2.2.2013 | 07:53
Í hvaða heimi lifa stjórnmálafræðingar??
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir er nýbúinn að fá á sig dóm EFTA dómsins sem eyðileggur síðustu málsvörn hennar í ICEsave fjárkúgun breta, og eftir stendur þessi sama ríkisstjórna á berangri með allt niðrum sig.
Og þá fjallar hin faglega greining um eitthvað sem er ekki skemmtilegt, og þá er eitthvað skemmtilegt fyrir aðra.
Þetta er ekki persónulegt út í Stefaníu, hún er einna minnst bullvædd af stjórnmálafræðingum sem er líklegast skýring þess að blaðamaður Morgunblaðsins spyr hana álits.
En hún missti af sínu faglega tækifæri.
Það eru þrjár grundvallarspurningar sem hún átti að spyrja og reyna að kryfja.
Lifir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir af vantraust sem byggist á tilvísun í EFTA dóminn og afleiðinga hans fyrir stöðu Jóhönnu Sigurðardóttir sem meintrar landráðamanneskju.
Lifir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir af rökstudda kæru sem mun koma frá almenningi um hið meinta landráð.
Mun Ólafur Ragnar Grímsson grípa inní atburðarrásina og setja ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir af og skipa í kjölfarið utanþingsstjórn flekkslaus fólks?? Rjúfa svo þing og boða til kosninga.
Fjárkúgun breta, sem var frá 1/3 til 2/3 af þjóðarframleiðslu, er alvarlegasta aðför af vestrænu lýðræði frá því að Þýskaland braut undir sig Austurríki og Tékkóslóvakíu á fjórða áratug síðustu aldar með svipuðum aðferðum.
Gífurlegar ytri hótanir, meintur alþjóðlegur þrýstingur í tilviki Tékka, og stuðningur og undirróður innlendra samverkamanna.
Söguleg samsvörun er augljós og sagan hefur dæmt þetta atferli Þjóðverja.
Og þegar yfir lauk dæmdi réttarríkið þá sem ábyrgðina báru.
Það á eftir að dæma í ICEsave málinu, og það mun verða dæmt.
Því alræðið tapaði á sínu tíma og hefur ekki enn verið endurreist þó í annað sé látið skína.
Það gilda lög í landinu og þau munu verða virkjuð.
Eina spurningin er hvort grípur fyrr inn í forsetinn eða þjóðin.
En það verður gripið inní.
Ísland er lýðræðis og réttarríki.
Kveðja að austan.
Ekki skemmtilegt fyrir Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 446
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 385
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott !
Þú bara mannst að Jóhanna og Steingrímur vildi ekki leita að sökudólgum núna.
Þau fatta ekki að það þarf ekkert að leita !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 2.2.2013 kl. 08:03
Ómar minn.....er þessi athugasemd þín, þín faglega greining á málinu? Þú áttar þig vonandi á því að fjölmiðlamenn spyrja þessa "bullvæddu" stjórnmálafræðinga mjög svo leiðandi spurninga og ég get alveg sagt þér það, að þeir verða stundum dauðþreyttir á "bullvæddum" fjölmiðlamönnum sem kunna ekki að spyrja faglegra spurninga og hafa ekkert ímyndunarafl í leit sinni að dýpri spurningum út í málin. Getur þú bent mér á einn fjölmiðlamann hér á Íslandi sem býr yfir einhverri fagmennsku?
Guðmundur Björn, 2.2.2013 kl. 08:57
Nei, hún er það nú ekki Guðmundur, það stendur hvergi í tilgangi þessa bloggs að vera með faglega greiningu á málum.
Af hverju spyrðu??
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.2.2013 kl. 09:00
Blessaður Birgir, það er rétt, menn leita ekki að því sem er þegar fundið.
Og menn gera það sem þarf að gera.
Að láta lög og rétt hafa sinn gang.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.2.2013 kl. 09:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.