"Að koma til bjargar" hefur fengið nýja merkingu.

 

Að skuldsetja almenning vegna fjárglæfra og brask með sýndarverðmæti er kölluð björgun.  

Það er það bjargar þeim sem bröskuðu.  

Á Ítalíu var nýlega verið að bjarga einum banka á kostnað almennings.  Hann hafði tapað gífurlegum upphæðum á skortsölu.  Orð sem aðeins innvígðir skilja.  

 

En hvernig er hægt að tala um slíka skuldsetningu almennings sem björgun??

Er það björgun að ef ég fer til læknis út af svæsinni lungabólgu, er hann þá að bjarga mér ef hann af meinfýsni sinni og sadisma setur ól um háls mér og herðir af.

Er hægfara kyrking björgun og allra meina bót???

 

Hvaða uppeldi fékk fólk sem notar orðið björgun um slíkt athæfi??

Hvað fær það til að nota jákvætt orð eins og "björgun" um neikvætt athæfi.  

Svona gengisfelling orða var mikið tíðkuð á fjórða áratug síðustu aldar, en almennt fordæmd síðan.

Hvað veldur að hún dúkkar aftur upp núna á 21. öldinni??

Hvaða annarlegir hagsmunir liggja þar að baki??

 

Er verið að réttlæta braskiðju??, eða þjónar tilgangur hinnar meintu björgunar, niðurbrot samfélaga og eyðilegging innviða þeirra, pólitískum tilgangi þess sem afskræmir tungumál og rökhugsun með slíkum öfugsnúning.

Ekki að ég ætli blaðamanni Morgunblaðsins slíkt, hann lepur aðeins upp orðaleppana í hugsunarleysi hins samdaunaða.  

En það þarf samt að staldra við.  

 

ICEsave fjárkúgun breta var svona meint björgun, gullinu og grænum skógum átti hreinlega að rigna yfir þjóðina ef hún skuldsetti sig upp fyrir rjáfur.  

Og þeir sem stóða fyrir henni, eru ennþá að.  

Næst ætla þeir að bjarga þjóðinni með því að afhenda hana amerískum vogunarsjóðum til eignar.

Takist að verjast þeirri atlögu, þá dettur þeim bara eitthvað annað í hug.  

 

Vegna þess að niðurstaðan, skuldaþrælkun heilla þjóða er markmið þeirra.

Gleymum því aldrei.

Kveðja að austan.


mbl.is Kýpur of lítil til að bjarga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Aldeilis athygivert. Og Ísland er bara einn þriðji af Kýpur. Sama hvað verður um okkar hagkerfi, það mun aldrei hafa nein áhrif á hagkerfi Þýskalands. Og það er Þýskaland sem ræður. Deutschland uber alles.

Magnús Óskar Ingvarsson, 5.2.2013 kl. 08:50

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Magnús.

Þýskir ráðamenn hafa misst það út úr sér að það þurfi að breyta Suður Evrópu í sérstakt efnahagssvæði.  

Það eina sem þeir hafa ekki misst úr úr sér, en hugsa örugglega enda aldir upp í þeim áróðri, og það eru yfirburðir hins aríska kynstofns. 

Þeir eru að nýlenduvæða veikari nágrannaríki sín.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.2.2013 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband