1.2.2013 | 06:31
Eru ICEsave sinnar að flýja land??
Óttast þeir að lög gildi í landinu??
Eða er þetta flótti frá raunveruleikanum, að menn haldi að það sé einhver framtíð eftir kosningar þegar milljarðar vogunarsjóðanna leita út úr landi í beinhörðum gjaldeyri.
Raunveruflótti því það er núna, ekki seinna sem við berjumst fyrir framtíð okkar sem þjóð.
Og það gerum við hér á Íslandi með Hreyfingu lífsins, ekki á sólarströndum Spánar.
Svo mælti skáld lífsins.
Baráttan er rétt að byrja gott fólk.
Baráttan fyrir almannahagsmunum og sjálfstæði og fullveldi okkar sem þjóðar.
Þar er sjálft land okkar og landhelgi undir.
Glennum upp augu okkar, girðum okkur í brók og virkjum samstöðu þjóðar okkar.
Það var til lítils barist, ef fólk hopar nú undan og sundrast í allar áttir.
Svo mikil er ógnin, sem enn steðjar að okkur, að mér finnst það hörmulegt ef samstaða þjóðar rofnar nú.
Til hvers var þá barist fyrir lýðræði okkar og velferð, ef samstaðan sundrast nú?
Glennum upp augun, virkjum samstöðu okkar sem þjóðar.
Við höfum allt líf okkar sem þjóðar að verja. Við höfum jörðina undir fótum okkar að verja, land okkar og landhelgi.
Og við höfum aðeins nokkra daga til að skilja innihald þessara orða,.
Við höfum allt líf okkar sem þjóðar að verja. Við höfum jörðina undir fótum okkar að verja, land okkar og landhelgi.
Menn verja framtíð lífsins sem þeir ólu.
Kveðja að austan.
Lausn Icesave kveikti í fólkinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 39
- Sl. sólarhring: 624
- Sl. viku: 5623
- Frá upphafi: 1399562
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 4796
- Gestir í dag: 31
- IP-tölur í dag: 31
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu nú farinn að vitna í facebook færslu eftir mig Ómar minn? Það er þér vitaskuld velkomið, en að kalla mig "skáld lífsins" er nú kannski einum of mikið sagt um einhvern einyrkja arkitekt sem er nú orðinn nær dauða en lífi, vegna verkefnaskorts eftir hrunið og þar með fjárskorts.
Ég veit ekki betur til, en að það sé heill haugur af svokölluðum skáldum og listamönnum sem fá listamannalaun og víla þar sjálfir um og díla hverjir fái úthlutað og ætíð hugsa þeir um sjálfa sig til að efla sinn hag og öll gagnrýnenda stéttin heldur ekki vatni yfir dýrð þeirra og þar er td. æðsti ritdómari Moggans, Kolbrún Bergþórs., alveg einstaklega hrifnæm fyrir kynhrifum og dæmir helst út frá þeim í anda Pollýönnu á Sturlungaöld. Það veldur því einnig hverjir fá útgefið og hverjir ekki. Þannig hangir þetta allt saman sem aflæst geldingabúr með Pollýönnum syngjandi þeim til dýrðar og almenningur dansar með.
Það eru skáld-in Ómar minn. Þeirra er upphefðin og þú átt vitaskuld að vegsama þau, en ekki mig, því mér það engin upphefð að vera kallaður "skáld lífsins", síður en svo. Ég byrjaði bara að skrifa þúsundir athugasemda, sem flestar bentu á hið augljósa, að keisarinn og öll hirðin væri nakin og það gerði ég af því að það var ekkert að gera sem arkitekt eftir hrunið, en ég lifi á hvorugu í dag og hef ekki gert eftir hrunið og er því nær dauða en lífi. Svo einfalt er það Ómar minn. En kannski ég geti orðið röddin að handan ... miklu fyrr en siðar?
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 13:03
Að handan eða hér, skiptir ekki öllu, skáld lífsins ertu fyrir það.
En líklegast skiptir það þig máli hvorum megin þú ert.
En hafðu trú Pétur, það er styttra í Byltingu lífsins en þig grunar.
Og þá mun Skáldið ekki svelta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.2.2013 kl. 13:14
Skáld-in munu vafalaust flatmaga á sólarströnd,
enda studdu þau flest, sem hampað er mest, að þjóðin ætti að hætta þessu kjaftæði
og bara borga skuldir Bjögganna, sem héldu þeim veislur, fyrir og eftir hrun.
Og Pollýönnurnar á Sturlungaöld munu fylgja sínum Skáld-um ... slegnar blindu uber-birtunnar.
Og Óskar Magnússon, útgefandi Moggans, borgar þeim með glöðu geði og þannig er allt dýrðlegt þar á bæ.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 13:16
Og litli Stephensen, ritstjóri Fret(ta)blaðsins borgar sínu liði vel með fé frá þjófum og rænigjum og allt það lið mun
flatmaga á sólarströnd með Óskari og Kollu og örugglega ríkis-verðtryggða ofur-lífeyrisþeganum væntanlega, DO.
Og þar í grennd mun Egill Helgason flatmaga einnig og allt er þar sælt í samvist sinni.
Og hún Silja mun þar þylja ljóð eftir löngu dauð skáld, helst fyrir hundrað árum síðar og allt mun það lið þá vikna
yfir hvað það er gott og dásamlegt ... en freta á þá glóð sem er að drepast -núna- heima á skerinu.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 13:25
Og hann Einar Már minn blessaður mun sitja heima í skúrnum í Miðhúsum og rifja upp sögur um löngu dautt fólk í
Grafningnum og syngja svo bara nokkur bítlalög og finnast það vel að verki staðið.
Eða hvað ...? Best ég hringi í blessaðan kallinn og reyni að blása lífsneista í vitund hans sem er nú út á þekju.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.2.2013 kl. 13:31
Pétur Örn, þú skáld lífsins.
Trú er forsenda uppskeru.
Og maður þarf að trúa áður en maður uppsker trú annarra.
Þegar þar að kemur mun þér ganga vel með hitt skáldið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 1.2.2013 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.