbl.is Bandaríkin kæra Standard & Poors
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menn þeir sem þú nefnir væru eilítið meiri menn ef þeir iðruðust og gerðu yfirbót. 

Annars mun sagan dæma þá heldur illa og mættu þeir þá minnast Hávamála:

"Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr hið sama, en góðr orðstír deyr aldregi hveim sér góðan getr."

Hvort heimskra manna ráð, eða eitthvað annað, hafi ráðið för Einars Kárasonar

ætla ég ekki að dæma um, en ekki voru þeir honum til góðs orðstírs, pistlar hans á pressan.is 

hverja hann ritaði sem pressupenni þar og vafalaust þá með hugann við Frankfurt og bókamessu þar.

Það má þó Guðmundur Andri eiga, að hann iðraðist duggunarlítið eftir að þjóðin hafnaði Icesave.

Um hina sem þú nefnir sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða um

... þeir hafa verið fullfærir um að lasta sig nægilega sjálfir. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 14:01

2 identicon

Þó vil ég gera þann greinarmun á þeim hinum,

að verri voru verk þeirra sem eiga að heita prófessorar við æðstu menntastofnun landsins

og má þar minnast þess, að Þórólfur Matthíasson, prófessor við HÍ

gekk svo illilega til verka að sigla upp með ströndum Noregs með lævi og illum huga

og skrifa í þarlent blað grein sem beinlínis gekk gegn íslenskum almannahagsmunum,

þá hann biðlaði til norskra valdamanna að greiða á engan hátt götu íslenskra hagsmuna.

Hvernig á að dæma þannig mann?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 5.2.2013 kl. 14:16

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við ættum kannski frekar að kæra þau fyrir að hafa ranglega fellt lánshæfismat íslenska ríkisins árið 2008. Íslenska ríkið hefur nefninlega aldrei lent í vanskilum með neinar af skuldum sínum.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.2.2013 kl. 14:26

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður félagar.

Okkar skoðanir koma málinu lítt við.  Það gilda lög í landinu, og þeim á að fara eftir.

Hef ekki hugmynd um hvort glæpir þessa aðila séu það alvarlegir að þeir varði við landráð, en þeir eru allavega beint sekir um Hlutdeild, og um að Blekkja fólk til að skrifa uppá fjármálagjörning.

Dómsstóla er síðan að skera úr um hæfilega refsingu.

En lög gilda í landinu um þjófnað og rán, þá gilda þau um alla.  

Líka fína og fallega fólkið.  

Það á að heita liðin tíð að dæmt sér eftir stéttum, að hástétt sleppi með áminningu á meðan almúginn var hýddur eða hengdur.  

Fyrst verða menn allavega að afbylta frönsku byltinguna og taka upp á ný lög og reglur lénsþjóðfélagsins sem var bylt. 

Þá má grípa til Hávamála.

Og Pétur, Guðmundur iðraðist einskis, hann hóf þegar næsta leik.  

Gleymum því ekki að bretar voru ekki að leggja undir sig Berlín til að flytja breska þegna í áróðursdeild Þjóðverja til Bretlands og segja þeim að halda áfram fyrri störfum í Fleet Street.

Þeir réttuðu yfir þeim, og dæmdu eftir gildandi lögum.

Annað var ávísun á annað stríð, ný átök.

Sem á Íslandi þýðir rán verðtryggingarinnar og yfirtaka vogunarsjóðanna, auk bein leið í himnasælu Evrópusambandsins þar sem fólk stendur í biðröðum eftir mat, annars væri það hungurdauða.

Nei, það er ástæða fyrir að lög eru sett, og að lög eigi að gilda.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2013 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 1224
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1083
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband