1.2.2013 | 09:50
Kunna ungir Sjálfstæðismenn annan.
Ef eitthvað er fyndnara en að tengja sigur þjóðarinnar við Samfylkinguna, þá er það að tengja hann við þingmenn Sjálfstæðisflokksins.
Eða fólk sem vildi semja á einhverjum stigum málsins.
Víkjum að hinu fyrra.
Indefence hópurinn vann kraftaverk í baráttunni við Svavarsfrumvarpið, hann hafði aðgang að fjölmiðlum og hann hafði góða talsmenn.
En hann vildi alltaf semja, það kom skýrt fram í öllum hans málflutningi. Hann vildi bara semja hagstætt, en semja engu að síður. Og það kom skýrt fram í upphafi seinni lotu ICEsave svikanna, þegar átti að semja skynsamt.
Höldum þessu til haga því sá sem þekkir ekki muninn á réttu og röngu, og segir Nei við röngu, hann mun ekki standa fyrir réttlæti málsins, að þeir sem fjárkúguð þjóðina verði látnir sækja ábyrgð.
Sá ágæti maður Frosti Sigurjónsson hóf líka sína andstöðu á að benda á skynsemi hóflegra samninga. En það breytir því ekki að af öðrum ólöstuðum þá var hann besti fulltrúi Nei hópsins í seinni þjóðarstríðinu en það má heldur ekki gleyma Reimar Péturssyni, hann var líka betri en enginn. En þessir menn voru ekki Nei menn í þessari merkingu að þeir sögðu Nei allan tímann.
En heiður mikinn eiga þeir skilið.
Hinsvegar hefði sigur fyrir EFTA dómnum ekki unnist ef það hefði verið samið.
Og barátta þjóðarinnar snérist um lög og reglur, um sigur fyrir dómi.
Víkjum þá að þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.
Hvar voru þeir þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins samdi við Hollendinga um ICEsave??
Hvar voru þeir þegar Davíð Oddsson sendi skriflegt ákall til ríkisstjórnarinnar að setja ekki þessar þrælaklyfjar á þjóðina??
Hvar voru þeir þegar samkomulagið við AGS var samþykkt, en í því samkomulagi var gengið út frá því að samið yrði við breta á sömu forsendum og Hollendinga. Ein af grunnforsendum AGS samkomulagsins.
Þá var Davíð Oddssyni sagt að halda kjafti af forystu flokksins, og enginn reis upp honum til varnar.
Sjá menn ekki rökvilluna í þessu?
Eða á ég að rifja upp þessa atkvæðagreiðslu um breytingartillögu á Svavarssamningnum sem var samþykkt með atkvæðum þingmanna Sjálfstæðisflokksins, auk stuðningsmanna bresku fjárkúgunarinnar.
Breytingartillögur við frv. til l. um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf.
Frá Guðbjarti Hannessyni, Kristjáni Þór Júlíussyni, Birni Val Gíslasyni, Ásmundi Einari Daðasyni, Sigmundi Erni Rúnarssyni, Ásbirni Óttarssyni, Árna Þór Sigurðssyni, Oddnýju G. Harðardóttur, Einari K. Guðfinnssyni og Þór Saari.
1. Við 1. gr. a. Við 1. mgr. bætist: með þeim fyrirvörum sem fram koma í lögum þessum og gildir til 5. júní 2024. b. Við bætist ný málsgrein er verði 2. mgr., svohljóðandi: Það er skilyrði fyrir veitingu ríkisábyrgðarinnar að breskum og hollenskum stjórnvöldum verði kynntir þeir fyrirvarar sem eru settir við ábyrgðina samkvæmt lögum þessum og að þau fallist á þá. Enn fremur að lánveitendur samkvæmt þeim lánasamningum sem greinir í 1. mgr. viðurkenni að skuldbindingar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta séu háðar sömu fyrirvörum og ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum. 2. Við 3. gr. Lokamálsgrein orðist svo: Greiðsluskylda lánasamninganna skal aldrei vera meiri en hámark ríkisábyrgðar, sbr. 3. mgr. Nú virðist á einhverjum tíma stefna í að lánsfjárhæðin ásamt vöxtum verði ekki að fullu greidd í lok lánstímans vegna hinna efnahagslegu viðmiða og skulu aðilar lánasamninganna þá tímanlega eiga með sér viðræður um meðferð málsins og áhrif þess á samningana og skuldbindingar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta. 3. Við 4. gr. Á eftir orðunum við aðila lánasamninganna um í lokamálslið 2. mgr. komi: það hvernig farið skuli með eignir úr búi Landsbanka Íslands hf. og.
Það er engin afsökun að segja að menn hafi greitt atkvæði gegn sjálfu frumvarpinu, það var leikrit, hinn raunverulegi vilji kom þarna fram.
Nei, þýðir Nei, ekki bara stundum.
Því skal hins vegar haldið til haga að Pétur Blöndal þrjóskaðist alltaf við að styðja óhæfuna, og hélt uppi snöfurlegum málflutningi á Alþingi haustið 2008.
En hann reis aldrei upp og tók þjóðarhag fram yfir flokkshag.
Og við værum þrælar í dag ef allir hefðu gert það sama.
Og er ég þá kominn að þeim aðila sem Sjálfstæðisflokkurinn getur heiðrað, ef hann á annað borð vill binda baráttuna við ICEsave við flokkinn.
Og það er grasrót hans, hún brást aldrei eftir að hún hafði kynnt sér málið.
Hún sagði líka Nei við ESB, Nei við skuldum heimilanna, Nei við að íslenska þjóðin yrðuð þrælkuð í þágu fjármagns.
Vandinn er bara sá að hún ræður engu, nema í þjóðaratkvæðagreiðslu.
En heiður á hún skilið.
Samstaða þjóðar gegn ICEsave var hins vegar alltaf heil á öllum stigum málsins og á allar medalíur heims skilið.
En æðstan heiður eiga aðeins tveir einstaklingar.
Og það er mennirnir sem orðuðu fyrst vörn þjóðarinnar. Og gáfu rödd hennar þar með vopn sem að lokum sigraði fyrir EFTA dómnum mánudaginn 28. janúar síðastliðinn.
Stefán Már Stefánsson og Lárus Blöndal.
Þeir risu upp þegar aðrir fræðimenn þögðu.
Sýndu þar kjark og manndóm sem aldrei má gleymst.
Og vonandi mun þjóðin heiðra framlag þeirra þannig að sómi er að.
Því þeir voru Sómi Íslands þegar aðrir brugðust.
Kveðja að austan.
Talin hafa staðið sig best í baráttunni gegn Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 40
- Sl. sólarhring: 673
- Sl. viku: 4464
- Frá upphafi: 1401544
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 3840
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bendi þér, Ómar, á þessa nýbirtu grein mína: Ófullkomin viðurkenning.
Þeir, sem vilja veita viðurkenningu, þurfa að þekkja vel til mála og horfa líka út yfir hóp sinna eigin flokksmanna!
Jón Valur Jensson, 1.2.2013 kl. 11:49
Smellið á: Ófullkomin viðurkenning.
Jón Valur Jensson, 1.2.2013 kl. 11:51
Mikið Sammála þér Jón Valur, þess vegna skrifaði ég þessa færslu.
Takk fyrir innlitið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.2.2013 kl. 13:16
Þetta virkar næstum jafn fáránlegt og belgingshátturinn og vitfirringshátturinn af Össur að rembast við að gera þetta einhvern persónulegan sigur sinn, pósandi með lögfræðingnum og svona. Össur hafði álíka mikið með þennan sigur að gera og Hitler með sigur bandamanna í WW2 á sínum tíma. Hann var gríðarlega stórhluti af vandamálinu, og framganga hans erlendis kom því næstum til leiðar við misstum okkar helstu bandamenn út í heimi, og þar af leiðandi hefði landinu verið sturtað beint í klósettið. Það ætti að taka aftur upp skóggang og skipa Össuri að yfirgefa þetta sker áður en hann gerir enn meiri skaða, fyrst hann getur ekki skikkast til þess sjálfur að fara aftur í fiskifræðina.
Páll (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 21:37
Svo legg ég til sett verði lög hér í landinu að utanríkisráðherra hafi til að bera ákveðna sannaða enskukunnáttu, svo hann geri okkur ekki að fífli með skilningsleysi á orðum viðmælenda í erlendum sjónvarpsstöðum, eða ritunum bréfa fullum af óskiljanlegum beinþýðingum úr íslensku til sjálfra Sameinuðu Þjóðanna. Þessi maður er búinn að hafa okkur að fífli trekk í trekk á alþjóðavísu og það er mesti dómgreindarbrestur þjóðarinnar fyrr og síðar að hafa ráðið hann í þetta embætti. En það er ágætt hann er kominn með smá samkeppni í fávitahætti frá Heimdalli. Þá er alla vega hægt að reyna að hlægja að þessum vitfirringum.
Páll (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 21:40
Ómar. Ég er búin að fylgjast með þér árum saman og vil þakka þér öll þín skrif og skýra hugsun. Innleggin þín skipta líka máli í baráttu þeirra sem nenna að vera sjálfstæðir íslendingar!
Anna Ragnhildur, 2.2.2013 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.