Á umbrotatímum ráðast menn ekki á höndina sem fæðir þá.

 

Þegar þjóðfélagið er hársbreidd frá því að standa í skilum, þá efna menn ekki til ófriðar í undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar.

Sérstaklega ekki þegar að heimskreppa er skollin á og helstu markaðslönd okkar glíma við áður óþekkta erfiðleika.

Þá reyna menn freka að bæta skilyrði sjávarútvegsins, lækka álögur og styrkja innviði.

Það er að segja að menn eru ekki algjörir hálfvitar.

 

Og það er Steingrímur Joð ekki.

Hann er aðeins að hlýða húsbændum sínum, þeirra sem hafa hag af upplausn efnahagslífsins.

Þá fækkar vörnum þjóðarinnar gagnvart innlimuninni í ESB.

 

Það er allt á sama bókina lært hjá þessum dæmdu vaxtaþjófum og fjárkúgurum.

Ef fjármagn getur grætt, ef ESB getur grætt, þá er rokið til.

Skemmt, eyðilagt, skrumskælt.

 

Atlagan að stjórnarskránni er ekki tilviljun.

Atlagan að sjávarútvegnum er ekki tilviljun.

Atlagan að ríkisfjármálunum er ekki tilviljun.

 

Breska fjárkúgunin var ekki tilviljun.

Ekkert af þessu er tilviljun.

Og er best lýst með orðum prófessor Michael Hudson, eins fremsta baráttumanni heims gegn skuldaþrælkun þjóða og samfélaga, "Ísland hefur orðið fyrir fjármálaárás", þar sem sjálft samfélagið er lagt undir, innviðir þess og framtíð.

 

"The devil came down to Haiti" var yfirskrift frétta í Speglinum núna áðan og fjallaði um samskonar árás á Haiti, og tilvitnunin er í Bill Clinton þegar hann bað Haiti búa afsökunar á ábyrgð sinni að hafa vakið upp kölska.

Hann kom líka til Íslands, gerði það haustið 2008, keypti upp afskrifaðar kröfur lánadrottna útrásarinnar á hrakvirði, 5-8% af nafnvirði, og ætlar að innheimta þær alveg þar til síðasti blóðdropi hefur verið kreistur út úr hagkerfinu.

Steingrímur Joð Sigfússon munstraði sig í áhöfn hans ásamt fleirum stjórnmálamönnum.  

 

Steingrímur veit alveg hvað hann er að gera með upplausnarfrumvörpum sínum.

Hann er að skapa upplausn og óöld  í landinu svo þjóðin gæti ekki að sér fyrr en hún liggur örend í klóm kölska.

Þetta er fyrirsjáanlegt, þetta hefur allt verið gert áður.

 

Nema það klikkaði eitt.  

EFTA dómurinn lét ekki kúga sig til að dæma rangt.

Og alltí einu er Steingrímur dæmdur fjárkúgari.

 

Og í þeim dómi liggur von þjóðarinnar.  Von um að hægt sé að hrekja hann frá tukthúsinu við Lækjargötu í tukthúsið við Litla Hraun.

Ef þjóðin stendur saman og krefst þess að lög gildi í landinu.

 

Ég hef bloggað nokkrar greinar þar  um og tek eftir stöðugri aukningu í skilningi á þessu máli.

Lækið á kröfu mína hafa vaxið úr 0 í 6, 8 jafnvel 9 þegar gott fólk hefur vakið athygli á því á feisinu.

Vissulega ekki sömu læk og stuðningsmenn fjárkúgunarinnar, bandamenn Steingríms og kölska, fá, þar eru þau talin í hundruðum, sá yfir 2.400 á síðasta vídeó Láru Hönnu, níðvídeó hennar um Ólaf fékk nokkur hundruð, svo ennþá er krafan um Landsdóm smá í þeim samanburði. 

Það er bara þannig í dag að það er miklu auðveldara að fá stuðning við þjófnað og glæpi en kröfu um heiðarlegt samfélag þar sem fólk er ekki þrælar vogunarsjóða.  

 

Það þýðir samt ekki fyrir hinn þögla meirihluta að gefast upp þó hann þegi.

Gleymum aldrei að þögn er sama og samþykki.  

Og hin æpandi þögn bendir til að það er stutt í Landsdóm.

Veit það því það var líka æpt á fyrstu 350 greinarnar á ICEsave og fyrsta lækið kom eftir 130, svo þetta er allt á mikilli siglingu í dag.  

 

Við vitum hvernig ICEsave endaði, krafa mín um Landsdóm mun enda á sama veg.

Með dómi yfir Steingrími.

 

En málið er, og ég er ekki að kvarta, heldur að benda á staðreynd, að núna er styttri tími til stefnu.

Þrældómurinn er eftir 4 mánuði, ekki eftir 4 ár.

Æpandi þögn er því ekki sterkasta vopn hins þögla manns í dag.

En þú ræður lesandi góður, þú ræður.

 

Ég þegi ekki.

Árangurinn er kominn undir þér.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Nýtt kvótafrumvarp lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 12
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 1664
  • Frá upphafi: 1412778

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 1483
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband