1.2.2013 | 06:58
Þjóðarvilji er ekki lög.
Þó nítíu og níu komma níu prósent landsmanna vilji að þau Steingrímur og Jóhanna sitji áfram, þá verður sá meirihluti fyrst að breyta lögum landsins sem banna landráð, fjárkúgun og að blekkja fólk þegar annarlegir hagsmunir eru í húfi.
Og í leiðinni að setja nýja stjórnarskrá sem heimilar lögbrot aftur á bak.
Jafnframt þarf að setja af Hæstarétt sem myndi dæma hina nýju stjórnarskrá ólöglega.
Einnig þyrfti að segja landið úr Evrópuráðinu svo að Mannréttindadómsstóll Evrópu hafi ekki úrskurðarvald til að afsetja lögin.
Því það gilda lög í landinu, og í alheiminum sem þarf að virða.
Lög sem segja að glæpamenn þurfa að sæta ábyrgð gjörða sinna.
En auðmiðlar sem tengjast ICEsave fjárkúguninni hafa miskunnarlaust afvegleitt þjóðina í ICEsave málinu og eru núna á fullu að telja stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar og þeim sem sögðu Já í seinni ICEsave kosningunum, að glæpir Jóhönnu og Steingríms séu einnig glæpir þeirra.
Svo fólk þorir ekki öðru en að styðja fjárkúgarana af ótta við að þau verði líka ákærð.
Átta sig ekki á því að þau voru beitt ólöglegri blekkingu sem brýtur í bága við hegningarlög.
Þetta er sambærileg skoðanakönnun eins og sú sem birtist fyrst eftir seinna Nei Ólafs, þá tókst fjölmiðlum vogunarsjóðanna að móta skammtíma fylgi við íslenskt Já við breska fjárkúgun.
En það fjaraði undan því Já-i og eins mun fara með þetta Já.
Steingrímur og Jóhanna þurfa að víkja og sæta ábyrgð gjörða sinna.
Annars erum við ekki sjálfstæð þjóð, annars erum við ekki sjálfstætt ríki.
Kveðja að austan.
40% vilja afsögn ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 13
- Sl. viku: 1225
- Frá upphafi: 1412779
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1084
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er stjórnin sek um landráð?
Fróðleikur um viðurlög gegn landráðum
HÉR biðst Össur Skarphéðinsson í raun afsökunar (þó með sínum stærilætistöktum) á broti sínu gegn landráðalögunum vegna Mishcon de Reya-STÓRHNEYKSLIS, einmitt í Icesave-málinu.
heill þér, Ómar, og þakka þér pistilinn.
Stjórnlagaráð, sem stofnað var til með ólögmætum hætti (sjá margar greinar HÉR og þessa kæru til Hæstaréttar Íslands) og jafnvel borið fé á menn í því skyni að freista þeirra til þátttöku (sjá HÉR), gerði einmitt tillögu um, að ríkið MÆTTI taka ábyrgð á skuldum fyrirtækja og einkaaðila! Nánar síðar, en þetta sýnir, að þessir menn, Þorvaldur Gylfason, Vilhjálmur Þorsteinsson, Eiríkur Bergmann Einarsson, Guðmundur Gunnarsson rafiðnaðar, Örn Bárður Jónsson, Lýður Árnason, Gísli Tryggvason, Silja Bára Ómarsdóttir og Pétur Gunnlaugsson, ásamt öllu heila kompaníinu þessara sjálfskipuðu stjórnarskrárvitringa, höfðu ekkert lært af Icesave-málinu. Svo vilja ríkisstjórnarflokkarnir gera tillögur þessa liðs að leiðarljósi sínu um nýja stjórnarskrá!!!
Jón Valur Jensson, 1.2.2013 kl. 09:53
Þessir sömu menn í óráðinu: Þorvaldur Gylfason, Vilhjálmur o.fl., studdu einmitt Icesave-nauðungina! Átti það svo að gera þá hæfa sem stjórnarskrárgjafa? Svo fóru þeir ekki einu sinni eftir áherzlu Þjóðfundarins 2010 um nauðsyn þess að tryggja fullveldi Íslands, heldur bjuggu til handhæga grein sem nýtzt gæti til að jafnvel færri en fjórði hver maður með kosningarétt gæti svipt okkur fullveldi í þágu Evrópusambandsins!
Jón Valur Jensson, 1.2.2013 kl. 09:58
Hvað er "þjóðin"? Er Samfylkingarfólk þjóðin? Er t.d. 24% kosningabærra manna "þjóðin", ef 48% fólks með kosningarétt taka þátt í atkvæðagreiðslu um fullveldisframsal* og 1 atkvæði skilur á milli hópanna? Er ekki FRÁLEITT að kljúfa þjóðina í tvær andstæðar fylkingar og kalla það ákvörðun "þjóðarinnar" þegar naumur meirihluti þeirra sem mæta á kjörstað vill framsal fullveldis? Er ekki eðlilegt að gera kröfu til BREIÐRAR SAMSTÖÐU um svo afgerandi breytingu á (eða öllu heldur FRÁ) sjálfum grunni lýðveldisins? Er þá ekki eðlilegt að gera kröfu um aukinn meirihluta til svo örlagaríkrar breytingar, t.d. 75% eins og um uppsögn sambandslagasáttmálans fyrir lýðveldisstofnunina 1944?
Gerum okkur líka grein fyrir því, að ef ESB-hópurinn nær þessu í gegn með litlum meirihluta, þá geta þeir horft í spegil á eftir og sagt, að þarna hafi gert herzlumuninn áróðurs- og mútufé Evrópusambandsins á Íslandi, það áróðurs- og mútufé sem þeir höfðu ekki döngun og hugrekki til að mótmæla.
* Tæp 49% tóku þátt í "þjóðaratkvæðagreiðslunni" ráðgefandi 20. okt. sl.
Jón Valur Jensson, 1.2.2013 kl. 10:06
Blessaður Jón Valur.
Við höfum séð svona skoðanakönnun áður, hún er samhljóða þeirri sem fyrst var birt eftir seinna Nei Ólafs.
Þá spýttum við bara í lófana, og sigruðum.
Það sama munum við gera núna.
Þó það séu bara við tveir, þá munum við ákæra ríkisstjórn Íslands fyrir landráð.
Það þarf ekki annað en staðfastan vilja til þess.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.2.2013 kl. 15:03
Góður!
Jón Valur Jensson, 1.2.2013 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.